Körfubolti

Tryggvi Snær í lokahópnum fyrir EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Hlinason.
Tryggvi Hlinason. vísir/stefán
Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn stóri úr Bárðardal, hefur verið valinn í lokahóp Íslands fyrir undankeppni EM í haust en hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalshöll í dag.

Craig Pedersen tilkynnti þá val sitt á tólf manna leikmannahóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2017.

Tryggvi Snær fær tækifærið en hann spilaði vel með Þór Akureyri í 1. deildinni í fyrra og hefur verið orðaður við Valencia á Spáni. Þá var hann í stóru hlutverki með U-20 liði Íslands sem vann silfur í B-deild EM í Grikklandi í sumar.

Fjórir leikmenn detta úr hópnum nú frá sextán manna æfingahópnum en auk Ragnars eru það Darri Hilmarsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.

Fyrsti leikur Íslands verður gegn Sviss á miðvikudag en strákarnir leika svo gegn Ísrael ytra á laugardag. Ísland mun fara í útileikina með fjórtán leikmenn og bætast þá Sigurður Gunnnar og Ólafur Ólafsson með í för.

Landsliðshópur Íslands:

Axel Kárason, Svendborg Rabbits

Brynjar Þór Björnsson, KR

Elvar Már Friðriksson, Barry/Njarðvík

Haukur Helgi Pálsson, Rouen Metropole Basket

Hlynur Bæringsson (án félags)

Hörður Axel Vilhjálmsson, Rythmos BC

Jón Arnór Stefánsson, KR

Kristófer Acox, Fuman University/KR

Logi Gunnarsson, Njarðvík

Martin Hermannsson, Etoile de Charleville-Mezeres

Tryggvi Þór Hlinason, Þór Akureyri

Ægir Þór Steinsarsson, San Pablo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×