Innlent

Tvö þúsund ný nöfn á tuttugu árum

Guðrún Kvaran
Guðrún Kvaran
Guðrún Kvaran, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, hefur rannsakað siði og venjur í íslenskum nöfnum og segir ekkert einkennilegt þó Jón og Guðrún séu enn þá algengustu nöfnin hér á landi.

„Það er skiljanlegt þegar haft er í huga að á 19. öld hét kannski fimmti hver karl Jón og fjórða hver kona hét Guðrún. Það er enn í dag svo mikið af fólki sem ber þessi nöfn og er enn á lífi, þannig að það mun taka nokkurn tíma fyrir þessi nöfn að fara úr efstu sætunum."

Aðspurð um fjölbreyttari flóru íslenskra mannanafna segir Guðrún það tengjast samfélagslegum þáttum.

„Sá siður sem hér tíðkaðist lengi, að nefna eftir afa og ömmu, byrjaði að riðlast að einhverju marki undir lok sjöunda áratugarins, með hippatímanum og stúdentauppreisnunum. Þá fór fólk að vilja hafa hlutina öðruvísi og hefðirnar hafa síðan verið á undanhaldi."

Sjá nánar í Fréttablaðinu hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×