Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 0-1 Henry Birgir Gunnarsson á Nettóvellinum skrifar 14. maí 2012 16:56 Mynd/Anton Það var þungu fargi létt af Stjörnumönnum í kvöld er þeir unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. Þeir lögðu þá Keflavík, 0-1, suður með sjó. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Stjörnumenn voru miklu betri nær allan leikinn. Þeir sóttu án afláts í fyrri hálfleik á meðan Keflvíkingar komust vart yfir miðju. Stjörnumenn hefðu klárlega getað skorað fleiri mörk þá. Eina markið kom úr öruggri vítaspyrnu Halldórs Orra. Vítið var dæmt á Ómar, markvörð Keflvíkinga. Kennie Chopart komst þá í gegn, rak tána í boltann og fór síðan í Ómar. Víti dæmt og Ómar fékk gult. Keflvíkingar unnu sig aðeins inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Beittu stungusendingum á Guðmund Steinarsson sem var skynsamlegt enda varnarlína Stjörnunnar ekki í miklum takti. Guðmundur fékk besta færi fyrri hálfleiks er rangstöðutaktík Stjörnumanna klikkaði. Komst einn á auðan sjó en hitti ekki markið þó svo hann hefði allan tímann í heiminum. Þarna hefði Guðmundur átt að gera mun betur. Hann fékk annað dauðafæri í síðari hálfleik er rangstöðutaktíkin klikkaði enn á ný. Að þessu sinni kom hann boltanum á markið en Ingvar Jónsson varði vel en hann var öryggið uppmálað í búrinu. Það var í raun það eina markverða sem gerðist í skelfilega leiðinlegum síðari hálfleik. Miðjumoðið allsráðandi og bæði lið mistæk á síðasta þriðjungi vallarins. Keflvíkingar mjög ósáttir við Kristin Jakobsson dómara en ofanrituðum fannst hann leysa verkefnið vel heilt yfir. Arnór Ingvi framan af sprækastur í liði Keflavíkur. Guðmundur duglegur en fór illa með færin. Ómar ágætur í markinu sem og miðverðirnir. Mesta lífið var í Kennie Chopart hjá Stjörnunni. Kom sér í fín færi og fiskaði vítið mikilvæga. Ingvar flottur á milli stanganna og Halldór Orri klókur. Frammistaða Mads Laudrup olli vonbrigðum. Í engum takti við leikinn og spyrnur hans í leiknum voru þess utan arfaslakar.Halldór Orri: Þungu fargi af okkur létt Halldór Orri Björnsson Stjörnumaður gat ekki neitað því að það væri þungu fargi létt að Garðbæingum eftir að hafa landað fyrsta sigri vetrarins í Keflavík. "Það er virkilega þungu fargi létt af okkur. Það var fínt að fá stig í Frostaskjólinu en síðasti leikur var mikil vonbrigði. Þetta var því virkilega sætt og vonandi erum við komnir í gang," sagði Halldór Orri og glotti við tönn. "Þetta var alls ekki fallegur sigur enda buðu aðstæður ekki upp á neinn sambabolta.Þetta var bara gamaldags vinnusigur. Það átti samt ekkert að fresta þessum leik og það hefði þess utan átt að spila hina tvo leikina sem áttu að fara fram í kvöld. "Í seinni hálfleik þá vorum við ósjálfrátt að hugsa um að halda forskotinu. Við gáfum heldur ekki mörg færi á okkur."Ómar: Mér fannst þetta aldrei vera víti Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, var ekki sáttur við vítaspyrnudóminn sem hann fékk dæmdan á sig í kvöld. Upp úr vítinu skoruðu Stjörnumenn eina mark leiksins. "Mér fannst þetta aldrei vera víti. Ég er búinn að spila í nokkur ár. Þegar maður kemst einn í gegn þá fer ég út á móti og reyni að gera mig breiðan. Mér fannst ég loka vel á hann og hann nær að "chippa" boltanum fram hjá mér. Svo fer hann inn í mig. Ég áttaði mig í fyrstu ekki á hvað hann væri að dæma," sagði Ómar ósáttur. "Ég spyr Kristin að því og hann segist vera að dæma á mig. Það er lítið við því að segja en ég er engan veginn sáttur. Ég hugsa að þegar Kiddi skoðar þetta síðar þá verði hann ekki heldur sáttur. Það gera allir mistök og við líka enda klúðruðum við færum í þessum leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Það var þungu fargi létt af Stjörnumönnum í kvöld er þeir unnu sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. Þeir lögðu þá Keflavík, 0-1, suður með sjó. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Stjörnumenn voru miklu betri nær allan leikinn. Þeir sóttu án afláts í fyrri hálfleik á meðan Keflvíkingar komust vart yfir miðju. Stjörnumenn hefðu klárlega getað skorað fleiri mörk þá. Eina markið kom úr öruggri vítaspyrnu Halldórs Orra. Vítið var dæmt á Ómar, markvörð Keflvíkinga. Kennie Chopart komst þá í gegn, rak tána í boltann og fór síðan í Ómar. Víti dæmt og Ómar fékk gult. Keflvíkingar unnu sig aðeins inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Beittu stungusendingum á Guðmund Steinarsson sem var skynsamlegt enda varnarlína Stjörnunnar ekki í miklum takti. Guðmundur fékk besta færi fyrri hálfleiks er rangstöðutaktík Stjörnumanna klikkaði. Komst einn á auðan sjó en hitti ekki markið þó svo hann hefði allan tímann í heiminum. Þarna hefði Guðmundur átt að gera mun betur. Hann fékk annað dauðafæri í síðari hálfleik er rangstöðutaktíkin klikkaði enn á ný. Að þessu sinni kom hann boltanum á markið en Ingvar Jónsson varði vel en hann var öryggið uppmálað í búrinu. Það var í raun það eina markverða sem gerðist í skelfilega leiðinlegum síðari hálfleik. Miðjumoðið allsráðandi og bæði lið mistæk á síðasta þriðjungi vallarins. Keflvíkingar mjög ósáttir við Kristin Jakobsson dómara en ofanrituðum fannst hann leysa verkefnið vel heilt yfir. Arnór Ingvi framan af sprækastur í liði Keflavíkur. Guðmundur duglegur en fór illa með færin. Ómar ágætur í markinu sem og miðverðirnir. Mesta lífið var í Kennie Chopart hjá Stjörnunni. Kom sér í fín færi og fiskaði vítið mikilvæga. Ingvar flottur á milli stanganna og Halldór Orri klókur. Frammistaða Mads Laudrup olli vonbrigðum. Í engum takti við leikinn og spyrnur hans í leiknum voru þess utan arfaslakar.Halldór Orri: Þungu fargi af okkur létt Halldór Orri Björnsson Stjörnumaður gat ekki neitað því að það væri þungu fargi létt að Garðbæingum eftir að hafa landað fyrsta sigri vetrarins í Keflavík. "Það er virkilega þungu fargi létt af okkur. Það var fínt að fá stig í Frostaskjólinu en síðasti leikur var mikil vonbrigði. Þetta var því virkilega sætt og vonandi erum við komnir í gang," sagði Halldór Orri og glotti við tönn. "Þetta var alls ekki fallegur sigur enda buðu aðstæður ekki upp á neinn sambabolta.Þetta var bara gamaldags vinnusigur. Það átti samt ekkert að fresta þessum leik og það hefði þess utan átt að spila hina tvo leikina sem áttu að fara fram í kvöld. "Í seinni hálfleik þá vorum við ósjálfrátt að hugsa um að halda forskotinu. Við gáfum heldur ekki mörg færi á okkur."Ómar: Mér fannst þetta aldrei vera víti Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, var ekki sáttur við vítaspyrnudóminn sem hann fékk dæmdan á sig í kvöld. Upp úr vítinu skoruðu Stjörnumenn eina mark leiksins. "Mér fannst þetta aldrei vera víti. Ég er búinn að spila í nokkur ár. Þegar maður kemst einn í gegn þá fer ég út á móti og reyni að gera mig breiðan. Mér fannst ég loka vel á hann og hann nær að "chippa" boltanum fram hjá mér. Svo fer hann inn í mig. Ég áttaði mig í fyrstu ekki á hvað hann væri að dæma," sagði Ómar ósáttur. "Ég spyr Kristin að því og hann segist vera að dæma á mig. Það er lítið við því að segja en ég er engan veginn sáttur. Ég hugsa að þegar Kiddi skoðar þetta síðar þá verði hann ekki heldur sáttur. Það gera allir mistök og við líka enda klúðruðum við færum í þessum leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira