Körfubolti

Tröllatvenna Harden er Houston stöðvaði sigurgöngu Toronto

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Harden, leikmaður Houston.
James Harden, leikmaður Houston. Vísir/Getty
Toronto tapaði sínum fyrsta heimaleik í tvo mánuði er liðið mætti Houston á heimavelli nótt.

Houston vann leikinn með sex stiga mun, 113-107, en Toronto hafði unnið tólf heimaleiki í röð sem er félagsmet. Houston hafði þess fyrir utan ekki unnið leik í Toronto í níu ár.

James Harden átti stórleik en hann skoraði 40 stig og bætti við fjórtán stoðsendingum þar að auki. Corey Brewer kom sterkur inn af bekknum og skoraði 23 stig.

Luis Scola skoraði 21 stig fyrir Toronto sem náði mest átján stiga forystu í öðrum leikhluta.

Sjá einnig: Ótrúlegt en satt | Sjötta tap Golden State kom á móti Lakers

Oklahoma City vann Milwaukee, 104-96, með 32 stigum og tólf fráköstum frá Kevin Durant. Þá var Russell Westbrook með þrefalda tvennu í tíunda sinn á tímabiliniu - fimmtán stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Milwaukee - Oklahoma City 96-104

LA Lakers - Golden State 112-95

Memphis - Phoenix 100-109

Denver - Dallas 116-114

Detroit - Portland 123-103

Miami - Philadelphia 103-98

Toronto - Houston 107-113

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×