Umfjöllun: Blikar aftur á toppinn Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. júlí 2010 15:52 Blikar eru komnir á toppinn. Breiðablik tryggði sér toppsætið þegar liðið lagði Keflvavík, 0-2, í sól og blíðu á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk gestanna. Blikar byrjuðu leikinn fjörlega og strax í upphafi leiks var Guðmundur Pétursson við það að sleppa í gegn en var dæmdur brotlegur og mátti heyra vel í stuðningsmönnum Breiðabliks sem voru allt annað en sáttir við Þórodd Hjaltalín Jr, dómara leiksins. Hörður Sveinsson fékk tvö góð tækifæri til að koma heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en í fyrra skiptið slapp hann í gegnum vörn Blika en átti lélegt skot sem rann framhjá markinu. Í seinni skiptið fékk hann sendingu inn fyrir en skaut boltanum hátt yfir markið þar sem hann stóð einn og óvaldaður. Liðin nýttu ekki færin sín fyrir hlé og staðan því markalaus í hálfleik. Gestinir úr Kópavogi voru nálægt því að skora fyrsta markið í upphafi síðari hálfleiks en þá slapp Guðmundur Pétursson í gegn eftir flott spil Blika en skaut boltanum langt framhjá á óskiljanlegan hátt. Fyrsta markið kom loks á 72. mínútu leiksins en þá skoraði Kristinn Steindórsson úr stuttu færi eftir sendingu frá varamanninum Andra Rafni Yeoman og fjörugur endasprettur framundan. Heimamenn gátu jafnað stuttu síðar en þá komst Magnús Sverrir Þorsteinsson einn inn fyrir á móti Ingvari Kale í marki Blika en Ingvar sá við honum og varði meistaralega. Alfreð Finnbogason kláraði dæmið fyrir Breiðablik og innsiglaði dýrmætan sigur þeirra með marki eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir góðan undirbúning frá Finni Orra Margeirssyni. Mikilvægur sigur Blika sem færir þeim toppsætið en Keflvíkingar eru hinsvegar að dragast aftur úr lestinni og þurfa að skoða sín mál fyrir seinni hluta sumars ef þeir ætla að vera með í toppbaráttunni.Keflavík-Breiðablik 0-2 (0-0) 0-1 Kristinn Steindórsson (72.) 0-2 Alfreð Finnbogason (86.)Sparisjóðsvöllurinn. Áhorfendur: 1411Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr (6)Skot (á mark): 15-12 (8-3)Varin skot: Ómar 3 - Ingvar 8Horn: 3-8Aukaspyrnur fengnar: 11-5Rangstöður: 6-3Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 5 Alen Sutej 6 (82. Sigurður Gunnar Sævarsson -) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Guðmundsson 5 Paul McShane 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (75. Ómar Karl Sigurðsson -) Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 6 (75. Magnús Þórir Matthíasson -)Breiðablik (4-2-3-1) Ingvar Þór Kale 8 - Maður leiksins Árni Kristinn Gunnarsson 6 Kári Ársælsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Jökull I. Elísabetarson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (64. Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 ) Kristinn Steindórsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Alfreð Finnbogason 7 Guðmundur Pétursson 6 (64. Andri Rafn Yeoman 6 ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Breiðablik tryggði sér toppsætið þegar liðið lagði Keflvavík, 0-2, í sól og blíðu á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk gestanna. Blikar byrjuðu leikinn fjörlega og strax í upphafi leiks var Guðmundur Pétursson við það að sleppa í gegn en var dæmdur brotlegur og mátti heyra vel í stuðningsmönnum Breiðabliks sem voru allt annað en sáttir við Þórodd Hjaltalín Jr, dómara leiksins. Hörður Sveinsson fékk tvö góð tækifæri til að koma heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en í fyrra skiptið slapp hann í gegnum vörn Blika en átti lélegt skot sem rann framhjá markinu. Í seinni skiptið fékk hann sendingu inn fyrir en skaut boltanum hátt yfir markið þar sem hann stóð einn og óvaldaður. Liðin nýttu ekki færin sín fyrir hlé og staðan því markalaus í hálfleik. Gestinir úr Kópavogi voru nálægt því að skora fyrsta markið í upphafi síðari hálfleiks en þá slapp Guðmundur Pétursson í gegn eftir flott spil Blika en skaut boltanum langt framhjá á óskiljanlegan hátt. Fyrsta markið kom loks á 72. mínútu leiksins en þá skoraði Kristinn Steindórsson úr stuttu færi eftir sendingu frá varamanninum Andra Rafni Yeoman og fjörugur endasprettur framundan. Heimamenn gátu jafnað stuttu síðar en þá komst Magnús Sverrir Þorsteinsson einn inn fyrir á móti Ingvari Kale í marki Blika en Ingvar sá við honum og varði meistaralega. Alfreð Finnbogason kláraði dæmið fyrir Breiðablik og innsiglaði dýrmætan sigur þeirra með marki eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir góðan undirbúning frá Finni Orra Margeirssyni. Mikilvægur sigur Blika sem færir þeim toppsætið en Keflvíkingar eru hinsvegar að dragast aftur úr lestinni og þurfa að skoða sín mál fyrir seinni hluta sumars ef þeir ætla að vera með í toppbaráttunni.Keflavík-Breiðablik 0-2 (0-0) 0-1 Kristinn Steindórsson (72.) 0-2 Alfreð Finnbogason (86.)Sparisjóðsvöllurinn. Áhorfendur: 1411Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr (6)Skot (á mark): 15-12 (8-3)Varin skot: Ómar 3 - Ingvar 8Horn: 3-8Aukaspyrnur fengnar: 11-5Rangstöður: 6-3Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 5 Alen Sutej 6 (82. Sigurður Gunnar Sævarsson -) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Guðmundsson 5 Paul McShane 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (75. Ómar Karl Sigurðsson -) Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 6 (75. Magnús Þórir Matthíasson -)Breiðablik (4-2-3-1) Ingvar Þór Kale 8 - Maður leiksins Árni Kristinn Gunnarsson 6 Kári Ársælsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Jökull I. Elísabetarson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (64. Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 ) Kristinn Steindórsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Alfreð Finnbogason 7 Guðmundur Pétursson 6 (64. Andri Rafn Yeoman 6 )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira