Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík 0-4 Keflavík Stefán Hirst Friðriksson á Grindavíkurvelli skrifar 10. maí 2012 18:15 Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur. mynd/daníel Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar. Bæði lið fóru rólega af stað í leiknum en gestirnir úr Keflavík tóku fljótt við sér og náðu snemma fullri stjórn á leiknum. Miðjumaðurinn, Frans Elvarsson, kom Keflavík yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum með skoti fyrir utan vítateig sem fór undir Óskar Pétursson, markvörð Grindavíkur. Frans bætti svo við öðru marki korteri seinna en hann lagði boltann snyrtilega undir Óskar í markinu eftir góða stungusendingu Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar voru ekki hættir því að fjórum mínútum síðar átti Hilmar Geir Eiðsson góða fyrirgjöf sem lenti beint fyrir fætur Arnórs Ingva Traustasonar sem lét sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegar hálfleikstölur í Grindavík. Ef einhver von var fyrir Grindavík að koma til baka í leiknum var hún endanlega úti í byrjun síðari hálfleiksins. Einar Orri Einarsson skoraði þá gott skallamark, Keflvíkingar komnir fjórum mörkum yfir og leikurinn búinn. Það fjaraði tiltölulega mikið undan leiknum eftir markið enda sigur Keflavík í höfn. Síðari hálfleikurinn var því í rauninni tilþrifalítill og sigldi Keflavík að lokum öruggum 4-0 sigri í hús. Keflvíkingar voru virkilega öflugir í leiknum og geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni. Þeir sundurspiluðu heimamenn í leiknum og stærð sigursins var sanngjarn. Það verður að setja stórt spurningamerki við framgöngu Grindavíkur í leiknum en þeir mættu hreinlega ekki til leiks hér í kvöld. Hrikaleg frammistaða og stórundarleg eftir hetjulega baráttu í síðustu umferð gegn FH-ingum. Zoran: Bara búnir að vinna einn leik„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með þrjú stig hérna í dag. Við spilum virkilega vel í kvöld. Við vorum þolinmóðir á boltann og vorum að skapa okkur fullt af færum," sagði Zoran. „Það var miklu meiri vilji í okkur í leiknum og ætluðum við að bæta fyrir frammistöðu síðasta leiks, sem við klúðruðum. Ég er virkilega ánægður með frammistöðu leikmanna, en þeir voru að leggja sig 100% fram. „Við erum ánægðir með okkar byrjun í mótinu. Það er gott að vera komnir með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum en við megum ekki slaka á. Við erum bara búnir að vinna einn leik af tuttugu og tveimur og verðum við að einbeita okkur að næsta leik," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavík, sáttur í leikslok. Guðjón: Menn eru bara að tipla um„Við vorum bara mjög slakir. Keflvíkingarnir vildu þetta mun meira í öllu sem við kom leiknum. Þeir voru miklu grimmari og vorum við í rauninni bara skugginn af sjálfum okkur frá síðasta leik. Við vorum flatfóta og flatir í vörninni. Við vorum virkilega daprir í allt kvöld," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera huglægt mikið frekar en líkamlegt. Menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig gegn FH þar sem þeir hræddust leikinn. Svo komum við hingað á heimavöll og menn eru bara að tipla um. Keflvíkingarnir voru mjög fastir fyrir og grimmir í leiknum og svörum við þeim aldrei. Það er mjög alvarlegt að menn séu ekki tilbúnir að mæta almennilega til leiks í svona leik. Ef þetta er það sem menn ætla að bjóða upp á á heimavelli þá er staðan hjá okkur slæm," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Frans: Kemur meira frá mér í sumar„Það er mjög skemmtilegt og sérstakt að vinna Grindvík. Þetta var betra en ég bjóst við. Við bjuggumst við þéttum varnarleik þeirra en þetta var allt auðveldara en við bjuggumst við," sagði Frans. Frans skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins. Hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Ég var nokkuð sáttur með með mína frammistöðu. Ég er ánægður að skora tvö mörk en ég veit að ég get meira. Það kemur meira frá mér í sumar," sagði Frans Elvarsson, leikmaður Keflavík að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar. Bæði lið fóru rólega af stað í leiknum en gestirnir úr Keflavík tóku fljótt við sér og náðu snemma fullri stjórn á leiknum. Miðjumaðurinn, Frans Elvarsson, kom Keflavík yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum með skoti fyrir utan vítateig sem fór undir Óskar Pétursson, markvörð Grindavíkur. Frans bætti svo við öðru marki korteri seinna en hann lagði boltann snyrtilega undir Óskar í markinu eftir góða stungusendingu Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar voru ekki hættir því að fjórum mínútum síðar átti Hilmar Geir Eiðsson góða fyrirgjöf sem lenti beint fyrir fætur Arnórs Ingva Traustasonar sem lét sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegar hálfleikstölur í Grindavík. Ef einhver von var fyrir Grindavík að koma til baka í leiknum var hún endanlega úti í byrjun síðari hálfleiksins. Einar Orri Einarsson skoraði þá gott skallamark, Keflvíkingar komnir fjórum mörkum yfir og leikurinn búinn. Það fjaraði tiltölulega mikið undan leiknum eftir markið enda sigur Keflavík í höfn. Síðari hálfleikurinn var því í rauninni tilþrifalítill og sigldi Keflavík að lokum öruggum 4-0 sigri í hús. Keflvíkingar voru virkilega öflugir í leiknum og geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni. Þeir sundurspiluðu heimamenn í leiknum og stærð sigursins var sanngjarn. Það verður að setja stórt spurningamerki við framgöngu Grindavíkur í leiknum en þeir mættu hreinlega ekki til leiks hér í kvöld. Hrikaleg frammistaða og stórundarleg eftir hetjulega baráttu í síðustu umferð gegn FH-ingum. Zoran: Bara búnir að vinna einn leik„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með þrjú stig hérna í dag. Við spilum virkilega vel í kvöld. Við vorum þolinmóðir á boltann og vorum að skapa okkur fullt af færum," sagði Zoran. „Það var miklu meiri vilji í okkur í leiknum og ætluðum við að bæta fyrir frammistöðu síðasta leiks, sem við klúðruðum. Ég er virkilega ánægður með frammistöðu leikmanna, en þeir voru að leggja sig 100% fram. „Við erum ánægðir með okkar byrjun í mótinu. Það er gott að vera komnir með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum en við megum ekki slaka á. Við erum bara búnir að vinna einn leik af tuttugu og tveimur og verðum við að einbeita okkur að næsta leik," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavík, sáttur í leikslok. Guðjón: Menn eru bara að tipla um„Við vorum bara mjög slakir. Keflvíkingarnir vildu þetta mun meira í öllu sem við kom leiknum. Þeir voru miklu grimmari og vorum við í rauninni bara skugginn af sjálfum okkur frá síðasta leik. Við vorum flatfóta og flatir í vörninni. Við vorum virkilega daprir í allt kvöld," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera huglægt mikið frekar en líkamlegt. Menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig gegn FH þar sem þeir hræddust leikinn. Svo komum við hingað á heimavöll og menn eru bara að tipla um. Keflvíkingarnir voru mjög fastir fyrir og grimmir í leiknum og svörum við þeim aldrei. Það er mjög alvarlegt að menn séu ekki tilbúnir að mæta almennilega til leiks í svona leik. Ef þetta er það sem menn ætla að bjóða upp á á heimavelli þá er staðan hjá okkur slæm," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Frans: Kemur meira frá mér í sumar„Það er mjög skemmtilegt og sérstakt að vinna Grindvík. Þetta var betra en ég bjóst við. Við bjuggumst við þéttum varnarleik þeirra en þetta var allt auðveldara en við bjuggumst við," sagði Frans. Frans skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins. Hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Ég var nokkuð sáttur með með mína frammistöðu. Ég er ánægður að skora tvö mörk en ég veit að ég get meira. Það kemur meira frá mér í sumar," sagði Frans Elvarsson, leikmaður Keflavík að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira