Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 4-0 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Vodafonevellinum skrifar 31. maí 2012 13:35 Mynd/Vilhelm Valur vann öruggan 4-0 sigur á Keflavík á Vodafone-vellinum í kvöld þar sem öll fjögur mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Kolbeinn Kárason skoraði tvívegis fyrir Valsmenn. Lítið benti til þess í fyrri hálfleik að Valsmenn myndu vinna 4-0 sigur en þeir rauðklæddu mættu mjög frískir til leiks í síðari hálfleik og gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu fjórum mínútunum. Kolbeinn skoraði fyrst og svo Matthías Guðmundsson. Kolbeinn skoraði svo þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Hvorugu liðinu gekk vel að halda boltanum innan liðsins og sóknaraðgerðirnar eftir því. Nokkur hálffæri litu þó dagsins ljós en án þess þó að valda markvörðum liðanna verulegum vandræðum. Guðmundur Steinarsson, sóknarmaðurinn öflugi hjá Keflavík, meiddist svo nánast um leið og flautað var til hálfleiks eftir samstuð við leikmann Vals. Hann þurfti að fara af velli í hálfleik og munaði um minna fyrir Keflavíkurliðið. Það var þó varnarleikur Keflvíkinga sem var þeim helst til vandræða í síðari hálfleik, sem og markvarslan. Ómar Jóhannsson leit illa út þegar að Kolbeinn skoraði fyrsta markið en skot þess síðarnefnda þó fast. Ómar var þó í boltanum en missti hann inn fyrir marklínuna. Varnarlínan leit svo mjög illa út í marki númer tvö. Boltinn barst út frá bakverðinum Brynjari Kristmundssyni á Matthías Guðmundsson sem lagði boltann snyrtilega í nærhornið. Kolbeinn gerði svo endanlega út um leikinn á 60. mínútu. Hann fékk boltann eftir innkast og lék bakvörðinn Grétar Atla Grétarsson grátt. Kolbeinn tróð sér einfaldlega fram hjá honum og þrumaði boltanum að marki úr þröngu færi. Ómar var greinilega að reikna með fyrirgjöf því hann opnaði nærhornið fyrir Kolbein og söng boltinn í netinu. Eftir þetta var leikurinn í raun búinn. Valsmenn héldu áfram að sækja af miklum krafti og verðskuldaði varamaðurinn Kristinn Freyr að skora fjórða mark leiksins undir lokin þar sem hann hafði verið mjög sprækur eftir að hann kom inn á. Matthías fékk reyndar algjört dauðafæri í uppbótartíma er hann komst einn gegn Ómari markverði en skot hans yfir. Hafði hann nægan tíma til að athafna sig en allt kom fyrir ekki. Eftir slakan fyrri hálfleik hjá báðum liðum gekk einfaldlega allt upp hjá Valsmönnum. Kolbeinn gerði vel með því að skora tvö mörk með einstaklingsframtaki og mega Valsmenn þakka honum fyrir sigurinn í kvöld. Mörkin hans breyttu öllu fyrir Valsmenn. Keflvíkingar buguðust við mörkin tvö í upphafi síðari hálfleiks og brotnuðu síðan algerlega við þriðja markið. Þeir hafa sýnt mun betri spilamennsku í sumar og áhyggjuefni fyrir liðið hversu illa það brást við mótlætinu. Það var ekki boðið upp á neinn glansleik í kvöld en fínan kraftabolta hjá heimamönnum í síðari hálfleik sem bar góðan árangur í þetta skiptið. Valsmenn hafa lengi verið að leita að markaskorara til að fara fyrir sóknarleik liðsins og mega því vera sérstaklega ánægðir með framlag Kolbeins í kvöld.Mynd/DaníelKristján: Kolbeinn nýtti tækifærið Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn í kvöld og þá sérstaklega hvernig liðið brást við markaleysinu í fyrri hálfleik. „Við lögðum leikinn upp með það í huga að pressa Keflvíkingana á ákveðnum svæðum en leikurinn spilaðist öðruvísi en við bjuggumst við í fyrri hálfleik." sagði Kristján. „Við löguðum það í hálfleiknum og þá small þetta um leið. Hugarfar leikmanna var gott og mér fannst liðið eiga góðan leik, heilt yfir. Kolbeinn var svo í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og nýtti sitt tækifæri mjög vel." Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir kvöldið en Kristján hafði ekki of miklar áhyggjur af því. „Þetta er bara vinna og snýst ekki um annað en að við, bæði leikmenn og þjálfarar, haldi áfram að sinna okkar vinnu. Margir hafa talað um að mótið verði jafnt og kannski verður það raunin. Ég hafði alla vega ekki áhyggjur af þessu."Mynd/VilhelmKolbeinn: Óhræddur við að skjóta Kolbeinn Kárason var fámáll í viðtölum við fjölmiðla eftir leik og hógværðin uppmáluð. „Þetta var fyrsta tækifæri mitt í byrjunarliðinu í sumar og ég nýtti það vel. Þetta var mjög mikilvægur sigur eftir þrjú töp í röð," sagði hann. „Ég var ekki hræddur við að láta vaða. Maður skorar ekki nema að skjóta og var ég ánægður með uppskeruna í kvöld."Mynd/VilhelmJóhann Birnir: Átti að fá víti Jóhann Birnir Guðmundsson var hvað frískastur í liði Keflvíkinga og var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég átti að fá víti rétt áður en þeir skora fyrsta markið. Ég var að fara fram fyrir Atla sem gaf mér olnbogaskot í andlitið. Ég var við það að taka boltann og markvörðurinn að hörfa aftur á línuna," sagði Jóhann, bersýnilega ósáttur, og með sprungna vör. „Í staðinn fyrir fer ég út af til að fá aðhlynningu og þeir komast yfir. Leikurinn hafði verið í járnum og þetta skipti miklu máli. Ég ætla samt ekki að afsaka frammistöðu okkar eftir það - við litum út eins og höfuðlaus her. Við skitum einfaldlega í brækurnar." Jóhann var ansi oft tekinn niður af Valsmönnum í leiknum. „Ég veit ekki af hverju. Kannski var ég búinn að fá of mörg M í Mogganum," sagði hann sposkur á svip. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Valur vann öruggan 4-0 sigur á Keflavík á Vodafone-vellinum í kvöld þar sem öll fjögur mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Kolbeinn Kárason skoraði tvívegis fyrir Valsmenn. Lítið benti til þess í fyrri hálfleik að Valsmenn myndu vinna 4-0 sigur en þeir rauðklæddu mættu mjög frískir til leiks í síðari hálfleik og gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu fjórum mínútunum. Kolbeinn skoraði fyrst og svo Matthías Guðmundsson. Kolbeinn skoraði svo þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Hvorugu liðinu gekk vel að halda boltanum innan liðsins og sóknaraðgerðirnar eftir því. Nokkur hálffæri litu þó dagsins ljós en án þess þó að valda markvörðum liðanna verulegum vandræðum. Guðmundur Steinarsson, sóknarmaðurinn öflugi hjá Keflavík, meiddist svo nánast um leið og flautað var til hálfleiks eftir samstuð við leikmann Vals. Hann þurfti að fara af velli í hálfleik og munaði um minna fyrir Keflavíkurliðið. Það var þó varnarleikur Keflvíkinga sem var þeim helst til vandræða í síðari hálfleik, sem og markvarslan. Ómar Jóhannsson leit illa út þegar að Kolbeinn skoraði fyrsta markið en skot þess síðarnefnda þó fast. Ómar var þó í boltanum en missti hann inn fyrir marklínuna. Varnarlínan leit svo mjög illa út í marki númer tvö. Boltinn barst út frá bakverðinum Brynjari Kristmundssyni á Matthías Guðmundsson sem lagði boltann snyrtilega í nærhornið. Kolbeinn gerði svo endanlega út um leikinn á 60. mínútu. Hann fékk boltann eftir innkast og lék bakvörðinn Grétar Atla Grétarsson grátt. Kolbeinn tróð sér einfaldlega fram hjá honum og þrumaði boltanum að marki úr þröngu færi. Ómar var greinilega að reikna með fyrirgjöf því hann opnaði nærhornið fyrir Kolbein og söng boltinn í netinu. Eftir þetta var leikurinn í raun búinn. Valsmenn héldu áfram að sækja af miklum krafti og verðskuldaði varamaðurinn Kristinn Freyr að skora fjórða mark leiksins undir lokin þar sem hann hafði verið mjög sprækur eftir að hann kom inn á. Matthías fékk reyndar algjört dauðafæri í uppbótartíma er hann komst einn gegn Ómari markverði en skot hans yfir. Hafði hann nægan tíma til að athafna sig en allt kom fyrir ekki. Eftir slakan fyrri hálfleik hjá báðum liðum gekk einfaldlega allt upp hjá Valsmönnum. Kolbeinn gerði vel með því að skora tvö mörk með einstaklingsframtaki og mega Valsmenn þakka honum fyrir sigurinn í kvöld. Mörkin hans breyttu öllu fyrir Valsmenn. Keflvíkingar buguðust við mörkin tvö í upphafi síðari hálfleiks og brotnuðu síðan algerlega við þriðja markið. Þeir hafa sýnt mun betri spilamennsku í sumar og áhyggjuefni fyrir liðið hversu illa það brást við mótlætinu. Það var ekki boðið upp á neinn glansleik í kvöld en fínan kraftabolta hjá heimamönnum í síðari hálfleik sem bar góðan árangur í þetta skiptið. Valsmenn hafa lengi verið að leita að markaskorara til að fara fyrir sóknarleik liðsins og mega því vera sérstaklega ánægðir með framlag Kolbeins í kvöld.Mynd/DaníelKristján: Kolbeinn nýtti tækifærið Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn í kvöld og þá sérstaklega hvernig liðið brást við markaleysinu í fyrri hálfleik. „Við lögðum leikinn upp með það í huga að pressa Keflvíkingana á ákveðnum svæðum en leikurinn spilaðist öðruvísi en við bjuggumst við í fyrri hálfleik." sagði Kristján. „Við löguðum það í hálfleiknum og þá small þetta um leið. Hugarfar leikmanna var gott og mér fannst liðið eiga góðan leik, heilt yfir. Kolbeinn var svo í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og nýtti sitt tækifæri mjög vel." Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir kvöldið en Kristján hafði ekki of miklar áhyggjur af því. „Þetta er bara vinna og snýst ekki um annað en að við, bæði leikmenn og þjálfarar, haldi áfram að sinna okkar vinnu. Margir hafa talað um að mótið verði jafnt og kannski verður það raunin. Ég hafði alla vega ekki áhyggjur af þessu."Mynd/VilhelmKolbeinn: Óhræddur við að skjóta Kolbeinn Kárason var fámáll í viðtölum við fjölmiðla eftir leik og hógværðin uppmáluð. „Þetta var fyrsta tækifæri mitt í byrjunarliðinu í sumar og ég nýtti það vel. Þetta var mjög mikilvægur sigur eftir þrjú töp í röð," sagði hann. „Ég var ekki hræddur við að láta vaða. Maður skorar ekki nema að skjóta og var ég ánægður með uppskeruna í kvöld."Mynd/VilhelmJóhann Birnir: Átti að fá víti Jóhann Birnir Guðmundsson var hvað frískastur í liði Keflvíkinga og var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég átti að fá víti rétt áður en þeir skora fyrsta markið. Ég var að fara fram fyrir Atla sem gaf mér olnbogaskot í andlitið. Ég var við það að taka boltann og markvörðurinn að hörfa aftur á línuna," sagði Jóhann, bersýnilega ósáttur, og með sprungna vör. „Í staðinn fyrir fer ég út af til að fá aðhlynningu og þeir komast yfir. Leikurinn hafði verið í járnum og þetta skipti miklu máli. Ég ætla samt ekki að afsaka frammistöðu okkar eftir það - við litum út eins og höfuðlaus her. Við skitum einfaldlega í brækurnar." Jóhann var ansi oft tekinn niður af Valsmönnum í leiknum. „Ég veit ekki af hverju. Kannski var ég búinn að fá of mörg M í Mogganum," sagði hann sposkur á svip.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira