Erlent

Tugir ungmenna létust í sjálfsvígssprengjuárás

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað í Yahyakhail í Paktika-héraði, einu óstöðugasta svæði landsins.
Árásin átti sér stað í Yahyakhail í Paktika-héraði, einu óstöðugasta svæði landsins. Vísir/AFP
Að minnsta kosti fimmtíu manns eru látnir og fleiri tugir særðir eftir að sjálfsvígssprengjumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp innan um áhorfendur á fjölmennum blakleik í austurhluta Afganistans í gær.

Árásin átti sér stað í Yahyakhail í Paktika-héraði, einu óstöðugasta svæði landsins. Flestir hinna látnu voru ungmenni, en ungmennamót stóð þar yfir milli þriggja félaga í Paktika-héraði þegar árásin var gerð.

Í frétt Guardian segir að tveir hermenn NATO hafi látist í annarri árás í höfuðborginni Kabúl í dag.  Þjóðerni mannanna hefur enn ekki verið gefið upp. Alls hafa 63 hermenn NATO látist í árárum í landinu það sem af er ári, þar af 46 Bandaríkjamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×