Innlent

Tveir í haldi grunaðir um úraþjófnað

Valur Grettisson skrifar
Úraþjófar.
Úraþjófar.

Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um ránið í skartgripaversluninni Leonard. Annar var handtekinn í gær en hinn í morgun. Annar er á tvítugsaldrinum en hinn á þrítugsaldrinum. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Verknaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar sem eru í versluninni.

Tveir þjófar fóru inn í verslunina, sem er í Kringlunni, upp úr hádegi í gær og spenntu upp skáp með dýrmætum úrum.

Þjófarnir gripu 6 úr og hlupu svo í burtu. Starfsmenn öryggisgæslunnar og starfsmenn eltu þjófana en misstu af þeim fyrir utan Kringluna.

Talið er að verðmæti úranna sé um fimm milljónir króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×