Innlent

Tveimur konum bjargað í Glymsgili

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm
Tveimur göngukonum var í kvöld bjargað í Glymsgili í Hvalfirði af björgunarsveitarmönnum frá Akranesi. Göngufélagi kvennanna hringdi í Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð en þær voru örmagna í sjálfheldu.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í fyrstu talið að verkefnið krefðist töluverðrar línuvinnu og voru því kallaðar út fleiri björgunarsveitir af Vesturlandi. Fljótleg akom í ljós að ekki væri þörf á slíku viðbragði og voru því björgunarsveitir sendar til baka.

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarfélagi Akraness fylgdu konunum niður úr gilinu en þær reyndust heilar á húfi en voru orðnar nokkuð kaldar og skelkaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×