Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - KR 1-1 Kristinn Páll Teitsson á Nettóvellinum skrifar 12. júlí 2012 00:01 Mynd / Vilhelm Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Keflavíkur og KR í kvöld en leiknum lauk 1-1 í Keflavík. KR náðu forystunni fljótlega eftir hálfleik en Keflvíkingar voru fljótir að svara og náði hvorugt liðið að kreista fram sigur. Gestirnir úr Vesturbænum gátu sett pressu á FH með sigri í kvöld, komist fjórum stigum fram úr þeim þótt FHingar eigi tvo leiki inni. Keflvíkingar gátu hinsvegar lyft sér upp í fjórða sæti með sigri, upp fyrir Eyjamenn sem kepptu í Evrópukeppninni í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað, bæði lið lágu aftur og reyndu að beita skyndisóknum. Bestu færi hálfleiksins féllu í skaut Baldurs Sigurðssonar og Arnórs Ingva Traustasonar, þeir áttu báðir góða skalla sem markmenn liðanna þurftu að hafa mikið fyrir að halda úti. Það sama var upp á teningunum fyrstu mínútur seinni hálfleiks og kom því fyrsta mark leiksins nokkuð óvænt. Emil Atlason stangaði þá inn hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á 56. mínútu en þetta var síðasta framlag hans í leiknum. Það tók Keflvíkingana þó ekki langan tíma að jafna og var þar að verki Guðmundur Steinarsson sem hefur nú skorað 12 mörk gegn KR í deild. Þá átti Arnór Ingvi Traustason skot sem fór af varnarmanni og beint fyrir fætur Guðmunds sem renndi boltanum framhjá Hannesi í marki KR. KR komust nær því að skora á lokamínútunum en Ómar Jóhannsson varði vel frá bæði Þorsteini Má Ragnarssyni og Baldri og lauk leiknum því 1-1. Guðmundur: Líður vel gegn KR„Ef þú lendir undir er auðvitað gott að ná í stig en við lögðum upp með fyrir leikinn að ná í þrjú stig. Ég er bara svekktur að hafa ekki náð að nýta okkur betur spilamennskuna í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur Steinarsson, markaskorari Keflavíkur eftir leikinn. „Mér fannst við vera betri í opnu spili í dag, vorum að fá fleiri opin færi en vorum ekki að ná að nýta okkur það. Þeir voru góðir í föstu leikatriðunum og náðu að nýta sér eitt slíkt." Eftir leikinn færðust Keflvíkingar upp í fjórða sætið, yfir ÍBV sem spiluðu í Evrópukeppninni í kvöld. „Þetta er þéttur pakki og það má lítið út af bregða. Við þurfum núna að ná fleiri stigum, við erum í miðjunni af þriggja leikja heimaleikjarunu og við þurfum að ná í eins mörg stig og við getum til að tryggja stöðu okkar um miðja deild." „Stöðugleikinn er að lagast hjá okkur, við erum ekki með brjálaða reynslu í efstu deild og margir að stíga sín fyrstu skref. Það er eðlilegt að þegar menn eru að stíga sín fyrstu skref þá verði þetta hálfgert jójó en vonandi kemur þetta núna." Guðmundur skoraði í kvöld tólfta mark sitt gegn KR í deildarkeppninni og er hann lang markahæstur andstæðinga KR. Aðspurður sagðist honum finnast gaman að spila gegn þeim. „Við erum aldir upp hérna í Keflavík við að leggja okkur extra mikið undir gegn KR og það þarf lítið til að peppa mann upp fyrir þessa leiki. Mér hefur alltaf liðið vel að spila á móti þeim." „Þessir leikir eru alltaf skemmtilegir, að taka á móti liðum sem eru fyrirfram talin vera stærri liðin kryddar þetta alltaf. KR hefur verið eitt stærsta lið landsins síðustu ár og það er alltaf gaman að klekkja á þeim," sagði Guðmundur. Bjarni: Eigum að spila mun betur„Mjög svekkjandi að ná ekki að hanga á forystunni eftir að hafa náð henni rétt eftir hálfleikinn," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR eftir leikinn. „Keflvíkingar spila mjög þétt til baka, beita skyndisóknum og gera það vel. Þetta er hörku lið með góða gamla jálka sem eru að spila vel í bland við unga spræka stráka." „Við eigum hinsvegar að spila mun betur en hér í kvöld, mér fannst við vera þungir í fyrri hálfleik og svo fáum við tækifæri til að spila boltanum betur í seinni hálfleik en við náum ekki almennilegu spili." KRingar náðu forystunni fljótlega eftir hálfleik með marki frá Emil Atlasyni eftir hornspyrnu frá Bjarna. „Við viljum vera góðir í föstum leikatriðum, hvort sem við erum að verjast eða sækja. Við erum bæði með stóra og sterka menn ásamt því að vera með fjöldan allra af góðum spyrnumönnum í liðinu." Íslandsmeistararnir náðu með þessu þriggja stiga forskoti á FH þrátt fyrir að Hafnfirðingarnir eigi tvo leiki til góða. „Auðvitað setur þetta ákveðna pressu á þá, þeir verða að vinna sína leiki en við verðum að gera betur. Svona leiki höfum við oft náð að klára en það hafðist ekki í dag," sagði Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Keflavíkur og KR í kvöld en leiknum lauk 1-1 í Keflavík. KR náðu forystunni fljótlega eftir hálfleik en Keflvíkingar voru fljótir að svara og náði hvorugt liðið að kreista fram sigur. Gestirnir úr Vesturbænum gátu sett pressu á FH með sigri í kvöld, komist fjórum stigum fram úr þeim þótt FHingar eigi tvo leiki inni. Keflvíkingar gátu hinsvegar lyft sér upp í fjórða sæti með sigri, upp fyrir Eyjamenn sem kepptu í Evrópukeppninni í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað, bæði lið lágu aftur og reyndu að beita skyndisóknum. Bestu færi hálfleiksins féllu í skaut Baldurs Sigurðssonar og Arnórs Ingva Traustasonar, þeir áttu báðir góða skalla sem markmenn liðanna þurftu að hafa mikið fyrir að halda úti. Það sama var upp á teningunum fyrstu mínútur seinni hálfleiks og kom því fyrsta mark leiksins nokkuð óvænt. Emil Atlason stangaði þá inn hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á 56. mínútu en þetta var síðasta framlag hans í leiknum. Það tók Keflvíkingana þó ekki langan tíma að jafna og var þar að verki Guðmundur Steinarsson sem hefur nú skorað 12 mörk gegn KR í deild. Þá átti Arnór Ingvi Traustason skot sem fór af varnarmanni og beint fyrir fætur Guðmunds sem renndi boltanum framhjá Hannesi í marki KR. KR komust nær því að skora á lokamínútunum en Ómar Jóhannsson varði vel frá bæði Þorsteini Má Ragnarssyni og Baldri og lauk leiknum því 1-1. Guðmundur: Líður vel gegn KR„Ef þú lendir undir er auðvitað gott að ná í stig en við lögðum upp með fyrir leikinn að ná í þrjú stig. Ég er bara svekktur að hafa ekki náð að nýta okkur betur spilamennskuna í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur Steinarsson, markaskorari Keflavíkur eftir leikinn. „Mér fannst við vera betri í opnu spili í dag, vorum að fá fleiri opin færi en vorum ekki að ná að nýta okkur það. Þeir voru góðir í föstu leikatriðunum og náðu að nýta sér eitt slíkt." Eftir leikinn færðust Keflvíkingar upp í fjórða sætið, yfir ÍBV sem spiluðu í Evrópukeppninni í kvöld. „Þetta er þéttur pakki og það má lítið út af bregða. Við þurfum núna að ná fleiri stigum, við erum í miðjunni af þriggja leikja heimaleikjarunu og við þurfum að ná í eins mörg stig og við getum til að tryggja stöðu okkar um miðja deild." „Stöðugleikinn er að lagast hjá okkur, við erum ekki með brjálaða reynslu í efstu deild og margir að stíga sín fyrstu skref. Það er eðlilegt að þegar menn eru að stíga sín fyrstu skref þá verði þetta hálfgert jójó en vonandi kemur þetta núna." Guðmundur skoraði í kvöld tólfta mark sitt gegn KR í deildarkeppninni og er hann lang markahæstur andstæðinga KR. Aðspurður sagðist honum finnast gaman að spila gegn þeim. „Við erum aldir upp hérna í Keflavík við að leggja okkur extra mikið undir gegn KR og það þarf lítið til að peppa mann upp fyrir þessa leiki. Mér hefur alltaf liðið vel að spila á móti þeim." „Þessir leikir eru alltaf skemmtilegir, að taka á móti liðum sem eru fyrirfram talin vera stærri liðin kryddar þetta alltaf. KR hefur verið eitt stærsta lið landsins síðustu ár og það er alltaf gaman að klekkja á þeim," sagði Guðmundur. Bjarni: Eigum að spila mun betur„Mjög svekkjandi að ná ekki að hanga á forystunni eftir að hafa náð henni rétt eftir hálfleikinn," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR eftir leikinn. „Keflvíkingar spila mjög þétt til baka, beita skyndisóknum og gera það vel. Þetta er hörku lið með góða gamla jálka sem eru að spila vel í bland við unga spræka stráka." „Við eigum hinsvegar að spila mun betur en hér í kvöld, mér fannst við vera þungir í fyrri hálfleik og svo fáum við tækifæri til að spila boltanum betur í seinni hálfleik en við náum ekki almennilegu spili." KRingar náðu forystunni fljótlega eftir hálfleik með marki frá Emil Atlasyni eftir hornspyrnu frá Bjarna. „Við viljum vera góðir í föstum leikatriðum, hvort sem við erum að verjast eða sækja. Við erum bæði með stóra og sterka menn ásamt því að vera með fjöldan allra af góðum spyrnumönnum í liðinu." Íslandsmeistararnir náðu með þessu þriggja stiga forskoti á FH þrátt fyrir að Hafnfirðingarnir eigi tvo leiki til góða. „Auðvitað setur þetta ákveðna pressu á þá, þeir verða að vinna sína leiki en við verðum að gera betur. Svona leiki höfum við oft náð að klára en það hafðist ekki í dag," sagði Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira