Fótbolti

Umboðsmaður Zlatans: Michel Platini er mafíuforingi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini.
Michel Platini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic, líkti starfsemi UEFA og FIFA við mafíuna og kallaði Michel Platini, forseta UEFA, mafíuforingja í viðtali við sænska blaðið Expressen.

Mino Raiola segir að Zlatan Ibrahimovic ætti að vera löngu búinn að vinna Gullboltann og ef að hann vinni hann ekki núna þá sé það sönnun á spillingu innan alþjóðlegu knattspyrnuforystunnar.

„FIFA og UEFA eru sami skíturinn. Ef Zlatan vinnur ekki Gullboltann núna þá sýnir það fram á það að þessi verðlaun eru pólitísk og spillt. Ef við eigum að geta tekið þessi verðlaun alvarlega þá á besti leikmaðurinn að vinna. Zlatan er búinn að vera besti leikmaðurinn í mörg ár," sagði Mino Raiola algjörlega hlutlaus.

„Þessi samtök eru ekki gegnsæ og það er hægt að bera þau saman við mafíustarfsemi. Ef sænska ríkisstjórnin hegðaði sér svona þá yrði uppreisn í landinu," sagði Mino Raiola.

„Michel Platini er ekki vinur Mino Raiola. Michel Platini er mafíuforingi og hann hefur aldrei gert neitt að viti fyrir fótboltann. Ef hann hefði eitthvað hugrekki þá myndi hann breyta UEFA," sagði Mino Raiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×