Tvær hliðar á sama eða sitthvorum peningnum? Frosti Ólafsson skrifar 19. september 2013 10:24 Umræða um forsendubrest á húsnæðislánamarkaði, möguleika á skuldaniðurfærslu vegna hans og aðferðir til að færa þann kostnað á erlenda kröfuhafa, hefur þakið marga fermetra á blöðum landsmanna undanfarin misseri. Það kemur kannski ekki á óvart, enda þungamiðja nýlegrar kosningabaráttu og samkvæmt orðum forsætisráðherra róttækasta aðgerð stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Það sem kemur öllu meira á óvart er hversu ógagnsæ umræðan hefur verið, sérstaklega í ljósi þess um hversu umfangsmikið mál er að ræða. Ein af höfuðástæðum þess hve ógagnsæ hún hefur reynst er sú beina tenging sem hefur verið búin til á milli skuldaniðurfærslu og uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna. Sterk rök og forsendur eru fyrir því að ná hagfelldu uppgjöri við kröfuhafa bankanna. Ef tryggja á ytri sjálfbærni hagkerfisins og skilyrði fyrir afnámi hafta verður ekki hægt að greiða útistandandi kröfur að fullu á gengi dagsins í dag. Um þetta eru flestir sammála. Með hliðsjón af þessu er hagfelld niðurstaða í uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þannig mætti segja að þessi tvö mál tengist ófrávíkjanlega og séu tvær hliðar á sama peningi.Veikari samningsstaða Það sama á ekki við um niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána. Sú aðgerð tengist áðurnefndu afnámi hafta og samningum við kröfuhafa ekki að öðru leyti en því að fjármögnun hennar myndi reynast ríkissjóði auðveldari ef hagfelld niðurstaða næst í uppgjöri við kröfuhafa. Þvert á móti má færa fyrir því rök að samningsstaða gagnvart kröfuhöfum verði veikari og útfærsla afnáms hafta flóknari ef nauðsyn þykir að tengja þær aðgerðir við niðurfærslu húsnæðislána. Rétt er að undirstrika að markmið þessarar greinar er ekki að meta efnahagslegar afleiðingar eða réttmæti skuldaniðurfærslu. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og gerist með aðrar millifærslur á vegum hins opinbera. Það er aftur á móti grundvallarkrafa að gagnsæi ríki í pólitískri umræðu, sér í lagi þegar um jafn umfangsmikið mál er að ræða. Niðurfærsla skulda verður aldrei ókeypis eða algjörlega laus við neikvæðar afleiðingar. Það er pólitísk ákvörðun hvort ráðast skuli í hana og eðlilegt að stjórnmálamenn ræði hana á þeim grundvelli. Afnám hafta er aftur á móti lykilþáttur í efnahagslegri uppbyggingu Íslands og þar með bættum lífskjörum allra Íslendinga til lengri tíma. Til að hægt sé að losa höftin þarf að liggja fyrir skynsamleg og hagfelld útfærsla á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Það er afar óheppilegt ef mótun tillagna og ákvörðun um niðurfærslu skulda tefur fyrir eða eykur flækjustig þess ferlis, enda um tvær aðskildar ákvarðanir og aðgerðir að ræða. Þar er því um sitthvorn peninginn að ræða í orðsins fyllstu merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um forsendubrest á húsnæðislánamarkaði, möguleika á skuldaniðurfærslu vegna hans og aðferðir til að færa þann kostnað á erlenda kröfuhafa, hefur þakið marga fermetra á blöðum landsmanna undanfarin misseri. Það kemur kannski ekki á óvart, enda þungamiðja nýlegrar kosningabaráttu og samkvæmt orðum forsætisráðherra róttækasta aðgerð stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Það sem kemur öllu meira á óvart er hversu ógagnsæ umræðan hefur verið, sérstaklega í ljósi þess um hversu umfangsmikið mál er að ræða. Ein af höfuðástæðum þess hve ógagnsæ hún hefur reynst er sú beina tenging sem hefur verið búin til á milli skuldaniðurfærslu og uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna. Sterk rök og forsendur eru fyrir því að ná hagfelldu uppgjöri við kröfuhafa bankanna. Ef tryggja á ytri sjálfbærni hagkerfisins og skilyrði fyrir afnámi hafta verður ekki hægt að greiða útistandandi kröfur að fullu á gengi dagsins í dag. Um þetta eru flestir sammála. Með hliðsjón af þessu er hagfelld niðurstaða í uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þannig mætti segja að þessi tvö mál tengist ófrávíkjanlega og séu tvær hliðar á sama peningi.Veikari samningsstaða Það sama á ekki við um niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána. Sú aðgerð tengist áðurnefndu afnámi hafta og samningum við kröfuhafa ekki að öðru leyti en því að fjármögnun hennar myndi reynast ríkissjóði auðveldari ef hagfelld niðurstaða næst í uppgjöri við kröfuhafa. Þvert á móti má færa fyrir því rök að samningsstaða gagnvart kröfuhöfum verði veikari og útfærsla afnáms hafta flóknari ef nauðsyn þykir að tengja þær aðgerðir við niðurfærslu húsnæðislána. Rétt er að undirstrika að markmið þessarar greinar er ekki að meta efnahagslegar afleiðingar eða réttmæti skuldaniðurfærslu. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og gerist með aðrar millifærslur á vegum hins opinbera. Það er aftur á móti grundvallarkrafa að gagnsæi ríki í pólitískri umræðu, sér í lagi þegar um jafn umfangsmikið mál er að ræða. Niðurfærsla skulda verður aldrei ókeypis eða algjörlega laus við neikvæðar afleiðingar. Það er pólitísk ákvörðun hvort ráðast skuli í hana og eðlilegt að stjórnmálamenn ræði hana á þeim grundvelli. Afnám hafta er aftur á móti lykilþáttur í efnahagslegri uppbyggingu Íslands og þar með bættum lífskjörum allra Íslendinga til lengri tíma. Til að hægt sé að losa höftin þarf að liggja fyrir skynsamleg og hagfelld útfærsla á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Það er afar óheppilegt ef mótun tillagna og ákvörðun um niðurfærslu skulda tefur fyrir eða eykur flækjustig þess ferlis, enda um tvær aðskildar ákvarðanir og aðgerðir að ræða. Þar er því um sitthvorn peninginn að ræða í orðsins fyllstu merkingu.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar