Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 0-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Nettóvellinum skrifar 23. júlí 2012 17:34 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Fylkir vann góðan sigur á Keflavík í miklum rok leik í Keflavík í kvöld 2-0 þar sem mörkin komu síðasta stundarfjórðunginn. Staðan í hálfleik var 0-0 en bæði lið fengu fín færi áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góð færi setti rokið mark sitt á leikinn sem aldrei komst á flug. Fylkir fékk eitt frábært færi í fyrri hálfleik þar sem Björgólfur Takefusa átti að skora en Fylkir var mun sterkari framan af hálfleiknum gegn stífum vindinum. Keflavík sótti í sig veðrið er leið á fyrri hálfleik og fékk einu færin sín í leiknum síðasta stundarfjórðunginn. Arnór Ingvi fékk besta færið auk þess sem Jóhann Birnir skaut í slá af löngu færi sem vindurinn hafði mikil áhrif á því Jóhann var að reyna sendingu inni í teiginn. Keflavík fékk ekkert færi í seinni hálfleik. Fylkir var mun meira með boltann og fékk nokkur fín færi áður en varamaðurinn Jóhann Þórhallsson braut ísinn. Keflavíkingar voru sigraðir við markið og Fylkir bætti við marki í takt í við gang leiksins og vann sanngjarnan og að lokum öruggan sigur þó biðin hafi verið löng eftir fyrsta markinu. Fylkir lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum og er nú með 18 stig en Keflavík féll niður í áttunda sæti þar sem liðið situr enn með 16 stig. Ásmundur: Sanngjarnt heilt yfir„Þetta var leikur þar sem vindurinn ræður ferðinni. Mér finnst við höndla þetta þokkalega gegn vindinum, rúmlega hálfan hálfleikinn. Þá fær Finnur á lúðurinn og er vankaður síðasta korterið og hvort það er það eða Keflvíkingar bættu í þá fengu þeir mikið af færum undir lokin en það sem ég er ánægður með er að menn fórnuðu sér virkilega og stigu upp," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum að halda hreinu fram að hálfleik og þá bauð seinni hálfleikurinn upp á okkar tækifæri. Við vorum yfir á öllum sviðum í seinni hálfleik og þetta var sanngjarn sigur heilt yfir. „Mér fannst þeir ekki vera líklegir að koma til baka eftir að við komumst yfir og mér fannst við vera traustir varnarlega þó það væri svolítið um hræringar í varnarleiknum. Menn héldu haus og ég er gríðarlega ánægður með strákana. Zoran: Meiri barátta og gleði hjá þeim„Það eru mikil vonbrigði að tapa heima. Við vorum að spila vel í síðustu leikjum og náum fínum úrslitum en í kvöld vantar allt hjá okkur. Við byrjum illa og vorum ekki með fyrr en þeir fá dauðafæri. Við vöknum þá til lífsins síðustu tíu fimmtán mínútur hálfleiksins og gátum skorað tvö, þrjú mörk en því miður gerðum við ekkert,“ sagði Zoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflavíkur vonsvikinn að leiknum loknum. „Það var miklu meiri barátta og gleði í þeirra liði. Það vantaði allan vilja og baráttu í okkar leik í kvöld. Í seinni hálfleik voru þeir miklu tilbúnari og unnu næstum því alla bolta. Við vorum alltaf á eftir þeim og ekkert spil gekk. Sérstaklega á miðjunni,“ sagði Zoran sem vildi lítið tjá sig um hvað væri í deiglunni hjá Keflavík nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn. „Ég held að við þurfum að styrkja liðið með einum til tveimur leikmönnum en það gekk vel þegar við vorum ekki með marga meidda leikmenn en við söknuðum Gregor Mohar miðvarðar okkar sem hefur verið mjög góður sem meiddist í síðasta leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Fylkir vann góðan sigur á Keflavík í miklum rok leik í Keflavík í kvöld 2-0 þar sem mörkin komu síðasta stundarfjórðunginn. Staðan í hálfleik var 0-0 en bæði lið fengu fín færi áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góð færi setti rokið mark sitt á leikinn sem aldrei komst á flug. Fylkir fékk eitt frábært færi í fyrri hálfleik þar sem Björgólfur Takefusa átti að skora en Fylkir var mun sterkari framan af hálfleiknum gegn stífum vindinum. Keflavík sótti í sig veðrið er leið á fyrri hálfleik og fékk einu færin sín í leiknum síðasta stundarfjórðunginn. Arnór Ingvi fékk besta færið auk þess sem Jóhann Birnir skaut í slá af löngu færi sem vindurinn hafði mikil áhrif á því Jóhann var að reyna sendingu inni í teiginn. Keflavík fékk ekkert færi í seinni hálfleik. Fylkir var mun meira með boltann og fékk nokkur fín færi áður en varamaðurinn Jóhann Þórhallsson braut ísinn. Keflavíkingar voru sigraðir við markið og Fylkir bætti við marki í takt í við gang leiksins og vann sanngjarnan og að lokum öruggan sigur þó biðin hafi verið löng eftir fyrsta markinu. Fylkir lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum og er nú með 18 stig en Keflavík féll niður í áttunda sæti þar sem liðið situr enn með 16 stig. Ásmundur: Sanngjarnt heilt yfir„Þetta var leikur þar sem vindurinn ræður ferðinni. Mér finnst við höndla þetta þokkalega gegn vindinum, rúmlega hálfan hálfleikinn. Þá fær Finnur á lúðurinn og er vankaður síðasta korterið og hvort það er það eða Keflvíkingar bættu í þá fengu þeir mikið af færum undir lokin en það sem ég er ánægður með er að menn fórnuðu sér virkilega og stigu upp," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum að halda hreinu fram að hálfleik og þá bauð seinni hálfleikurinn upp á okkar tækifæri. Við vorum yfir á öllum sviðum í seinni hálfleik og þetta var sanngjarn sigur heilt yfir. „Mér fannst þeir ekki vera líklegir að koma til baka eftir að við komumst yfir og mér fannst við vera traustir varnarlega þó það væri svolítið um hræringar í varnarleiknum. Menn héldu haus og ég er gríðarlega ánægður með strákana. Zoran: Meiri barátta og gleði hjá þeim„Það eru mikil vonbrigði að tapa heima. Við vorum að spila vel í síðustu leikjum og náum fínum úrslitum en í kvöld vantar allt hjá okkur. Við byrjum illa og vorum ekki með fyrr en þeir fá dauðafæri. Við vöknum þá til lífsins síðustu tíu fimmtán mínútur hálfleiksins og gátum skorað tvö, þrjú mörk en því miður gerðum við ekkert,“ sagði Zoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflavíkur vonsvikinn að leiknum loknum. „Það var miklu meiri barátta og gleði í þeirra liði. Það vantaði allan vilja og baráttu í okkar leik í kvöld. Í seinni hálfleik voru þeir miklu tilbúnari og unnu næstum því alla bolta. Við vorum alltaf á eftir þeim og ekkert spil gekk. Sérstaklega á miðjunni,“ sagði Zoran sem vildi lítið tjá sig um hvað væri í deiglunni hjá Keflavík nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn. „Ég held að við þurfum að styrkja liðið með einum til tveimur leikmönnum en það gekk vel þegar við vorum ekki með marga meidda leikmenn en við söknuðum Gregor Mohar miðvarðar okkar sem hefur verið mjög góður sem meiddist í síðasta leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira