Erlent

Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Þar á meðal eru æðstu stöður ríkisstjórnar Trump og hefur framboðsteymi hans nú unnið hörðum höndum að því að finna hæfilegt starfsfólk í stöðurnar.

Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar mun Trump fá aðstoða vanra manna við að byggja upp ríkisstjórn sína. Það verða þeir Mike Rodgers, þingmaður og fyrrverandi starfsmaður FBI, og Ken Blackwell, fyrrum borgarstjóri Cincinnati og innanríkisráðherra Ohio.

Þó er búist við því að Trump muni verðlauna nokkra af sínum helstu stuðningsmönnum með störfum í ríkisstjórn sinni. Þar fara fremst þeir Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New YorkSteve Mnuchin, fjármálastjóri framboðs Trump, og Newt Gingrich, fyrrum forseti þingsins.

Þar að auki eru nokkrir fyrrum mótframbjóðendur Trump, sem studdu hann svo í baráttunni við Clinton taldir líklegir til að fá stöður í ríkisstjórn hans eins og Chris Christie og Ben Carson.

Guardian bendir á að mikið ósamræmi hafi verið í stefnu Trump varðandi mörg málefni og honum virðist oft snúast hugur. Mögulega fái ráðherrar og meðlimir teymis Trump mikið frelsi í ákvarðanatöku sinni.

CNN hefur tekið saman hverja Trump gæti helstu stöður ríkisstjórnar sinnar.

Giuliani er talinn koma til greina í margar stöður í ríkisstjórn Trump. Þar á meðal eru starfsmannastjóri Hvíta hússins, dómsmálaráðherra og yfirmaður CIAChris Christie er einnig líklegur í nokkrar stöður ríkisstjórnarinnar eins og dómsmálaráðherra og starfsmannastjóri. Ben Carson er sagður koma til greina sem menntamálaráðherra eða heilbrigðismálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×