Erlent

Um 300 hafa farist í flóðum í Kína

Atli ísleifsson skrifar
Rúmlega hálf milljón manna hafa neyðst til að flýja heimili sín.
Rúmlega hálf milljón manna hafa neyðst til að flýja heimili sín. Visir/AFP
Allt að þrjú hundruð manns hafa farist í flóðum í norðurhluta Kína síðustu vikuna. Gríðarlegt úrhelli hefur verið á svæðinu, þar sem héruðin Henan og Hebei hafa orðið verst úti.

Rúmlega hálf milljón manna hafa neyðst til að flýja heimili sín samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti landsins.

Fimm embættismenn voru í dag reknir frá störfum og eru þeir sakaðir um að hafa ekki sinnt skyldu sinni þegar mikil flóð urðu í borginni Xingtai í síðustu viku þar sem 25 manns fórust.

Borgarbúar í Xingtai hafa sakað yfirvöld um að hafa brugðist tilkynningaskyldu og ekki varað þá við yfirvofandi flóðum, auk þess að hafa reynt að hylma yfir um orsakir dauðsfallanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×