Fótbolti

Tryggvi Guðmundsson - Sagan mín er lokaþáttur Goðsagna | Sjáðu stikluna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lokaþáttur knattspyrnuþáttanna Goðsagnir efstu deildar er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld, en síðasti þátturinn fjallar um Tryggva Guðmundsson.

Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, en hann skoraði 131 mark í 241 leik fyrir ÍBV, KR, FH og Fylki.

Sjá einnig: Er þetta flottasta mark Tryggva Guðmundssonar? | Myndband

Hann vann Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum, þar af einu sinni með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, og varð bikarmeistari tvisvar sinnum.

Tryggvi var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 1997 þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistara ÍBV, en hann er einn af fjórum sem hefur skorað 19 mörk á einu tímabili í efstu deild. Enginn hefur skorað fleiri mörk á einu sumri.

Lokaþátturinn er eilítið frábrugðin hinum níu. Kalla má hann: Tryggvi Guðmundsson - Sagan mín.

Í lok hans má sjá glænýtt viðtal sem Sighvatur Jónsson tók við Tryggva sérstaklega fyrir lokaþáttinn. Þar fer Tryggvi yfir atburði síðustu viku og talar opinskátt um djöfla sína.

Þetta er þáttur sem enginn knattspyrnuáhugamaður má missa af, en hann verður frumsýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.00 í kvöld.

Stiklu fyrir þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×