FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Hreinsanir hjá Man Utd: Schweinsteiger líklega á förum

SPORT

Treyja Herra stóra skots hengd upp í rjáfur

 
Körfubolti
08:05 11. FEBRÚAR 2016
Billups-fjölskyldan viđ athöfnina í nótt.
Billups-fjölskyldan viđ athöfnina í nótt. VÍSIR/AFP
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Treyja Chauncey Billups var hengd upp í rjáfur við hátíðlega athöfn í The Palace of Auburn Hills, heimavelli Detroit Pistons, í nótt.

Billups er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Detroit en hann var í lykilhlutverki þegar liðið vann NBA-meistaratitilinn árið 2004 eftir 4-1 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitaeinvíginu.

Billups er annar leikmaðurinn úr meistaraliði Detroit frá 2004 sem fær treyjuna sína hengda upp í rjáfur en í síðasta mánuði varð Ben Wallace þess heiðurs aðnjótandi.

Eftir að hafa leikið með fjórum liðum á fyrstu fimm árum sínum í NBA samdi Billups við Detroit sumarið 2002.

Billups, sem fékk viðurnefnið Herra stóra skot, lék í sex ár með Detroit en á þeim tíma komst liðið sex sinnum í úrslit Austurdeildarinnar, tvisvar í lokaúrslitin og varð einu sinni meistari. Billups var valinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna þegar Detroit varð meistari 2004.

Billups sneri aftur til Detroit fyrir tímabilið 2013-14 en spilaði aðeins 19 leiki með liðinu vegna meiðsla sem plöguðu hann á síðustu árum ferilsins.

Myndband frá athöfninni má sjá hér að neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Treyja Herra stóra skots hengd upp í rjáfur
Fara efst