Innlent

Umfangsmiklar framkvæmdir

Ein þeirra tillagna sem settar eru fram gerir ráð fyrir útsýnissvölum þar sem allt að 100 gestir geti í einu virt hellinn fyrir sér. Um hugmynd er að ræða og hönnun mannvirkja í gígnum liggur ekki fyrir.mynd/vsó
Ein þeirra tillagna sem settar eru fram gerir ráð fyrir útsýnissvölum þar sem allt að 100 gestir geti í einu virt hellinn fyrir sér. Um hugmynd er að ræða og hönnun mannvirkja í gígnum liggur ekki fyrir.mynd/vsó
Verði af framkvæmdum mun verða lagður 2,7 kílómetra vegur frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum að Þríhnúkum. Þar verður komið fyrir bílastæði og 1.500 fermetra þjónustubyggingu neðanjarðar. Frá henni verða 300 metra löng jarðgöng boruð inn að gíghvelfingunni. Við enda hennar verður komið fyrir útsýnissvölum þar sem hægt er að virða hvelfinguna fyrir sér. Þá er gert ráð fyrir þeim valkosti að hringstigi liggi frá svölunum að botni gígsins. Rétt er að ítreka að öll framkvæmdin er enn á hugmyndastigi.

Björn Ólafsson segir að ef af framkvæmdinni verður muni uppbyggingin verða í áföngum. Ekki verði reist 1.500 fermetra hús í upphafi, heldur sé það sú stærð sem farið verði í á endanum, ef allt gangi vel. „Það er eðli þessarar vinnu að leggja fram áætlanir miðað við það sem mest getur orðið.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×