SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:00

Tímamót á bankamarkađi

VIĐSKIPTI

Umbođsmađur Torres: Međ tilbođ sem myndi gera hann ađ launahćsta leikmanni heims

 
Fótbolti
10:00 22. JANÚAR 2016
Fernando Torres.
Fernando Torres. VÍSIR/GETTY

Fernando Torres hefur ekki skorað í 18 leikjum í röð með Atletico Madrid og biðin eftir hundraðasta markinu fyrir félagið ætlar engan enda taka.

Það er engu að síður gorgeir í umboðsmanni kappans sem er að leita upp næsta samning hins 31 árs gamla Fernando Torres.

„Hann er með átta tilboð í augnablikinu um að spila með öðru félagi á næsta tímabili," sagði José Antonio Martin Peton í viðtali við spænska blaðið Marca.

Fernando Torres er eins og er í eigu AC Milan en hann er í láni hjá Atletico Madrid. Hann verður hinsvegar samningslaus í sumar.

Torres hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá Atletico Madrid sem er hans æskufélag og þar sem hann sló í gegn áður en Liverpool fékk hann 2007.

„Fernando og [Diego] Simeone, þjálfari Atletico Madrid þurfa að setjast niður og ræða framtíðina. Hann hefur tilboð á borðinu sem myndi gera hann að launahæsta fótboltamann heims," sagði umboðsmaðurinn hans José Antonio Martin Peton.

„Tilboðin kom frá Kína og öðrum stöðum út um allan heim," sagði Peton.

Ef Torres á að verða launahæsti fótboltamaður heims þá þarf að hann að fá meira en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar sem eru í efstu sætunum. Messi er að fá 9,2 milljarða íslenskra króna í árslaun en Ronaldo fær 7,7 milljarða á ári.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Umbođsmađur Torres: Međ tilbođ sem myndi gera hann ađ launahćsta leikmanni heims
Fara efst