Fótbolti

Umboðsmaður Ancelotti: 99% líkur á að Benítez taki við Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benítez þykir líklegastur sem næsti knattspyrnustjóri Real Madrid.
Benítez þykir líklegastur sem næsti knattspyrnustjóri Real Madrid. vísir/getty
Umboðsmaður Carlos Ancelotti segir 99% líkur á því að Rafa Benítez verði næsti knattspyrnustjóri Real Madrid.

Ancelotti var sagt upp störfum hjá spænska stórveldinu í gær eftir að hafa mistekist að landa stórum titli í vetur.

„Það eru 99% líkur á því að Rafa Benítez verði ráðinn stjóri Real Madrid,“ sagði Ernesto Bronzetti, umboðsmaður Ancelotti sem ætlar að taka sér árs frí frá þjálfun.

Benítez, sem gerði Liverpool að Evrópumeisturum fyrir áratug, á enn eftir að stýra Napoli í lokaleik liðsins gegn Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Benítez, sem fæddist í Madríd, þekkir ágætlega til hjá Real Madrid en hann spilaði með varaliði félagsins á sínum tíma og stýrði því svo. Hann stýrði einnig unglingaliðum Real Madrid.

Leikmenn Real Madrid virðast margir hverjir sjá á eftir Ancelotti en þeir þökkuðu honum fyrir samstarfið á samfélagsmiðlum í gær.

Undir stjórn Ancelottis varð Real Madrid Evrópu- og bikarmeistari í fyrra.


Tengdar fréttir

Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leik Ødegaard

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í stórsigri Real Madrid á Getafe í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildinnar í dag. Lokatölur urðu 7-3, en staðan í hálfleik var 3-3.

Benitez í viðræðum við Real Madrid

Rafael Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, þykir líklegastur til að taka við þjálfun Real Madrid samkvæmt fjölmiðlum á Spáni.

Ancelotti rekinn frá Real Madrid

Carlo Ancelotti hefur verið rekinn sem stjóri Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en Marca greinir frá þessu nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×