Innlent

Tveir skjálftar yfir 4 stig í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Flestir skjálftarnir hafa mælst norðanmegin í Bárðarbunguöskjuna.
Flestir skjálftarnir hafa mælst norðanmegin í Bárðarbunguöskjuna. Vísir/Egill
Tveir skjálftar yfir 4 af stærð urðu í morgun við Bárðarbungu. Sá fyrri var af stærðinni 4,8 klukkan 9:16 og annar af stærðinni 4,5 tíu mínútum síðar.

Líkt og undanfarið mælist enn fjöldi jarðskjálfta við Bárðarbunguöskjuna, flestir norðan megin og allnokkrir í ganginum, allt frá gosstöðvum og um 10 kílómetrum inn undir Dyngjujökul.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að samkvæmt vefmyndavélum og teymi jarðvísindamanna á gosslóðum virðist sami gangur í gosinu og að vel hafi sést til gossins til rúmlega sjö í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×