Fótbolti

Tryggðu þér miða á leiki stelpnanna á EM í Hollandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Já, stelpur. Við sjáumst á EM.
Já, stelpur. Við sjáumst á EM. vísir/anton brink
Miðasla fyrir stuðningsmenn Íslands á leiki stelpnanna okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta á EM 2017 í Hollandi sem fram fer í júlí hefst í hádeginu í dag. Miðasalan fer fram á miði.is en hana má finna með því að smella hér.

Fyrsti leikur Íslands verður á móti Frakklandi í Tilburg 18. júlí, annar leikurinn er gegn Sviss í Doetinchem 22. júlí og síðasti leikurinn í riðlinum er á móti Austurríki en hann fer fram í Rotterdam 26. júlí.

Hægt er að kaupa 50 miða í einu þannig stórir og góðir hópar geta tryggt sér miða saman á leiki stelpnanna okkar. Hægt er að velja um tvo verðflokka á fyrstu tvo leikina en aðeins eru til miðar í verðflokki 2 á síðasta leikinn gegn Austurríki í Rotterdam.

Það þarf tæplega að brjóta sparibaukinn til að versla sér miða á Evrópumótið en miðaverði er stillt í hóf. Miðar í verðflokki 1 kostar ekki nema 1.700 krónur en miðar í verðflokki 2 kosta 3.000 krónur. Barnamiðar kosta svo 850 krónur í verðflokki 2 og 1.500 krónur í verðflokki 1.

Icelandair býður upp á pakkaferðir á leiki riðlakeppninnar en nánari upplýsingar og útfærslur á þeim má finna hér. Gaman Ferðir eru einnig með pakkaferðir með stelpunum en upplýsingar um þær má sjá hér. Frétt KSÍ um miðasöluna má lesa hér en viðburðinn á síðu miði.is má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×