MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 19:00

Áhersla lögđ á leynd yfir baksamningum

FRÉTTIR

Toronto vann uppgjöriđ gegn Cleveland | Öll úrslit kvöldsins

 
Körfubolti
11:00 27. FEBRÚAR 2016
Kyle Lowry sćkir hér inn ađ körfunni gegn Tristan Thompson.
Kyle Lowry sćkir hér inn ađ körfunni gegn Tristan Thompson. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Toronto Raptors vann mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers 99-97 á heimavelli í nótt í uppgjöri toppliðanna í austurdeild NBA-deildarinnar en þetta var tíundi sigur Toronto á heimavelli í röð.

Með sigrinum saxaði Toronto á forskot Cleveland á toppi austurdeildarinnar en Cleveland á eftir kvöldið tvo leiki á Toronto í öðru sæti.

Cleveland leiddi framan af og tók níu stiga forskot inn í fjórða leikhlutann en heimamenn settu í gír í þeim fjórða og náðu að stela sigrinum á lokametrunum.

Kyle Lowry átti einn besta leik sinn á ferlinum með 43 stig, þar af síðustu fjögur stig leiksins en LeBron James fékk færi til þess að stela sigrinum á lokasekúndunum en skot hans klikkaði.

Í Sacramento bar Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, liðið á herðum sér í tíu stiga sigri á Sacramento Kings en Paul lauk leiknum með 40 stig, 13 stoðsendingar og átta fráköst.

Paul meiddist í leik liðsins gegn Denver Nuggets á dögunum en það sást ekki á honum í nótt og tryggði stórleikur hans Los Angeles Clippers sigurinn. Jeff Green lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Clippers í fjarveru Paul Pierce og lauk leik með 22 stig.

Þá tapaði Philadelphia 76ers sjöunda leiknum í röð og Los Angeles Lakers áttunda leiknum í röð en líklegt er að sigurleikirnir verði ekkert mikið fleiri hjá þessum liðum í vetur.

Stöðuna í deildinni má sjá hér en helstu tilþrif kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Úrslit kvöldsins:

Indiana Pacers 94-95 Charlotte Hornets
Philadelphia 76ers 94-103 Washington Wizards
New York Knicks 105-98 Orlando Magic
Toronto Raptors 99-97 Cleveland Cavaliers
Atlanta Hawks 103-88 Chicago Bulls
Dallas Mavericks 122-116 Denver Nuggets (e. framlengingu)
Sacramento Kings 107-117 Los Angeles Clippers
Los Angeles Lakers 95-112 Memphis Grizzlies


Bestu tilţrif kvöldsins:


Lowry var magnađur í Toronto:


Paul bar liđ Clippers á herđum sér í sigri á Sacramento Kings:
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Toronto vann uppgjöriđ gegn Cleveland | Öll úrslit kvöldsins
Fara efst