Tveir lífeyrissjóðir eiga í öllum félögum á Aðallista Kauphallarinnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Spáð í spilin. Frá morgunverðarfundi sem haldinn var í nóvember síðastliðnum um lífeyrissjóðina og atvinnulífið. Fréttablaðið/GVA Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,44 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Umsvifin hafa aukist töluvert á einu ári, en í ársbyrjun í fyrra var frá því greint að sjóðirnir ættu um 29 prósent af heildarvirði skráðra hlutabréfa á listanum. Líkast til er eignarhlutur sjóðanna eitthvað stærri því í samantektinni er einungis horft til skráningar á lista yfir 20 stærstu eigendur hvers félags, eins og hún var um síðustu mánaðamót. Einhverjir sjóðir gætu átt smærri hlut sem ekki nær á listann, auk þess sem ekki er tekið tillit til eignar í hlutabréfasjóðum.Langmest eiga lífeyrissjóðir í N1, eða 60,4 prósent hlutafjár. Þar á eftir koma svo Icelandair og Vodafone þar sem sjóðirnir eiga 46,8 og 45,1 prósent. Minnst er eign þeirra í VÍS, 17,4 prósent. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hvetur lífeyrissjóði til að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja. Þess sé þörf í ljósi aukinna umsvifa þeirra innanlands vegna gjaldeyrishafta. Hætt sé við að halli á samkeppnisumhverfið ef eigendaaðhald er ónógt með fyrirtækjum. Eins þurfi að hafa sérstaka gát á eignarhaldi félaga sem eiga í samkeppni, en yfirferð á lista yfir 20 stærstu leiðir í ljós að sex lífeyrissjóðir eiga bæði í TM og VÍS í Kauphöllinni. Þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna meðal stærstu eigenda. Þá eiga tveir lífeyrissjóðir í öllum íslensku félögunum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar. Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,44 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Umsvifin hafa aukist töluvert á einu ári, en í ársbyrjun í fyrra var frá því greint að sjóðirnir ættu um 29 prósent af heildarvirði skráðra hlutabréfa á listanum. Líkast til er eignarhlutur sjóðanna eitthvað stærri því í samantektinni er einungis horft til skráningar á lista yfir 20 stærstu eigendur hvers félags, eins og hún var um síðustu mánaðamót. Einhverjir sjóðir gætu átt smærri hlut sem ekki nær á listann, auk þess sem ekki er tekið tillit til eignar í hlutabréfasjóðum.Langmest eiga lífeyrissjóðir í N1, eða 60,4 prósent hlutafjár. Þar á eftir koma svo Icelandair og Vodafone þar sem sjóðirnir eiga 46,8 og 45,1 prósent. Minnst er eign þeirra í VÍS, 17,4 prósent. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hvetur lífeyrissjóði til að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja. Þess sé þörf í ljósi aukinna umsvifa þeirra innanlands vegna gjaldeyrishafta. Hætt sé við að halli á samkeppnisumhverfið ef eigendaaðhald er ónógt með fyrirtækjum. Eins þurfi að hafa sérstaka gát á eignarhaldi félaga sem eiga í samkeppni, en yfirferð á lista yfir 20 stærstu leiðir í ljós að sex lífeyrissjóðir eiga bæði í TM og VÍS í Kauphöllinni. Þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna meðal stærstu eigenda. Þá eiga tveir lífeyrissjóðir í öllum íslensku félögunum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar.
Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00
Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15
Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00