Tossarnir okkar Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. júní 2013 09:20 „Æ, maður verður nú að geta sýnt fram á að maður geti klárað fleira en morgunmatinn sinn,“ sagði við mig náungi sem ég hitti í gær. Nýtur þjóðfélagsþegn í dag, en getur ekki fengið formleg starfsréttindi – af því að hann kláraði ekki grunnskóla. „Ég er einn af þeim,“ sagði hann við mig og brosti kankvís, „tossunum“. Þau hjónin ætla að eyða sumarfríinu við þá rómantísku iðju að læra stærðfræði. Freista þess að ná áfanga í algebru svo hann fái einhvern tímann réttindi í sínu fagi. Hann er einn af mörgum sem voru „sviknir“ af skólakerfinu. Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari við Flensborg, er einn af mörgum góðum viðmælendum mínum í þáttaröðinni Tossarnir á Stöð 2. Í DV í fyrradag segir hann það einkennandi fyrir þættina að fullyrðingum sé slengt fram og ýjar að því að farið sé óvarlega með tölur. Þessu verð ég að mótmæla. Magnús skrifar: „Dæmi: Strákum gengur verr í skóla en stelpum. Rangt.“ Ótal tölur benda til þess að fleiri strákar en stelpur fúnkeri illa í skóla. Rannsóknir og greining, sem hefur rannsakað hagi ungmenna á Íslandi í um tuttugu ár, var svo elskuleg að vinna úr sínum gögnum fyrir þættina. Tölfræði frá þeim sýnir m.a.: Árið 2012 leiddist nærri tvöfalt fleiri strákum (29%) en stelpum (16%) námið í 9. og 10. bekk. Kynjamunur hefur verið viðvarandi í þessu um árabil. Auk þess:Samkvæmt Hagstofunni (fólk innritað í framhaldsskóla 2003) höfðu 36% strákanna útskrifast eftir fjögur ár en 52% stelpna.Kynjamunur hefur verið viðvarandi í PISA-rannsóknum á Íslandi allt frá árinu 2000.Enginn hefur samúð með Excel-tölumÖll tölfræði í Tossunum er byggð á traustum gögnum. Hins vegar er skoðunum slengt fram, eðli máls samkvæmt. Ekki veit ég hvort það er „femínismi“ eða „andfemínismi“ sem er að skaða drengi í skólum. Held það sé ekki hægt að mæla það. Þá segir Magnús þættina öfluga „en svolítið ruglingslega“. Það hefur enginn samúð með Excel-tölum. Við getum hins vegar skilið og skynjað vandann í gegnum ruglingslegt líf fólks sem flosnaði upp úr skóla – og vonandi gert eitthvað í þessu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Æ, maður verður nú að geta sýnt fram á að maður geti klárað fleira en morgunmatinn sinn,“ sagði við mig náungi sem ég hitti í gær. Nýtur þjóðfélagsþegn í dag, en getur ekki fengið formleg starfsréttindi – af því að hann kláraði ekki grunnskóla. „Ég er einn af þeim,“ sagði hann við mig og brosti kankvís, „tossunum“. Þau hjónin ætla að eyða sumarfríinu við þá rómantísku iðju að læra stærðfræði. Freista þess að ná áfanga í algebru svo hann fái einhvern tímann réttindi í sínu fagi. Hann er einn af mörgum sem voru „sviknir“ af skólakerfinu. Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari við Flensborg, er einn af mörgum góðum viðmælendum mínum í þáttaröðinni Tossarnir á Stöð 2. Í DV í fyrradag segir hann það einkennandi fyrir þættina að fullyrðingum sé slengt fram og ýjar að því að farið sé óvarlega með tölur. Þessu verð ég að mótmæla. Magnús skrifar: „Dæmi: Strákum gengur verr í skóla en stelpum. Rangt.“ Ótal tölur benda til þess að fleiri strákar en stelpur fúnkeri illa í skóla. Rannsóknir og greining, sem hefur rannsakað hagi ungmenna á Íslandi í um tuttugu ár, var svo elskuleg að vinna úr sínum gögnum fyrir þættina. Tölfræði frá þeim sýnir m.a.: Árið 2012 leiddist nærri tvöfalt fleiri strákum (29%) en stelpum (16%) námið í 9. og 10. bekk. Kynjamunur hefur verið viðvarandi í þessu um árabil. Auk þess:Samkvæmt Hagstofunni (fólk innritað í framhaldsskóla 2003) höfðu 36% strákanna útskrifast eftir fjögur ár en 52% stelpna.Kynjamunur hefur verið viðvarandi í PISA-rannsóknum á Íslandi allt frá árinu 2000.Enginn hefur samúð með Excel-tölumÖll tölfræði í Tossunum er byggð á traustum gögnum. Hins vegar er skoðunum slengt fram, eðli máls samkvæmt. Ekki veit ég hvort það er „femínismi“ eða „andfemínismi“ sem er að skaða drengi í skólum. Held það sé ekki hægt að mæla það. Þá segir Magnús þættina öfluga „en svolítið ruglingslega“. Það hefur enginn samúð með Excel-tölum. Við getum hins vegar skilið og skynjað vandann í gegnum ruglingslegt líf fólks sem flosnaði upp úr skóla – og vonandi gert eitthvað í þessu!
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun