Innlent

Tugir á biðlista hjá dagmæðrum í Reykjavík

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Tugir barna eru á biðlista hjá tveimur dagmæðrum í miðbæ Reykjavíkur. Þær segja að borgin þurfi að bregðast við vandanum. Dagforeldrum hefur fækkað talsvert undanfarin ár.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um unga foreldra, með 11 mánaða gamalt barn, sem hvergi fær pláss í daggælsu í Reykjavík. Þau hafa fengið þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018.

Fjölmargir foreldrar á Íslandi í dag eru í nákvæmlega sömu stöðu í dag.

Dagmæðrunum Hrefnu Sif Garðarsdóttur og Guðnýu Ólafsdóttur segja leiðinlegt að þurfa að neita foreldrum barna um pláss í daggæslu.

Eins og staðan er í dag eru tugir barna á biðlista.

Hrefna Sif og Guðný eru sammála um að borgin þurfi að bregðast við vandanum. Það komi oft fyrir að börn fái ekki pláss á leikskóla og þurfi þar af leiðandi að vera lengur í daggæslu hjá dagforeldrum. Þær segja að umræðan í dag sé ekki ný af nálinni en daggæslupláss hafi lengi verið vandamál. Dagmæðrum í Reykjavík hafi fækkað um 50 á síðustu þremur árum.

Viðtal við Guðnýu Sif og Hrefnu má sjá í spilaranum hér að ofan.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×