Innlent

Tveimur háhyrningum bjargað í Heiðarhöfn - fjórir munu drepast

Frá björgunaraðgerðunum.
Frá björgunaraðgerðunum. mynd/ Hilma Steinarsdóttir.
Fjórir háhyrningar eru enn í fjörunni í Heiðarhöfn á Langanesi samkvæmt Hilmu Steinarsdóttur, björgunarsveitarmanni og íbúa á svæðinu.

Hún hefur verið að fylgjast með aðgerðunum en sjálf sinnti hún ekki útkallinu. sex háhyrninga rak upp í fjöruna um klukkan tvö í dag og tókst að bjarga tveimur. Þá var þeim þriðja bjargað en sá synti rakleitt aftur upp í fjöruna og situr þar fastur.

„Ég held að þetta hafi aldrei gerst,“ segir Hilma í samtali við Vísi og bætir við að það sé enn sjaldgæfara að háhyrningar sjáist á þessum slóðum.

Sjö til átta menn úr björgunarsveitinni Hafliða voru í flotgöllum og reyndu að koma dýrunum aftur út í sjóinn. Þeir eru hættir störfum nú að sögn Siggeirs Stefánssonar formanns björgunarsveitarinnar, en sum dýrin eru ansi stór, og telja björgunarsveitarmennirnir að það sé fullreynt að koma þeim út í sjó. Það er því viðbúið að skepnurnar drepist í fjörunni.

„Ég man ekki eftir öðru eins,“ svarar Siggeir spurður hvort hann viti til þess að svona lagað hafi gerst áður. „Þetta er mjög sérstakt,“ bætir hann við að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×