LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Íslensku félögin hafa tryggt sér 196 milljónir króna

SPORT

Týndi kötturinn Örvar kom í leitirnar eftir sjö ár

Innlent
kl 10:14, 09. apríl 2014
Ţađ fer vel um Örvar hjá sínum gamla eiganda.
Ţađ fer vel um Örvar hjá sínum gamla eiganda. MYND/AĐSEND

„Ég held að alheimurinn hafi verið að tala og ákveðið að sameina okkur að nýju til þess að klára lokakaflann í hans sögu – svo hann geti átt tignarlegt ævikvöld,“ segir Birkir Fjalar Viðarsson um köttinn Örvar sem er nú kominn í leitirnar eftir að hafa verið týndur í tæp sjö ár.

Örvar fannst í febrúar og er nú kominn heim til sín. Endurfundirnir voru einstaklega gleðilegir.

Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti; var beðinn að sækja Örvar. „Ég trúði þessu eiginlega ekki fyrst. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég bjó mig bara undir það versta, að hann væri búinn að missa auga eða eyra eða eitthvað. Og jafnvel að það þyrfti að lina þjáningar hans. Þannig að ég gíraði mig upp í þetta andlega og fór upp í Kattholt.“

Þar tók Örvar einstaklega vel á móti honum. „Þegar ég kom í Kattholt sögðu konurnar þar mér að Örvar væri lítill í sér og væri bara úti í horni. Ég gólaði eitthvað á hann og hann kom hlaupandi til mín, klifraði upp á mig, vafði sér utan um mig og það bara eins og hefðum aldrei verið aðskildir,“ segir Birkir og heldur áfram:

„Hann byrjaði að þefa af hárinu mínu og skegginu. Þetta var yndislegt. Konurnar í Kattholti sögðu mér að þær hefðu aldrei séð hann haga sér svona. Einni konunni var svo mikið um að hún felldi tár.“


Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti ţar sem hann var beđinn ađ sćkja Örvar.
Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti ţar sem hann var beđinn ađ sćkja Örvar. MYND/AĐSEND

Hvarf fyrir sjö árum
Örvar fór að heiman haustið 2007. „Ég fékk Örvar þegar ég var tvítugur og við vorum miklir vinir. Ég vildi nefna hann Örvar því mér finnst það kúl nafn og ég vissi að þetta yrði kúl köttur. Það gekk allt eins og í sögu hjá okkur þangað til að ég fékk mér hvolp. Örvar meikaði ekki hvolpinn sem var einhvernveginn úti um allt,“ rifjar Birkir upp.

Hann segir Örvar hafa byrjað að fara oftar út og vera lengur úti. „Hann var farinn að vera nokkra daga í einu úti. Og ég tengdi það við hvolpinn. Þegar Örvar var heima þá svaf hann stundum í bókahillunum. Ég hélt að þetta myndi lagast. Ég átti annan kött sem kippti sér ekki upp við veru hvolpsins í íbúðinni.“

Síðan var það afdrifaríkt haustkvöld sem Örvar fór út og kom ekki aftur. „Ég leitaði og leitaði af honum og hengdi upp auglýsingar út um allt. En hann kom aldrei í leitirnar. Ég ímyndaði mér tvo möguleika. Annaðhvort hafði hann dáið og fundið hann eða þá að einhver hafi séð hann og tekið hann að sér – svona eiginlega stolið honum. Ég vonaði eiginlega bara að einhver næs hefði stolið honum.“

Birkir hafði einnig reglulega samband við Kattholt og athugaði hvort Örvar væri kominn í leitirnar. En aldrei fannst hann.

Var farinn að syrgja hann
Birkir segist hafa syrgt köttinn. „Ég kenndi mér um þetta. Ég pældi í því hvernig þetta hefði verið ef ég hefði ekki fengið mér hvolpinn. Það tók mig smá stund að komast yfir að þetta og ég hugsaði reglulega til hans.“

Birkir fékk síðan tölvupóstinn mikilvæga frá Kattholti. Örvar var fundinn. „Þær höfðu reynt að hafa upp á mér í tvær vikur. Allar upplýsingarnar í örmerkingunni voru úreltar, því hann hafði verið týndur svo lengi. Hann fannst í Breiðholti og var nokkuð illa haldinn – orðinn horaður,“ útskýrir Birkir sem bjó í Holtunum þegar Örvar fór að heiman.

Eftir tilfinningaríka endurfundi fór Birkir beint með Örvar til dýralæknis. „Ég hafði samband við yfirmanninn minn og fólkinu í vinnunni minni fannst sagan svo æðisleg að ég fékk frí þennan dag og við fórum beint í sprautur og svona. Það er greinilegt að einhver hefur hugsað um hann. Hjartslátturinn var í lagi, felldurinn var fínn og tennurnar í góðu ástandi. Fólkinu á dýraspítalanum fannst þetta æðisleg saga og það voru allir ótrúlega glaðir að svona gamall köttur kæmist heim til sín.“

Birkir vill fá að þakka þeim sem hugsaði um Örvar allan þennan tíma. „Ég vil bara þakka þeim sem hugsaði um hann og myndi gjarnan vilja vita hver það var svo ég geti þakkað fyrir mig persónulega. Þegar hann hvarf fór ég að kynna mér málin og las að kettir eiga oft svona aukaheimili og kannski hefur hann bara sest einhversstaðar að. Hann er allavega kominn heim núna og ég ætla ekki að láta hann frá mér aftur,“ segir hann glaður í bragði.

Allir í sjöunda himni
Að lokinni heimsókninni á dýraspítalann fór Örvar með Birki heim. „Fyrst var þetta til reynslu. Við vissum ekki hvernig hann myndi bregðast við. En það bendir ekkert til þess að hann vilji fara eitthvað Hann liggur bara í bælinu sínu og hefur það yndislegt,“ útskýrir Birkir.

Örvar er nú orðinn sextán ára og er Birkir ákaflega þakklátur að hafa fengið Örvar heim aftur. „Mér finnst yndislegt að fá að taka þátt í þessum lokakafla í ævi Örvars. Við erum sameinaðir að nýju og ég þakka bara fyrir það.“

Vinir Birkis hafa sýnt Örvari mikinn áhuga. „Já, kærastan mín hefur nú ekki verið mikið í kattabransanum og var eiginlega ekki mikið fyrir ketti áður en Örvar kom aftur heim. Þau eru algjörlega heilluð hvort af öðru. Hann er alltaf utan í henni og hún að kemba honum. Svo eru vinir mínir duglegir að fá myndir af sér með Örvari. Þetta er bara stórkostlegt. Það er bara eins og hann hafi aldrei farið.“


Örvar ţefađi af hári og skeggi Birkis.
Örvar ţefađi af hári og skeggi Birkis. MYND/AĐSEND

Þakklátur Kattholti
Birkir vill þakka þeim á Kattholti fyrir að hafa haft samband við sig. „Þær þurftu örugglega að hafa mikið fyrir því að finna mig. Allar upplýsingarnar í örmerkingunni voru úreltar þannig að þær þurftu örugglega að gúggla mig.

Halldóra Björk Ragnarsdóttir hjá Kattholti man eftir endurfundum Örvars og Birkis. „Já, það er alltaf æðislegt þegar kettir komast aftur heim til sín.“

Hún segir ketti oft þekkja raddir eigenda sinna eins og var í þessu tilviki. „Þeir eru oft mjög naskir á raddir fólks. Stundum þegar vafi leikur á því hvort einhver köttur tilheyri fólki biðjum við það að koma hingað til okkar og kanna viðbrögð kattarins. Þeir geta verið alveg ótrúlega minnugir.“

Í Kattholt koma heimilislausir kettir. „Hingað fáum við óskilakisur sem fólk hefur kannski gefið í nokkra daga og vitað að væru týndir. Við reynum að finna eigendur þeirra, en ef það gengur ekki þá reynum við að finna nýtt heimili fyrir þá.“

Fólk sem hefur áhuga að taka að sér ketti getur svo komið í heimsókn í Kattholt á milli tvö og fjögur alla virka daga. „En af virðingu við kettina þá biðjum við fólk sem er ákveðið að taka að sér ketti að koma. Við getum ekki boðið fólki að koma hingað í heimsókn af tilefnislausu því kettirnir eru í nýju umhverfi og eru hræddir. Allur umgangur getur truflað þá.“

Birkir hvetur alla til þess að taka líka að sér eldri ketti – en það er mun algengara að fólk taki að sér kettlinga en þá sem eldri eru. „Það er mikilvægt að veita gömlum köttum heimili líka svo þeir geti átt notalegt ævikvöld sveipað alúð.. Fólk lítur oft ekki við gamlingjunum og þeir mæta svæfingunni á endanum,“ segir Birkir.

Halldóra tekur undir með Birki. „Ég hvet fólk til þess að skoða báða möguleikana. Barnafólk tekur yfirleitt frekar kettlingana. Sumir vilja eldri kettina. Þeir eru oft með meiri karakter og eru með reynslu.“

En fyrst og fremst vill Halldóra hvetja fólk til að hugsa vel um kettina. „Það er skuldbinding að eiga kött. Þeir lifa í fimmtán til tuttugu ár.“


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 26. júl. 2014 07:00

Góđir dómar í Ástralíu

Tónlistarmađurinn Ásgeir Trausti fćr mjög góđa dóma fyrir tónleika sína í áströlsku borginni Melbourne á ţriđjudagskvöld. Meira
Innlent 25. júl. 2014 22:43

Skemmdarverk unnin á GĆS: „Látum ekkert á okkur fá“

"Viđ gefumst ekki upp. Viđ kunnum ţađ ekki og viljum ţađ ekki,“ segir Steinunn Ása Ţorvaldsdóttir, einn rekstrarađila kaffihússins GĆS, en töluverđar skemmdir voru unnar á húsinu í gćrkvöld. Hur... Meira
Innlent 25. júl. 2014 20:37

Telja Dag hafa notađ bifreiđ borgarstjóra í leyfisleysi

Í borgarstjóratíđ Jóns Gnarr hafđi stađgengill hans, Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, afnot af bíl borgarstjóra, öđrum borgarráđsfulltrúum ekki í vil. Meira
Innlent 25. júl. 2014 20:00

"Ţetta er bara slátrun“

Íslensk hjón sem störfuđu sem sjálfbođaliđar á Vesturbakkanum segja ástandiđ ţar skelfilegt og bćđi börn og fullorđnir lifi í stöđugum ótta. Ofan á tíđar árásir sé heilsugćsla takmörkuđ og vantsskortu... Meira
Innlent 25. júl. 2014 20:00

Lofa sól og blíđu á Ísafirđi um verslunarmannahelgina

Mótshaldarar segja drulluna aldrei hafa veriđ betri Meira
Innlent 25. júl. 2014 19:18

Flugótti eykst

Fréttir undanfariđ af hörmulegum fluglysum vekja upp spurningar hvort ađ auka ţurfi flugöryggi í heiminum. Farţegaţotur hafa hrapađ, horfiđ eđa veriđ skotnar niđur. Á einni viku hafa ţrjár ţotur faris... Meira
Innlent 25. júl. 2014 19:06

Mál St.Jósefspítala á byrjunarreit

Niđurstađa í málum St. Jósefsspítala hefur ekki enn fengist. Ferli málsins hefur tekiđ óratíma en spítalanum var lokađ í byrjun árs 2012 eđa fyrir tveimur og hálfu ári. Ţeir sem búa í nćstu götum seg... Meira
Innlent 25. júl. 2014 17:35

Veruleg hćtta á skriđuföllum

Enn er hćtta á frekari skriđuföllum viđ Öskju, en skriđan sem féll á ţeim slóđum síđastliđinn mánudag er ein sú stćrsta sem vitađ er um hér á landi ađ mati vísindamanna. Meira
Innlent 25. júl. 2014 15:17

Hundur í óskilum

Anna Gunndís Guđmundsdóttir fann hund á hlaupum úti á Granda fyrr í dag. Hún auglýsir eftir eigandanum. Meira
Innlent 25. júl. 2014 15:16

Hvattir til ađ fara á klósettiđ áđur en fariđ er út

Ferđamönnum mun líđa betur yfir daginn ef ţeir ganga örna sinn áđur en lagt er af stađ ađ skođa Ísland. Meira
Innlent 25. júl. 2014 14:45

Keyrđi út í skurđ viđ Hvammsveg

Slökkvliđ og lögregla voru fljót á svćđiđ. Meira
Innlent 25. júl. 2014 14:15

Svifiđ yfir fallegan Hafnarfjörđ

OZZO Photography flugu yfir Hafnarfjörđ međ fjarstýrđri ţyrlu. Meira
Innlent 25. júl. 2014 14:07

Óvenju margir međ niđurgang vegna kampýlóbakter

Mengun međal kjúklinga er ţó á svipuđu róli og undanfarin ár. Meira
Innlent 25. júl. 2014 13:54

Flottustu garđarnir í Garđabć

Viđurkenningar fyrir snyrtilegustu garđana í Garđabć voru veittar í gćr. Sjáiđ myndirnar. Meira
Innlent 25. júl. 2014 13:10

Strandveiđar stöđvađar á svćđi C

Síđasti veiđidagurinn verđur ţriđjudagurinn 29. júlí. Meira
Innlent 25. júl. 2014 11:44

Rúta sat föst í Steinsholtsá

Fimmtán farţegar sátu fastir í rútu í Steinholtsá á Ţórsmerkurleiđ í morgun. Meira
Innlent 25. júl. 2014 10:30

Íslendingar ţrá sólina

,,Ţađ er skylda okkar sem ferđaskrifstofa á Íslandi ađ bregđast viđ ţessum veđurfarslegu ađstćđum og bjóđa upp á fjölbreyttar ferđir á viđráđanlegu verđi." Meira
Innlent 25. júl. 2014 10:15

Sýnir Sigurđ

Nýtt skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Sigurđur VE 15, kemur til hafnar í dag í Heimaey. Meira
Innlent 25. júl. 2014 10:00

Opnar umrćđu međ ómandi kontrabassa

Listamađur í Keflavík vill minnisvarđa um tónlistarmanninn Rúnar Júlíusson. Hann leggur fram hugmynd í formi ómandi kontrabassa og vonar ađ ţađ hleypi lífi í umrćđuna. Rúni Júl gaf samfélaginu gríđarl... Meira
Innlent 25. júl. 2014 09:45

Sorp gefur til kynna komu betri tíma

Umfang á sorp- og urđunarstöđum dróst heilmikiđ saman á mögru árunum strax eftir hrun. Nú er magniđ aftur ađ aukast. Stefnir í sömu átt og fyrir hrun, segir rekstrarstjóri. Ţátttaka almennings í endur... Meira
Innlent 25. júl. 2014 09:30

Illugi afhenti undirskriftalista

Um 6.600 nöfn eru á undirskriftalista sem Birgi Ármannssyni, formanni utanríkismálanefndar Alţingis, var afhentur í gćr. Meira
Innlent 25. júl. 2014 09:30

Neitar ađ taka ţátt í kostnađi viđ flóđljós

Reykjavíkurborg samţykkir ekki ađ greiđa 50 milljónir í nýjum flóđljósum Laugardalsvallar. Áđur hafđi ÍTR samţykkt samningsdrögin ţann 9. maí síđastliđinn. Innkaupareglur telja framkvćmdir af ţessari ... Meira
Innlent 25. júl. 2014 09:30

Hćttu viđ hópferđ til Norđur-Kóreu

Hćtt var viđ fyrstu íslensku hópferđina til Norđur-Kóreu sem fara átti í apríl síđastliđnum. Yfir tuttugu manns höfđu skráđ sig í ferđina, sem var nćgilegur fjöldi til ađ hćgt yrđi ađ fara, en babb ko... Meira
Innlent 25. júl. 2014 09:15

Akranes slagar upp í Vestfirđi

Íbúum á Vestfjörđum hefur fćkkađ um 20 frá sama tímabili í fyrra en Hagstofa Íslands var ađ birta mannfjöldatölur fyrir annan ársfjórđung í gćr. Meira
Innlent 25. júl. 2014 08:45

Leifsstöđ stćkkar og fćr nýja fráveitu

Framkvćmdir eru hafnar viđ Leifsstöđ til ađ stćkka rými fyrir fragt og farţega. Einnig liggur fyrir ađ bćta fráveitu ţar sem skólp rennur beint í sjó en ţó mćlist engin mengun í fjörunni. Nýlega var s... Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Týndi kötturinn Örvar kom í leitirnar eftir sjö ár
Fara efst