Enski boltinn

Tottenham fór á taugum og Leicester er Englandsmeistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Öskubuskuævintýri Leicester City var fullkomnað í kvöld er liðið varð Englandsmeistari. Tottenham gerði þá jafntefli gegn Chelsea og það þýðir að liðið getur ekki lengur náð Leicester.

Leicester City er því orðið enskur meistari þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. Ótrúlegt.

Tottenham mætti geysilega vel stemmt til leiks og leiddi í leikhléi, 2-0, með mörkum frá Harry Kane og Heung-Min Son.

Ekkert sem benti til annars en að Spurs myndi halda lífi í toppbaráttunni en það átti eftir að breytast í síðari hálfleik.

Gary Cahill kom Chelsea inn í leikinn á 58. mínútu með skoti úr teignum eftir hornspyrnu. Það var svo Eden Hazard sem jafnaði leikinn sjö mínútum fyrir leikslok með stórkostlegu marki og þar við sat.

Leikmenn Leicester eru því núna heima hjá sér að fagna eins og óðir menn.



Son kemur Spurs í 2-0. Cahill minnkar muninn. 2-1. Hazard jafnar og færir Leicester titilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×