Tugmilljarða framkvæmdir í borginni á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2015 19:15 Ferðaþjónustan hefur dregið vagninn í atvinnumálum borgarinnar. 35 milljarðar í uppbyggingu hótela á þessu ári og næsta auk annarra framkvæmda upp á milljarða króna. vísir/valli Miklum samdrætti sem varð í framkvæmdum í Reykjavík eftir hrun er lokið því áætlanir eru uppi um tugmilljarða framkvæmdir á þessu ári. Borgarstjóri segir ferðaþjónustuna mikilvæga í endurreisninni eftir hrun en að mjög fjölbreytt verkefni séu framundan. Á opnum kynningarfundi borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun kom fram að gríðarlegar framkvæmdir eru framundan í borginni á þessu ári, á vegum borgarinnar sjálfrar en ekki hvað síst á vegum einkaaðila. Það vekur athygli að það er ferðaþjónustan sem heldur áfram að draga vagninn eins og öll árin eftir hrun. „Reykjavík mun draga hagvöxt á Íslandi alla vegna næstu fimm til tíu ár sýnist okkur. Í fyrsta lagi eru þetta miklar fjárfestingar í hótelum og ferðaþjónustu. Um fimmtán hundruð herbergi sem eru að klárast eða fara af stað á þessu ári og næsta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þar af 817 hótelherbergi á þessu ári víðs vegar um miðborgina og segir borgarstjóri að ákveðið hafi verið að takmarka hótelrými við 23 prósent húsnæðis í Kvosinni og til greina komi að takmarka það einnig við Laugaveginn. Fjárfestingin í hótelum á þessu ári og næsta er um 35 milljarðar króna. Í öðru lagi segir borgarstjóri miklar framkæmdir framundan í þekkingariðnað í tengslum við háskólana og Landsspítalann. „Í þriðja lagi eru mjög mörg ný verkefni að koma inn á hafnarsvæðin. Það eru mjög stórar tölur þar ef allt gengur eftir og við erum líka að vinna í haginn fyrir grænan iðnað á nýjum atvinnusvæðum,“ segir borgarstjóri. Þá séu einkaaðilar með í bígerð fjölda íbúða víðs vegar um borgina þar sem byggð verði þéttt og þar komi borgin sums staðar að málum varðndi félagslégt húsnæði og leiguhúsnæði og sömuleiðis verði miklar framkvæmdir við skóla og tómstundahúsnæði sem og gatnakerfið. En borgin ein og sér mun framkvæma fyrir tæpa tíu milljarða á þessu ári.Fyrir hrun var talað um kranahagfræði, þar sem fjöldi byggingarkrana gat gefið vísbendingu um ofþennslu. Er engin hætta á henni í framkvæmdum nú? „Jú, það er alltaf hætta á því. Þess vegna er svona fundur svo mikilvægur. Við erum að gefa upplýsingar um það sem er í pípunum til að við getum öll tekið betri ákvarðanir,“ segir Dagur.Um átta þúsund aðilar stunda ferðaþjónustu í borginni og hvergi hefur störfum fjölgað eins mikið og tekjur aukist með sama hætti.Má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað Reykjavík út úr kreppunni? „Hún var eitt af því, alveg klárlega. En ég vil samt ekki gera lítið úr því að öll fyrirtækin í borginni þurftu að hugsa sitt og fara í gegnum ákveðna endurskipulagningu. Við erum öll að koma út úr ákveðnu fjárfestinga- og framkvæmdastoppi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Miklum samdrætti sem varð í framkvæmdum í Reykjavík eftir hrun er lokið því áætlanir eru uppi um tugmilljarða framkvæmdir á þessu ári. Borgarstjóri segir ferðaþjónustuna mikilvæga í endurreisninni eftir hrun en að mjög fjölbreytt verkefni séu framundan. Á opnum kynningarfundi borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun kom fram að gríðarlegar framkvæmdir eru framundan í borginni á þessu ári, á vegum borgarinnar sjálfrar en ekki hvað síst á vegum einkaaðila. Það vekur athygli að það er ferðaþjónustan sem heldur áfram að draga vagninn eins og öll árin eftir hrun. „Reykjavík mun draga hagvöxt á Íslandi alla vegna næstu fimm til tíu ár sýnist okkur. Í fyrsta lagi eru þetta miklar fjárfestingar í hótelum og ferðaþjónustu. Um fimmtán hundruð herbergi sem eru að klárast eða fara af stað á þessu ári og næsta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þar af 817 hótelherbergi á þessu ári víðs vegar um miðborgina og segir borgarstjóri að ákveðið hafi verið að takmarka hótelrými við 23 prósent húsnæðis í Kvosinni og til greina komi að takmarka það einnig við Laugaveginn. Fjárfestingin í hótelum á þessu ári og næsta er um 35 milljarðar króna. Í öðru lagi segir borgarstjóri miklar framkæmdir framundan í þekkingariðnað í tengslum við háskólana og Landsspítalann. „Í þriðja lagi eru mjög mörg ný verkefni að koma inn á hafnarsvæðin. Það eru mjög stórar tölur þar ef allt gengur eftir og við erum líka að vinna í haginn fyrir grænan iðnað á nýjum atvinnusvæðum,“ segir borgarstjóri. Þá séu einkaaðilar með í bígerð fjölda íbúða víðs vegar um borgina þar sem byggð verði þéttt og þar komi borgin sums staðar að málum varðndi félagslégt húsnæði og leiguhúsnæði og sömuleiðis verði miklar framkvæmdir við skóla og tómstundahúsnæði sem og gatnakerfið. En borgin ein og sér mun framkvæma fyrir tæpa tíu milljarða á þessu ári.Fyrir hrun var talað um kranahagfræði, þar sem fjöldi byggingarkrana gat gefið vísbendingu um ofþennslu. Er engin hætta á henni í framkvæmdum nú? „Jú, það er alltaf hætta á því. Þess vegna er svona fundur svo mikilvægur. Við erum að gefa upplýsingar um það sem er í pípunum til að við getum öll tekið betri ákvarðanir,“ segir Dagur.Um átta þúsund aðilar stunda ferðaþjónustu í borginni og hvergi hefur störfum fjölgað eins mikið og tekjur aukist með sama hætti.Má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað Reykjavík út úr kreppunni? „Hún var eitt af því, alveg klárlega. En ég vil samt ekki gera lítið úr því að öll fyrirtækin í borginni þurftu að hugsa sitt og fara í gegnum ákveðna endurskipulagningu. Við erum öll að koma út úr ákveðnu fjárfestinga- og framkvæmdastoppi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira