Innlent

Tveir sögðu sig úr hópi Frosta

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ástæðan var óánægja með breytingar sem Frosti gerði á skýrslunni.
Ástæðan var óánægja með breytingar sem Frosti gerði á skýrslunni. vísir/pjetur
Tveir hagfræðingar sem skipaðir voru í starfshóp Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahagsnefndar Alþingis, um endurbætur á peningakerfinu sögðu sig úr hópnum í síðasta mánuði. Breytingar sem Frosti gerði á skýrslunni urðu til þess að þeir sögðu sig úr hópnum.

RÚV greinir frá þessu en Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og fyrrverandi fulltrúi í starfshópnum, sendi Kastljósi yfirlýsingu þess efnis.

Kristrún segir í yfirlýsingunni að áætlað hefði verið að vinnan við skýrsluna tæki sex mánuði. Þegar samningurinn hafi runnið út í ágúst 2014 hafi skýrslan ekki verið endanlega frágengin en að hún og Davíð Stefánsson, annar fulltrúi hópsins, hefðu talið að litla vinnu vantaði upp á. Frosti hafi þá tekið þá ákvörðun að hann myndi sjálfur ganga frá skýrslunni og senda fulltrúum starfshópsins hana til skoðunar. Ljóst hafi verið að Frosti hefði gert efnislegar breytingar á skýrslunni sem þau gátu ekki sætt sig við. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að segja sig úr hópnum.

Einungis einn fulltrúi af þremur er skrifaður fyrir skýrslunni og furðaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á því í gær. Þá sagði hann einungis þriðjung ráðherra skilja brot af skýrslunni, sem rituð sé á afar flókinni hagfræðiensku. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×