Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 0-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Nettóvellinum skrifar 23. júlí 2012 17:34 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Fylkir vann góðan sigur á Keflavík í miklum rok leik í Keflavík í kvöld 2-0 þar sem mörkin komu síðasta stundarfjórðunginn. Staðan í hálfleik var 0-0 en bæði lið fengu fín færi áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góð færi setti rokið mark sitt á leikinn sem aldrei komst á flug. Fylkir fékk eitt frábært færi í fyrri hálfleik þar sem Björgólfur Takefusa átti að skora en Fylkir var mun sterkari framan af hálfleiknum gegn stífum vindinum. Keflavík sótti í sig veðrið er leið á fyrri hálfleik og fékk einu færin sín í leiknum síðasta stundarfjórðunginn. Arnór Ingvi fékk besta færið auk þess sem Jóhann Birnir skaut í slá af löngu færi sem vindurinn hafði mikil áhrif á því Jóhann var að reyna sendingu inni í teiginn. Keflavík fékk ekkert færi í seinni hálfleik. Fylkir var mun meira með boltann og fékk nokkur fín færi áður en varamaðurinn Jóhann Þórhallsson braut ísinn. Keflavíkingar voru sigraðir við markið og Fylkir bætti við marki í takt í við gang leiksins og vann sanngjarnan og að lokum öruggan sigur þó biðin hafi verið löng eftir fyrsta markinu. Fylkir lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum og er nú með 18 stig en Keflavík féll niður í áttunda sæti þar sem liðið situr enn með 16 stig. Ásmundur: Sanngjarnt heilt yfir„Þetta var leikur þar sem vindurinn ræður ferðinni. Mér finnst við höndla þetta þokkalega gegn vindinum, rúmlega hálfan hálfleikinn. Þá fær Finnur á lúðurinn og er vankaður síðasta korterið og hvort það er það eða Keflvíkingar bættu í þá fengu þeir mikið af færum undir lokin en það sem ég er ánægður með er að menn fórnuðu sér virkilega og stigu upp," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum að halda hreinu fram að hálfleik og þá bauð seinni hálfleikurinn upp á okkar tækifæri. Við vorum yfir á öllum sviðum í seinni hálfleik og þetta var sanngjarn sigur heilt yfir. „Mér fannst þeir ekki vera líklegir að koma til baka eftir að við komumst yfir og mér fannst við vera traustir varnarlega þó það væri svolítið um hræringar í varnarleiknum. Menn héldu haus og ég er gríðarlega ánægður með strákana. Zoran: Meiri barátta og gleði hjá þeim„Það eru mikil vonbrigði að tapa heima. Við vorum að spila vel í síðustu leikjum og náum fínum úrslitum en í kvöld vantar allt hjá okkur. Við byrjum illa og vorum ekki með fyrr en þeir fá dauðafæri. Við vöknum þá til lífsins síðustu tíu fimmtán mínútur hálfleiksins og gátum skorað tvö, þrjú mörk en því miður gerðum við ekkert,“ sagði Zoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflavíkur vonsvikinn að leiknum loknum. „Það var miklu meiri barátta og gleði í þeirra liði. Það vantaði allan vilja og baráttu í okkar leik í kvöld. Í seinni hálfleik voru þeir miklu tilbúnari og unnu næstum því alla bolta. Við vorum alltaf á eftir þeim og ekkert spil gekk. Sérstaklega á miðjunni,“ sagði Zoran sem vildi lítið tjá sig um hvað væri í deiglunni hjá Keflavík nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn. „Ég held að við þurfum að styrkja liðið með einum til tveimur leikmönnum en það gekk vel þegar við vorum ekki með marga meidda leikmenn en við söknuðum Gregor Mohar miðvarðar okkar sem hefur verið mjög góður sem meiddist í síðasta leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Fylkir vann góðan sigur á Keflavík í miklum rok leik í Keflavík í kvöld 2-0 þar sem mörkin komu síðasta stundarfjórðunginn. Staðan í hálfleik var 0-0 en bæði lið fengu fín færi áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góð færi setti rokið mark sitt á leikinn sem aldrei komst á flug. Fylkir fékk eitt frábært færi í fyrri hálfleik þar sem Björgólfur Takefusa átti að skora en Fylkir var mun sterkari framan af hálfleiknum gegn stífum vindinum. Keflavík sótti í sig veðrið er leið á fyrri hálfleik og fékk einu færin sín í leiknum síðasta stundarfjórðunginn. Arnór Ingvi fékk besta færið auk þess sem Jóhann Birnir skaut í slá af löngu færi sem vindurinn hafði mikil áhrif á því Jóhann var að reyna sendingu inni í teiginn. Keflavík fékk ekkert færi í seinni hálfleik. Fylkir var mun meira með boltann og fékk nokkur fín færi áður en varamaðurinn Jóhann Þórhallsson braut ísinn. Keflavíkingar voru sigraðir við markið og Fylkir bætti við marki í takt í við gang leiksins og vann sanngjarnan og að lokum öruggan sigur þó biðin hafi verið löng eftir fyrsta markinu. Fylkir lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum og er nú með 18 stig en Keflavík féll niður í áttunda sæti þar sem liðið situr enn með 16 stig. Ásmundur: Sanngjarnt heilt yfir„Þetta var leikur þar sem vindurinn ræður ferðinni. Mér finnst við höndla þetta þokkalega gegn vindinum, rúmlega hálfan hálfleikinn. Þá fær Finnur á lúðurinn og er vankaður síðasta korterið og hvort það er það eða Keflvíkingar bættu í þá fengu þeir mikið af færum undir lokin en það sem ég er ánægður með er að menn fórnuðu sér virkilega og stigu upp," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum að halda hreinu fram að hálfleik og þá bauð seinni hálfleikurinn upp á okkar tækifæri. Við vorum yfir á öllum sviðum í seinni hálfleik og þetta var sanngjarn sigur heilt yfir. „Mér fannst þeir ekki vera líklegir að koma til baka eftir að við komumst yfir og mér fannst við vera traustir varnarlega þó það væri svolítið um hræringar í varnarleiknum. Menn héldu haus og ég er gríðarlega ánægður með strákana. Zoran: Meiri barátta og gleði hjá þeim„Það eru mikil vonbrigði að tapa heima. Við vorum að spila vel í síðustu leikjum og náum fínum úrslitum en í kvöld vantar allt hjá okkur. Við byrjum illa og vorum ekki með fyrr en þeir fá dauðafæri. Við vöknum þá til lífsins síðustu tíu fimmtán mínútur hálfleiksins og gátum skorað tvö, þrjú mörk en því miður gerðum við ekkert,“ sagði Zoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflavíkur vonsvikinn að leiknum loknum. „Það var miklu meiri barátta og gleði í þeirra liði. Það vantaði allan vilja og baráttu í okkar leik í kvöld. Í seinni hálfleik voru þeir miklu tilbúnari og unnu næstum því alla bolta. Við vorum alltaf á eftir þeim og ekkert spil gekk. Sérstaklega á miðjunni,“ sagði Zoran sem vildi lítið tjá sig um hvað væri í deiglunni hjá Keflavík nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn. „Ég held að við þurfum að styrkja liðið með einum til tveimur leikmönnum en það gekk vel þegar við vorum ekki með marga meidda leikmenn en við söknuðum Gregor Mohar miðvarðar okkar sem hefur verið mjög góður sem meiddist í síðasta leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira