FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST NÝJAST 13:42

Vigdís vill hćkka VSK á ferđaţjónustuna

FRÉTTIR

Týndi kötturinn Örvar kom í leitirnar eftir sjö ár

Innlent
kl 10:14, 09. apríl 2014
Ţađ fer vel um Örvar hjá sínum gamla eiganda.
Ţađ fer vel um Örvar hjá sínum gamla eiganda. MYND/AĐSEND

„Ég held að alheimurinn hafi verið að tala og ákveðið að sameina okkur að nýju til þess að klára lokakaflann í hans sögu – svo hann geti átt tignarlegt ævikvöld,“ segir Birkir Fjalar Viðarsson um köttinn Örvar sem er nú kominn í leitirnar eftir að hafa verið týndur í tæp sjö ár.

Örvar fannst í febrúar og er nú kominn heim til sín. Endurfundirnir voru einstaklega gleðilegir.

Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti; var beðinn að sækja Örvar. „Ég trúði þessu eiginlega ekki fyrst. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég bjó mig bara undir það versta, að hann væri búinn að missa auga eða eyra eða eitthvað. Og jafnvel að það þyrfti að lina þjáningar hans. Þannig að ég gíraði mig upp í þetta andlega og fór upp í Kattholt.“

Þar tók Örvar einstaklega vel á móti honum. „Þegar ég kom í Kattholt sögðu konurnar þar mér að Örvar væri lítill í sér og væri bara úti í horni. Ég gólaði eitthvað á hann og hann kom hlaupandi til mín, klifraði upp á mig, vafði sér utan um mig og það bara eins og hefðum aldrei verið aðskildir,“ segir Birkir og heldur áfram:

„Hann byrjaði að þefa af hárinu mínu og skegginu. Þetta var yndislegt. Konurnar í Kattholti sögðu mér að þær hefðu aldrei séð hann haga sér svona. Einni konunni var svo mikið um að hún felldi tár.“


Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti ţar sem hann var beđinn ađ sćkja Örvar.
Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti ţar sem hann var beđinn ađ sćkja Örvar. MYND/AĐSEND

Hvarf fyrir sjö árum
Örvar fór að heiman haustið 2007. „Ég fékk Örvar þegar ég var tvítugur og við vorum miklir vinir. Ég vildi nefna hann Örvar því mér finnst það kúl nafn og ég vissi að þetta yrði kúl köttur. Það gekk allt eins og í sögu hjá okkur þangað til að ég fékk mér hvolp. Örvar meikaði ekki hvolpinn sem var einhvernveginn úti um allt,“ rifjar Birkir upp.

Hann segir Örvar hafa byrjað að fara oftar út og vera lengur úti. „Hann var farinn að vera nokkra daga í einu úti. Og ég tengdi það við hvolpinn. Þegar Örvar var heima þá svaf hann stundum í bókahillunum. Ég hélt að þetta myndi lagast. Ég átti annan kött sem kippti sér ekki upp við veru hvolpsins í íbúðinni.“

Síðan var það afdrifaríkt haustkvöld sem Örvar fór út og kom ekki aftur. „Ég leitaði og leitaði af honum og hengdi upp auglýsingar út um allt. En hann kom aldrei í leitirnar. Ég ímyndaði mér tvo möguleika. Annaðhvort hafði hann dáið og fundið hann eða þá að einhver hafi séð hann og tekið hann að sér – svona eiginlega stolið honum. Ég vonaði eiginlega bara að einhver næs hefði stolið honum.“

Birkir hafði einnig reglulega samband við Kattholt og athugaði hvort Örvar væri kominn í leitirnar. En aldrei fannst hann.

Var farinn að syrgja hann
Birkir segist hafa syrgt köttinn. „Ég kenndi mér um þetta. Ég pældi í því hvernig þetta hefði verið ef ég hefði ekki fengið mér hvolpinn. Það tók mig smá stund að komast yfir að þetta og ég hugsaði reglulega til hans.“

Birkir fékk síðan tölvupóstinn mikilvæga frá Kattholti. Örvar var fundinn. „Þær höfðu reynt að hafa upp á mér í tvær vikur. Allar upplýsingarnar í örmerkingunni voru úreltar, því hann hafði verið týndur svo lengi. Hann fannst í Breiðholti og var nokkuð illa haldinn – orðinn horaður,“ útskýrir Birkir sem bjó í Holtunum þegar Örvar fór að heiman.

Eftir tilfinningaríka endurfundi fór Birkir beint með Örvar til dýralæknis. „Ég hafði samband við yfirmanninn minn og fólkinu í vinnunni minni fannst sagan svo æðisleg að ég fékk frí þennan dag og við fórum beint í sprautur og svona. Það er greinilegt að einhver hefur hugsað um hann. Hjartslátturinn var í lagi, felldurinn var fínn og tennurnar í góðu ástandi. Fólkinu á dýraspítalanum fannst þetta æðisleg saga og það voru allir ótrúlega glaðir að svona gamall köttur kæmist heim til sín.“

Birkir vill fá að þakka þeim sem hugsaði um Örvar allan þennan tíma. „Ég vil bara þakka þeim sem hugsaði um hann og myndi gjarnan vilja vita hver það var svo ég geti þakkað fyrir mig persónulega. Þegar hann hvarf fór ég að kynna mér málin og las að kettir eiga oft svona aukaheimili og kannski hefur hann bara sest einhversstaðar að. Hann er allavega kominn heim núna og ég ætla ekki að láta hann frá mér aftur,“ segir hann glaður í bragði.

Allir í sjöunda himni
Að lokinni heimsókninni á dýraspítalann fór Örvar með Birki heim. „Fyrst var þetta til reynslu. Við vissum ekki hvernig hann myndi bregðast við. En það bendir ekkert til þess að hann vilji fara eitthvað Hann liggur bara í bælinu sínu og hefur það yndislegt,“ útskýrir Birkir.

Örvar er nú orðinn sextán ára og er Birkir ákaflega þakklátur að hafa fengið Örvar heim aftur. „Mér finnst yndislegt að fá að taka þátt í þessum lokakafla í ævi Örvars. Við erum sameinaðir að nýju og ég þakka bara fyrir það.“

Vinir Birkis hafa sýnt Örvari mikinn áhuga. „Já, kærastan mín hefur nú ekki verið mikið í kattabransanum og var eiginlega ekki mikið fyrir ketti áður en Örvar kom aftur heim. Þau eru algjörlega heilluð hvort af öðru. Hann er alltaf utan í henni og hún að kemba honum. Svo eru vinir mínir duglegir að fá myndir af sér með Örvari. Þetta er bara stórkostlegt. Það er bara eins og hann hafi aldrei farið.“


Örvar ţefađi af hári og skeggi Birkis.
Örvar ţefađi af hári og skeggi Birkis. MYND/AĐSEND

Þakklátur Kattholti
Birkir vill þakka þeim á Kattholti fyrir að hafa haft samband við sig. „Þær þurftu örugglega að hafa mikið fyrir því að finna mig. Allar upplýsingarnar í örmerkingunni voru úreltar þannig að þær þurftu örugglega að gúggla mig.

Halldóra Björk Ragnarsdóttir hjá Kattholti man eftir endurfundum Örvars og Birkis. „Já, það er alltaf æðislegt þegar kettir komast aftur heim til sín.“

Hún segir ketti oft þekkja raddir eigenda sinna eins og var í þessu tilviki. „Þeir eru oft mjög naskir á raddir fólks. Stundum þegar vafi leikur á því hvort einhver köttur tilheyri fólki biðjum við það að koma hingað til okkar og kanna viðbrögð kattarins. Þeir geta verið alveg ótrúlega minnugir.“

Í Kattholt koma heimilislausir kettir. „Hingað fáum við óskilakisur sem fólk hefur kannski gefið í nokkra daga og vitað að væru týndir. Við reynum að finna eigendur þeirra, en ef það gengur ekki þá reynum við að finna nýtt heimili fyrir þá.“

Fólk sem hefur áhuga að taka að sér ketti getur svo komið í heimsókn í Kattholt á milli tvö og fjögur alla virka daga. „En af virðingu við kettina þá biðjum við fólk sem er ákveðið að taka að sér ketti að koma. Við getum ekki boðið fólki að koma hingað í heimsókn af tilefnislausu því kettirnir eru í nýju umhverfi og eru hræddir. Allur umgangur getur truflað þá.“

Birkir hvetur alla til þess að taka líka að sér eldri ketti – en það er mun algengara að fólk taki að sér kettlinga en þá sem eldri eru. „Það er mikilvægt að veita gömlum köttum heimili líka svo þeir geti átt notalegt ævikvöld sveipað alúð.. Fólk lítur oft ekki við gamlingjunum og þeir mæta svæfingunni á endanum,“ segir Birkir.

Halldóra tekur undir með Birki. „Ég hvet fólk til þess að skoða báða möguleikana. Barnafólk tekur yfirleitt frekar kettlingana. Sumir vilja eldri kettina. Þeir eru oft með meiri karakter og eru með reynslu.“

En fyrst og fremst vill Halldóra hvetja fólk til að hugsa vel um kettina. „Það er skuldbinding að eiga kött. Þeir lifa í fimmtán til tuttugu ár.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 21. ágú. 2014 13:42

Vigdís vill hćkka VSK á ferđaţjónustuna

Formađur fjárlaganefndar vill útrýma undanţágum frá viđrisaukaskatti samhliđa lćkkun efsta ţreps skattsins. Hún segir Framsókn á móti hćkkun VSK á matvćli. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 13:39

Skjálfti upp á 4,0 stig

Tveir nokkuđ stórir jarđskjálftar urđu nćrri Bárđarbungu fyrir hádegi í dag. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 13:18

Nýir framkvćmdastjórar á Landspítala

Hlutverk nýrrar framkvćmdastjórnar er ađ leiđa uppbyggingu nćstu ára á Landspítalanum. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 13:00

Skrá ekki skipin á Íslandi

Starfshópur á vegum fjármálaráđuneytisins kannar nú möguleikann á ţví ađ gera Ísland samkeppnishćft á alţjóđavettvangi í skipaskráningu. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 12:54

Nói Siríus leitar ađ smökkurum

Rúmlega 2000 sćlkerar hafa skráđ sig í bragđpanil hjá sćlgćtisframleiđandanum sem á ađ meta og dćma nýjar vörur frá fyrirtćkinu. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 12:45

Breytt mynstur í Bárđarbungu?

Vísbending kom fram í gćr um breytt mynstur í jarđskorpuhreyfingum í Bárđarbungu. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 12:23

Sól og sautján stig

Landsmenn allir sem einn munu eiga erfitt međ ađ komast hjá ţví ađ sólin skíni á ţá í dag. Afar sólríkt er og verđur á landinu í dag. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 11:29

Allt ađ 46% verđmunur á skólabókum

Fariđ var í 6 verslanir og skođađ verđ á 32 algengum nýjum námsbókum. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 11:02

Segja Snćbjörn hafa viđurkennt fjárdrátt

Stjórn Smáís hefur óskađ eftir ţví ađ félagiđ verđi tekiđ til gjaldţrotaskipta. Ástćđan segir stjórnin vera ítrekuđ brot fyrrum framkvćmdastjóra samtakanna. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 10:58

Norđmenn spá í öskuna

Eldgoss í Bárđarbungu gćti haft víđtćk áhrif á flugsamgöngur í Evrópu ađ mati veđurfrćđings hjá norsku veđurstofunni. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 00:01

Segir ađ sakfelling hefđi neikvćđ áhrif

Formađur lögreglumanna segir LÖKE máliđ hafa valdiđ áhyggjum hjá lögreglumönnum Meira
Innlent 21. ágú. 2014 10:30

Veiđimenn komnir upp á heiđi

"Ţetta er sýnd veiđi en ekki gefin,“ segir Arne Sólmundsson, varaformađur Skotveiđifélags Íslands. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 09:42

Stofna fagráđ til ađ efla lestrarfćrni

Skóla- og frístundaráđ Reykjavíkurborgar stefnir ađ ţví ađ allur ţorri barna í Reykjavík geti lesiđ sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 09:15

Kortleggja dópgreni í miđbćnum

Bruninn á Grettisgötu á mánudag hefur orđiđ til ţess ađ lögreglan hyggst skrásetja ţau hús sem hústökufólk hefur lagt undir sig. Slökkviliđ bendir á ađ mikil eldhćtta stafi af yfirgefnum húsum. Yfirge... Meira
Innlent 21. ágú. 2014 00:01

Margfaldur verđmunur á innkaupalistum skóla

Samkvćmt innkaupalistum grunnskóla landsins á sölusíđunni Heimkaup kostar frá sjö ţúsund krónum upp í tćpar ţrjátíu ţúsund ađ byrja í 8. bekk. Sviđsstjóri skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur hvetur f... Meira
Innlent 21. ágú. 2014 07:09

Tvćr ţyrlur fóru eftir slösuđum sjómanni

Sjómađur slasađist um borđ í erlendum togara um miđnćturbil, ţegar hann var staddur í grćnlensku lögsögunni, djúpt úti af Vestfjörđum. Meira
Innlent 21. ágú. 2014 07:01

Ekkert lát á skjálftavirkni - sá stćrsti tćp fjögur stig

Ekkert lát er á skjálftavirkni í norđanverđum Vatnajökli, ţar sem á ţriđja hundrađ skjálfta mćldust í nótt, ţar af tveir upp á ţrjú stig eđa meira. Sá fyrri reiđ yfir klukkan hálf tólf í gćrkvöldi og ... Meira
Innlent 21. ágú. 2014 07:00

Hćttumat Bárđarbungu enn óklárađ

Vinna viđ sérstakt hćttumat fyrir Bárđarbungu hófst 2012 en er enn ólokiđ. Eldstöđin er í flokki međ Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hćttulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mćldir viđ Bárđarbun... Meira
Innlent 21. ágú. 2014 07:00

Ađeins fimm verđmerktu rétt

Ađeins fimm fyrirtćki af 12 voru međ allar verđmerkingar í lagi, ţegar Neytendastofa kannađi ástandiđ á Akureyri á dögunum. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 20:00

Mikil fjölgun smábáta á makrílveiđum

"Ţađ stefnir í metár,“ segir skipstjóri sem hefur veriđ á makrílveiđum skammt frá Grindavík síđustu daga. Talsvert fleiri smábátar stunda nú makrílveiđar en á sama tíma á síđasta ári. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 19:45

Gamalt hús fćr nýtt líf

130 ára gamalt sögufrćgt hús hefur nú fengiđ nýtt líf, en ţví hefur veriđ fundinn varanlegur stađur í miđbćnum eftir ađ hafa stađiđ faliđ í Iđnađarhverfi úti á Granda síđustu ár. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 19:30

Hvađ finnst ferđamönnum í Reykjavík um yfirvofandi eldgos?

Jarđhrćringar í Bárđarbungu hafa vakiđ athygli víđa utan landsteinanna, en fjölmargir erlendir fjölmiđlar hafa nú greint frá kvikuhreyfingu á svćđinu, og ţeim áhrifum sem eldgos gćti haft á flugumferđ... Meira
Innlent 20. ágú. 2014 19:15

Hratt kvikuflćđiđ á viđ hálfa Ţjórsá

Hraunelfan sem streymir úr iđrum Bárđarbungu er ađ umfangi álíka og flćđi hálfrar Ţjórsár og hefur ţegar myndađ 25 kílómetra langan berggang undir Vatnajökli. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 18:30

Ađgerđir koma illa viđ ferđaţjónustuna

Hrćringarnar undir Bárđarbungu ţegar haft mikil áhrif á samfélagiđ, međal annars á ferđaţjónustu. Rauđi krossinn er búinn undir hamfarir eins og ađrir viđbragđsađilar. Meira
Innlent 20. ágú. 2014 18:20

Björn fundinn

Lögreglan á höfuđborgarsvćđinu og Lögreglan á Suđurlandi lýsti eftir Birni Hjálmarssyni, 51 ára. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Týndi kötturinn Örvar kom í leitirnar eftir sjö ár
Fara efst