Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 0-1 Guðmundur Tómas á Hásteinsvelli skrifar 20. ágúst 2012 17:15 Guðmundur Steinarsson. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Keflvíkingar urðu í kvöld fyrstir til þess að vinna Eyjamenn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni í sumar en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark leiksins eftir ellefu mínútna leik. Keflvíkingar léku manni færri síðustu tíu mínútu leiksins eftir að Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald. Magnús Gylfason fækkaði í vörninni en Eyjamönnum tókst ekki að skora þrátt fyrir mikla pressu. Eyjamenn voru búnir að vinna fimm heimasigra í röð í Pepsi-deildinni fyrir leikinn og alls búið að ná í 17 af 21 stigi í boði á Hásteinsvellinum á þessu tímabili. Keflvíkingar léku án lykilmannanna Arnórs Ingva Traustasonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar í leiknum en eins og oft áður í sumar er Keflavíkurliðið afar öflugt á útivöllum. Þetta var fimmti útisigur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurmark Guðmundar Steinarssonar var skondið og mjög óvænt. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast beint á kollinn á Guðmundi sem skallaði boltann aftur fyrir sig og í fallegum boga yfir Abel í markinu. Magnús Gylfa: Þeir pökkuðu bara í vörn„Mér fannst við hanga of mikið á boltanum, sækja sömu megin. Þetta gekk ekki eins og vanalega hjá okkur, auðvitað voru aðstæður erfiðar. Ég hefði viljað sjá boltann ganga hraðar, skipta meira um kanta og svo sá ég ekki almennilega hvernig markið atvikaðist," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leik gegn Keflvíkingum á Hásteinsvelli í kvöld. „Þeir pökkuðu bara í vörn sem er eðlilegt. Við reyndum hvað við gátum, hentum mönnum fram og reyndum að breyta til en það tekst ekki alltaf," sagði Magnús aðspurður að því hvað betur hefði mátt fara. „Hugsanlega voru þeir að flýta sér of mikið og stundum ekki að flýta sér nógu mikið. Við gerðum ekki nógu vel í dag til að skora mörk, ég hef verið ánægður með mitt lið í sumar. Við verðum bara að laga þetta fyrir næsta leik," sagði Magnús í leikslok. Ómar: Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum„Miðað við baráttuna sem að við sýndum þá finnst mér þetta vera sanngjörn úrslit. Þeir voru betri með boltann og áttu fleiri færi, en þegar þú berst svona mikið og hendir þér fyrir hvern einasta bolta þá áttu alltaf eitthvað skilið," sagði Ómar eftir leik. „Mér finnst spjöldin vera fullmörg, miðað við að þetta voru nú ekki það gróf brot. Ég var svolítið stressaður um að markið myndi detta inn hjá Eyjamönnum, en með þessa baráttu lítur þetta alltaf ágætlega út, andinn var bara svo góður," sagði Ómar spurður út í spjöldin og hvort hann hafi orðið stressaður í lokin. „Hann hlýtur að fá Pepsi eftir þennan leik, hann var frábær, stórkostlegur," sagði Ómar um Árna varamarkmann Keflvíkinga sem stóð sig frábærlega í leiknum. „Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum, hann rak puttann í augað á mér í morgun þegar ég var að taka hann til í leikskólann. Mér var svolítið illt, en svo versnaði þetta og þurfti að fá einhverja dropa, það kom ekkert annað til greina en að Árni myndi koma inn á," sagði Ómar, spurður út í meiðslin sem hann hlaut í morgun, þegar hann var að taka krakkann sinn til í skólann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Keflvíkingar urðu í kvöld fyrstir til þess að vinna Eyjamenn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni í sumar en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark leiksins eftir ellefu mínútna leik. Keflvíkingar léku manni færri síðustu tíu mínútu leiksins eftir að Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald. Magnús Gylfason fækkaði í vörninni en Eyjamönnum tókst ekki að skora þrátt fyrir mikla pressu. Eyjamenn voru búnir að vinna fimm heimasigra í röð í Pepsi-deildinni fyrir leikinn og alls búið að ná í 17 af 21 stigi í boði á Hásteinsvellinum á þessu tímabili. Keflvíkingar léku án lykilmannanna Arnórs Ingva Traustasonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar í leiknum en eins og oft áður í sumar er Keflavíkurliðið afar öflugt á útivöllum. Þetta var fimmti útisigur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurmark Guðmundar Steinarssonar var skondið og mjög óvænt. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast beint á kollinn á Guðmundi sem skallaði boltann aftur fyrir sig og í fallegum boga yfir Abel í markinu. Magnús Gylfa: Þeir pökkuðu bara í vörn„Mér fannst við hanga of mikið á boltanum, sækja sömu megin. Þetta gekk ekki eins og vanalega hjá okkur, auðvitað voru aðstæður erfiðar. Ég hefði viljað sjá boltann ganga hraðar, skipta meira um kanta og svo sá ég ekki almennilega hvernig markið atvikaðist," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leik gegn Keflvíkingum á Hásteinsvelli í kvöld. „Þeir pökkuðu bara í vörn sem er eðlilegt. Við reyndum hvað við gátum, hentum mönnum fram og reyndum að breyta til en það tekst ekki alltaf," sagði Magnús aðspurður að því hvað betur hefði mátt fara. „Hugsanlega voru þeir að flýta sér of mikið og stundum ekki að flýta sér nógu mikið. Við gerðum ekki nógu vel í dag til að skora mörk, ég hef verið ánægður með mitt lið í sumar. Við verðum bara að laga þetta fyrir næsta leik," sagði Magnús í leikslok. Ómar: Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum„Miðað við baráttuna sem að við sýndum þá finnst mér þetta vera sanngjörn úrslit. Þeir voru betri með boltann og áttu fleiri færi, en þegar þú berst svona mikið og hendir þér fyrir hvern einasta bolta þá áttu alltaf eitthvað skilið," sagði Ómar eftir leik. „Mér finnst spjöldin vera fullmörg, miðað við að þetta voru nú ekki það gróf brot. Ég var svolítið stressaður um að markið myndi detta inn hjá Eyjamönnum, en með þessa baráttu lítur þetta alltaf ágætlega út, andinn var bara svo góður," sagði Ómar spurður út í spjöldin og hvort hann hafi orðið stressaður í lokin. „Hann hlýtur að fá Pepsi eftir þennan leik, hann var frábær, stórkostlegur," sagði Ómar um Árna varamarkmann Keflvíkinga sem stóð sig frábærlega í leiknum. „Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum, hann rak puttann í augað á mér í morgun þegar ég var að taka hann til í leikskólann. Mér var svolítið illt, en svo versnaði þetta og þurfti að fá einhverja dropa, það kom ekkert annað til greina en að Árni myndi koma inn á," sagði Ómar, spurður út í meiðslin sem hann hlaut í morgun, þegar hann var að taka krakkann sinn til í skólann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira