Tvískinnungur í ógöngum Hörpu Hjörleifur Stefánsson skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Nú er orðin heyrinkunn sú staðreynd að Harpa, hin nýja tónlistar- og ráðstefnuhöll, er rekin með fjögur hundruð milljóna króna halla og eru þó framlög úr opinberum sjóðum til hennar ærin. Stjórnendur Hörpu hafa látið hafa það eftir sér að ástæðan sé sú að fasteignagjöld sé svo miklu hærri en ráð var fyrir gert í áætlunum þeirra. Þetta finnst þeim svívirða og hafa á orði að þeir muni lögsækja yfirvöld og krefjast leiðréttingar. Ég kynntist undirbúningi að byggingu tónlistarhússins á meðan ég var verkefnisstjóri eins þeirra þriggja hópa sem gerðu tillögu að húsinu og tilboð í byggingu og rekstur þess. Ákveðin atriði í þeirri reynslu varpa ljósi á þá þessa skringilegu stöðu og öðrum þræði ber mér skylda til að greina frá þeim. Fyrirtækið sem stóð að þeirri tillögu sem ég stjórnaði var nefnt Viðhöfn – það fannst okkur á þeim tíma smellið. Húsið átti að standa við höfnina og vera viðhafnarhús öðrum þræði. Þeir sem tóku þátt í samkeppninni áttu að skila tillöguteikningum að húsinu ásamt áætlunum um listræna stefnu og rekstur. Miðað var við hús af ákveðinni stærð og sýna þurfti fram á að rekstur hússins stæði undir sér miðað við árlegt framlag opinberra aðila sem þegar hafði verið ákveðið, þar með talin leigugjöld Sinfóníuhljómsveitarinnar. Viðhöfn réð til sín einn af frægustu stjörnuarkitektum heims, Jean Nouvel, setti á fót sérfræðiteymi í rekstri listrænna viðburða og fékk þjónustu manna með afburða reynslu í gerð rekstraráætlana. Arkitektinn gerði tillögu að frumlegri byggingu sem líktist meira náttúrulegum hól en hefðbundnu húsi. Húsið hafði skírskotun til íslenskrar híbýlahefðar þar sem byggingarefnið er jarðvegur og húsið verður landslag. Verkfræðingar reiknuðu út að húsið yrði ekki dýrara en ráð hafði verið fyrir gert. Listrænu sérfræðingarnir og rekstrarfræðingarnir komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að ógerlegt væri að sýna fram á að fjárhagsdæmið gengi upp. Þetta olli áhyggjum. Við ræddum við forsvarsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en húsið var fyrst og fremst ætlað henni. Þá komumst við að raun um að Sinfóníuhljómsveitin hafði óskað eftir minni hljómleikasal en krafist var í samkeppnislýsingunni og ráðstefnuhluti hússins var ekki meginmarkmiðið. Með þessa vitneskju í farteskinu hittum við forsvarsmenn Austurhafnar, þess fyrirtækis sem Reykjavíkurborg og ríkisvaldið höfðu stofnsett til þess að hrinda byggingaráformunum í framkvæmd. Þar greindum við frá því að okkur virtist sem fjárhagslegar forsendur verkefnisins væru rangar. Ekki væri líklegt að hægt væri að reka jafn stórt og dýrt hús án þess að til kæmi aukið framlag úr opinberum sjóðum. Við spurðum hvort okkur væri heimilt að gera tillögu að minna húsi – að miða við hljómleikasal af þeirri stærð sem Sinfóníuhljómsveit Íslands teldi viðunandi og minnka líka ráðstefnuhluta hússins. Svar Austurhafnar var neitandi. Við yrðum að halda okkur við þær forsendur sem skilgreindar væru í keppnislýsingunni. Að öðrum kosti yrði tillaga okkar metin ógild. Við þetta sat og Viðhöfn skilaði tillögu að stærra húsi en okkur þótti við hæfi og við hagræddum forsendum rekstraráætlunar gegn betri vitund þannig að þær sýndu að hægt væri að reka húsið með því framlagi hins opinbera sem ákveðið hafði verið. Tillaga Viðhafnar var ekki valin, því miður. Þeir sem réðu ferðinni voru þeirrar skoðunar að æskilegra væri að byggja hús sem væri sem líkast því sem vænta mætti í stórborgum erlendis. Valin var tillaga fyrirtækis sem bauðst til þess að veita meira fé til byggingarinnar en ráð hafði verið fyrir gert. Húsið breyttist á hönnunartímanum, það stækkaði og byggingarkostnaður þess varð miklu meiri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir í upphafi samkeppninnar. Það liggur í augum uppi að hafi rekstrargrundvöllurinn verið hæpinn miðað við þann byggingarkostnað sem hafður var til hliðsjónar í upphafi, þá hlaut hann að verða fullkomlega ómögulegur eftir að byggingin var orðin miklu dýrari. Það hefur öllum viðkomandi verið ljóst frá upphafi en stjórnendur Hörpu hafa kosið að þegja um það þunnu hljóði og láta sem allt væri í stakasta lagi. Til þess að „fegra" ástandið er samin rekstraráætlun þar sem gert er ráð fyrir miklu, miklu lægri fasteignagjöldum en eðlilegt er. Svo þegar í ljós kemur hvernig staðan er, þá er því kennt um að fasteignagjöldin séu alltof há. Allir, bókstaflega allir, sem að þessu máli koma, þ.e.a.s. stjórna rekstri Hörpu og allra þeirra félaga sem þar koma að verki auk fulltrúa ríkis og Reykjavíkur sem hafa með málið að gera, vita hvernig í pottinn er búið. Allir voru samstiga í því að búa til blekkingaráætlun um framtíð Hörpu. Hvað má af þessu læra? Hvernig getur svona lagað gerst – og það á vegum opinberra aðila? Hvernig má það vera að flestir þeir sem stjórnuðu þessu verki eru enn við stjórnvölinn – eða er það ekki svo? Hvernig má það vera að þeir hóti ríki og borg, eigendum hússins, lögsókn vegna eðlilegra fasteignagjalda sem endurspegla byggingarkostnað hússins. Af hverju láta eigendur hússins þetta viðgangast? Er það vegna þess að þeir eru meðsekir í vitleysunni? Er það sanngjörn krafa að leigugjöld Sinfóníunnar verði hækkuð? Ráðamenn hennar vildu minna og ódýrara hús en að var stefnt en krafan nú er tilkomin vegna þess að byggt var enn þá stærra og miklu dýrara hús. Er þetta flottræfilsháttur sem allir eru sáttir við? Þeir sem ættu að svara spurningum af þessu tagi eru auðvitað mennta- og menningarmálaráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur. Harpa er þrátt fyrir alla glópskuna gott tónlistarhús og mjög mikilvæg fyrir menningarlíf okkar en hún er afsprengi tímaskeiðs þegar dómgreind ráðamanna var mjög brengluð og hún er vitnisburður um óráðvendni útrásartímabilsins margumtalaða. Nú þurfum við að horfast í augu við staðreyndirnar og hætta meðvirkni með þeim sem fífluðu okkur. Auðvitað eiga stjórnirnar allar að víkja og hæft fólk að koma í þeirra stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er orðin heyrinkunn sú staðreynd að Harpa, hin nýja tónlistar- og ráðstefnuhöll, er rekin með fjögur hundruð milljóna króna halla og eru þó framlög úr opinberum sjóðum til hennar ærin. Stjórnendur Hörpu hafa látið hafa það eftir sér að ástæðan sé sú að fasteignagjöld sé svo miklu hærri en ráð var fyrir gert í áætlunum þeirra. Þetta finnst þeim svívirða og hafa á orði að þeir muni lögsækja yfirvöld og krefjast leiðréttingar. Ég kynntist undirbúningi að byggingu tónlistarhússins á meðan ég var verkefnisstjóri eins þeirra þriggja hópa sem gerðu tillögu að húsinu og tilboð í byggingu og rekstur þess. Ákveðin atriði í þeirri reynslu varpa ljósi á þá þessa skringilegu stöðu og öðrum þræði ber mér skylda til að greina frá þeim. Fyrirtækið sem stóð að þeirri tillögu sem ég stjórnaði var nefnt Viðhöfn – það fannst okkur á þeim tíma smellið. Húsið átti að standa við höfnina og vera viðhafnarhús öðrum þræði. Þeir sem tóku þátt í samkeppninni áttu að skila tillöguteikningum að húsinu ásamt áætlunum um listræna stefnu og rekstur. Miðað var við hús af ákveðinni stærð og sýna þurfti fram á að rekstur hússins stæði undir sér miðað við árlegt framlag opinberra aðila sem þegar hafði verið ákveðið, þar með talin leigugjöld Sinfóníuhljómsveitarinnar. Viðhöfn réð til sín einn af frægustu stjörnuarkitektum heims, Jean Nouvel, setti á fót sérfræðiteymi í rekstri listrænna viðburða og fékk þjónustu manna með afburða reynslu í gerð rekstraráætlana. Arkitektinn gerði tillögu að frumlegri byggingu sem líktist meira náttúrulegum hól en hefðbundnu húsi. Húsið hafði skírskotun til íslenskrar híbýlahefðar þar sem byggingarefnið er jarðvegur og húsið verður landslag. Verkfræðingar reiknuðu út að húsið yrði ekki dýrara en ráð hafði verið fyrir gert. Listrænu sérfræðingarnir og rekstrarfræðingarnir komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að ógerlegt væri að sýna fram á að fjárhagsdæmið gengi upp. Þetta olli áhyggjum. Við ræddum við forsvarsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en húsið var fyrst og fremst ætlað henni. Þá komumst við að raun um að Sinfóníuhljómsveitin hafði óskað eftir minni hljómleikasal en krafist var í samkeppnislýsingunni og ráðstefnuhluti hússins var ekki meginmarkmiðið. Með þessa vitneskju í farteskinu hittum við forsvarsmenn Austurhafnar, þess fyrirtækis sem Reykjavíkurborg og ríkisvaldið höfðu stofnsett til þess að hrinda byggingaráformunum í framkvæmd. Þar greindum við frá því að okkur virtist sem fjárhagslegar forsendur verkefnisins væru rangar. Ekki væri líklegt að hægt væri að reka jafn stórt og dýrt hús án þess að til kæmi aukið framlag úr opinberum sjóðum. Við spurðum hvort okkur væri heimilt að gera tillögu að minna húsi – að miða við hljómleikasal af þeirri stærð sem Sinfóníuhljómsveit Íslands teldi viðunandi og minnka líka ráðstefnuhluta hússins. Svar Austurhafnar var neitandi. Við yrðum að halda okkur við þær forsendur sem skilgreindar væru í keppnislýsingunni. Að öðrum kosti yrði tillaga okkar metin ógild. Við þetta sat og Viðhöfn skilaði tillögu að stærra húsi en okkur þótti við hæfi og við hagræddum forsendum rekstraráætlunar gegn betri vitund þannig að þær sýndu að hægt væri að reka húsið með því framlagi hins opinbera sem ákveðið hafði verið. Tillaga Viðhafnar var ekki valin, því miður. Þeir sem réðu ferðinni voru þeirrar skoðunar að æskilegra væri að byggja hús sem væri sem líkast því sem vænta mætti í stórborgum erlendis. Valin var tillaga fyrirtækis sem bauðst til þess að veita meira fé til byggingarinnar en ráð hafði verið fyrir gert. Húsið breyttist á hönnunartímanum, það stækkaði og byggingarkostnaður þess varð miklu meiri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir í upphafi samkeppninnar. Það liggur í augum uppi að hafi rekstrargrundvöllurinn verið hæpinn miðað við þann byggingarkostnað sem hafður var til hliðsjónar í upphafi, þá hlaut hann að verða fullkomlega ómögulegur eftir að byggingin var orðin miklu dýrari. Það hefur öllum viðkomandi verið ljóst frá upphafi en stjórnendur Hörpu hafa kosið að þegja um það þunnu hljóði og láta sem allt væri í stakasta lagi. Til þess að „fegra" ástandið er samin rekstraráætlun þar sem gert er ráð fyrir miklu, miklu lægri fasteignagjöldum en eðlilegt er. Svo þegar í ljós kemur hvernig staðan er, þá er því kennt um að fasteignagjöldin séu alltof há. Allir, bókstaflega allir, sem að þessu máli koma, þ.e.a.s. stjórna rekstri Hörpu og allra þeirra félaga sem þar koma að verki auk fulltrúa ríkis og Reykjavíkur sem hafa með málið að gera, vita hvernig í pottinn er búið. Allir voru samstiga í því að búa til blekkingaráætlun um framtíð Hörpu. Hvað má af þessu læra? Hvernig getur svona lagað gerst – og það á vegum opinberra aðila? Hvernig má það vera að flestir þeir sem stjórnuðu þessu verki eru enn við stjórnvölinn – eða er það ekki svo? Hvernig má það vera að þeir hóti ríki og borg, eigendum hússins, lögsókn vegna eðlilegra fasteignagjalda sem endurspegla byggingarkostnað hússins. Af hverju láta eigendur hússins þetta viðgangast? Er það vegna þess að þeir eru meðsekir í vitleysunni? Er það sanngjörn krafa að leigugjöld Sinfóníunnar verði hækkuð? Ráðamenn hennar vildu minna og ódýrara hús en að var stefnt en krafan nú er tilkomin vegna þess að byggt var enn þá stærra og miklu dýrara hús. Er þetta flottræfilsháttur sem allir eru sáttir við? Þeir sem ættu að svara spurningum af þessu tagi eru auðvitað mennta- og menningarmálaráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur. Harpa er þrátt fyrir alla glópskuna gott tónlistarhús og mjög mikilvæg fyrir menningarlíf okkar en hún er afsprengi tímaskeiðs þegar dómgreind ráðamanna var mjög brengluð og hún er vitnisburður um óráðvendni útrásartímabilsins margumtalaða. Nú þurfum við að horfast í augu við staðreyndirnar og hætta meðvirkni með þeim sem fífluðu okkur. Auðvitað eiga stjórnirnar allar að víkja og hæft fólk að koma í þeirra stað.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar