Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 0-1 Guðmundur Tómas á Hásteinsvelli skrifar 20. ágúst 2012 17:15 Guðmundur Steinarsson. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Keflvíkingar urðu í kvöld fyrstir til þess að vinna Eyjamenn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni í sumar en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark leiksins eftir ellefu mínútna leik. Keflvíkingar léku manni færri síðustu tíu mínútu leiksins eftir að Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald. Magnús Gylfason fækkaði í vörninni en Eyjamönnum tókst ekki að skora þrátt fyrir mikla pressu. Eyjamenn voru búnir að vinna fimm heimasigra í röð í Pepsi-deildinni fyrir leikinn og alls búið að ná í 17 af 21 stigi í boði á Hásteinsvellinum á þessu tímabili. Keflvíkingar léku án lykilmannanna Arnórs Ingva Traustasonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar í leiknum en eins og oft áður í sumar er Keflavíkurliðið afar öflugt á útivöllum. Þetta var fimmti útisigur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurmark Guðmundar Steinarssonar var skondið og mjög óvænt. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast beint á kollinn á Guðmundi sem skallaði boltann aftur fyrir sig og í fallegum boga yfir Abel í markinu. Magnús Gylfa: Þeir pökkuðu bara í vörn„Mér fannst við hanga of mikið á boltanum, sækja sömu megin. Þetta gekk ekki eins og vanalega hjá okkur, auðvitað voru aðstæður erfiðar. Ég hefði viljað sjá boltann ganga hraðar, skipta meira um kanta og svo sá ég ekki almennilega hvernig markið atvikaðist," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leik gegn Keflvíkingum á Hásteinsvelli í kvöld. „Þeir pökkuðu bara í vörn sem er eðlilegt. Við reyndum hvað við gátum, hentum mönnum fram og reyndum að breyta til en það tekst ekki alltaf," sagði Magnús aðspurður að því hvað betur hefði mátt fara. „Hugsanlega voru þeir að flýta sér of mikið og stundum ekki að flýta sér nógu mikið. Við gerðum ekki nógu vel í dag til að skora mörk, ég hef verið ánægður með mitt lið í sumar. Við verðum bara að laga þetta fyrir næsta leik," sagði Magnús í leikslok. Ómar: Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum„Miðað við baráttuna sem að við sýndum þá finnst mér þetta vera sanngjörn úrslit. Þeir voru betri með boltann og áttu fleiri færi, en þegar þú berst svona mikið og hendir þér fyrir hvern einasta bolta þá áttu alltaf eitthvað skilið," sagði Ómar eftir leik. „Mér finnst spjöldin vera fullmörg, miðað við að þetta voru nú ekki það gróf brot. Ég var svolítið stressaður um að markið myndi detta inn hjá Eyjamönnum, en með þessa baráttu lítur þetta alltaf ágætlega út, andinn var bara svo góður," sagði Ómar spurður út í spjöldin og hvort hann hafi orðið stressaður í lokin. „Hann hlýtur að fá Pepsi eftir þennan leik, hann var frábær, stórkostlegur," sagði Ómar um Árna varamarkmann Keflvíkinga sem stóð sig frábærlega í leiknum. „Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum, hann rak puttann í augað á mér í morgun þegar ég var að taka hann til í leikskólann. Mér var svolítið illt, en svo versnaði þetta og þurfti að fá einhverja dropa, það kom ekkert annað til greina en að Árni myndi koma inn á," sagði Ómar, spurður út í meiðslin sem hann hlaut í morgun, þegar hann var að taka krakkann sinn til í skólann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Keflvíkingar urðu í kvöld fyrstir til þess að vinna Eyjamenn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni í sumar en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark leiksins eftir ellefu mínútna leik. Keflvíkingar léku manni færri síðustu tíu mínútu leiksins eftir að Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald. Magnús Gylfason fækkaði í vörninni en Eyjamönnum tókst ekki að skora þrátt fyrir mikla pressu. Eyjamenn voru búnir að vinna fimm heimasigra í röð í Pepsi-deildinni fyrir leikinn og alls búið að ná í 17 af 21 stigi í boði á Hásteinsvellinum á þessu tímabili. Keflvíkingar léku án lykilmannanna Arnórs Ingva Traustasonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar í leiknum en eins og oft áður í sumar er Keflavíkurliðið afar öflugt á útivöllum. Þetta var fimmti útisigur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurmark Guðmundar Steinarssonar var skondið og mjög óvænt. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast beint á kollinn á Guðmundi sem skallaði boltann aftur fyrir sig og í fallegum boga yfir Abel í markinu. Magnús Gylfa: Þeir pökkuðu bara í vörn„Mér fannst við hanga of mikið á boltanum, sækja sömu megin. Þetta gekk ekki eins og vanalega hjá okkur, auðvitað voru aðstæður erfiðar. Ég hefði viljað sjá boltann ganga hraðar, skipta meira um kanta og svo sá ég ekki almennilega hvernig markið atvikaðist," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leik gegn Keflvíkingum á Hásteinsvelli í kvöld. „Þeir pökkuðu bara í vörn sem er eðlilegt. Við reyndum hvað við gátum, hentum mönnum fram og reyndum að breyta til en það tekst ekki alltaf," sagði Magnús aðspurður að því hvað betur hefði mátt fara. „Hugsanlega voru þeir að flýta sér of mikið og stundum ekki að flýta sér nógu mikið. Við gerðum ekki nógu vel í dag til að skora mörk, ég hef verið ánægður með mitt lið í sumar. Við verðum bara að laga þetta fyrir næsta leik," sagði Magnús í leikslok. Ómar: Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum„Miðað við baráttuna sem að við sýndum þá finnst mér þetta vera sanngjörn úrslit. Þeir voru betri með boltann og áttu fleiri færi, en þegar þú berst svona mikið og hendir þér fyrir hvern einasta bolta þá áttu alltaf eitthvað skilið," sagði Ómar eftir leik. „Mér finnst spjöldin vera fullmörg, miðað við að þetta voru nú ekki það gróf brot. Ég var svolítið stressaður um að markið myndi detta inn hjá Eyjamönnum, en með þessa baráttu lítur þetta alltaf ágætlega út, andinn var bara svo góður," sagði Ómar spurður út í spjöldin og hvort hann hafi orðið stressaður í lokin. „Hann hlýtur að fá Pepsi eftir þennan leik, hann var frábær, stórkostlegur," sagði Ómar um Árna varamarkmann Keflvíkinga sem stóð sig frábærlega í leiknum. „Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum, hann rak puttann í augað á mér í morgun þegar ég var að taka hann til í leikskólann. Mér var svolítið illt, en svo versnaði þetta og þurfti að fá einhverja dropa, það kom ekkert annað til greina en að Árni myndi koma inn á," sagði Ómar, spurður út í meiðslin sem hann hlaut í morgun, þegar hann var að taka krakkann sinn til í skólann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira