Tugir létust í loftárás í Sýrlandi

 
Erlent
23:37 16. MARS 2017
Mađur situr í rústum moskunnar í kvöld.
Mađur situr í rústum moskunnar í kvöld. VÍSIR/GETTY

Að minnsta kosti 42 létust í loftárás sem gerð var á mosku í sýrlensku þorpi sem er á valdi uppreisnarmenn en þorpið er skammt frá Aleppó að því er fram kemur í frétt BBC. Mikill fjöldi fólks var samankominn í moskunni fyrir kvöldbænir þegar árásin var gerð en flestir hinna látnu eru almennir borgarar.

Í frétt BBC segir að ekki liggi fyrir hverjir hafi gert árásina en sýrlenski herinn, rússneski herinn og bandaríski herinn hafa allir staðið fyrir loftárásum á svæðinu.

Blaðamaðurinn Samuel Oakford greinir hins vegar frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafi fengið staðfestingu á því frá bandarískum embættismönnum að árásin hafi verið gerð af Bandaríkjaher.

Skotmarkið hafi verið fundarstaður hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída sem á að hafa verið hinu megin við götuna frá moskunni.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Tugir létust í loftárás í Sýrlandi
Fara efst