Erlent

Tvö misheppnuð eldflaugaskot á einni viku

Samúel Karl Ólason skrifar
Tilraunaskotið í dag var framkvæmt einungis nokkrum klukkustundum eftir að Bandaríkin og Suður-Kórea samþykktu að efla samvinnu ríkjanna til að draga úr og koma í veg fyrir eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.
Tilraunaskotið í dag var framkvæmt einungis nokkrum klukkustundum eftir að Bandaríkin og Suður-Kórea samþykktu að efla samvinnu ríkjanna til að draga úr og koma í veg fyrir eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Yfirvöld Norður-Kóreu reyndu í dag að skjóta eldflaug á loft, en hún brotlenti nánast strax eftir að vera komin á loft. Hernaðaryfirvöld bæði Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa staðfest tilraunina. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem tilraunaskot Norður-Kóreu mistekst.

Samkvæmt frétt Reuters er talið að um eldflaug af gerðinni Musudan hafi verið að ræða. Þeim tókst að skjóta svona flaug um 400 kílómetra í sumar og gætu þær því tæknilega séð náð til Japan.

Tilraunaskotið í dag var framkvæmt einungis nokkrum klukkustundum eftir að Bandaríkin og Suður-Kórea samþykktu að efla samvinnu ríkjanna til að draga úr og koma í veg fyrir eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.

Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa fordæmt tilraunaskotið.

Þetta er áttunda tilraunaskot Norður-Kóreu á árinu, en yfirvöld þar hafa gefið verulega í varðandi viðleitni þeirra til að koma upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu borið slík vopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×