Körfubolti

Toronto örugglega í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Biyombo var í stuði í nótt.
Biyombo var í stuði í nótt. vísir/getty
Toronto er komið í úrslitaleik austurdeildarinnar eftir stórsigur á Miami í oddaleik liðanna, 116-89, en leikið var í Toronto í gærkvöldi.

Í fyrsta leikhluti var jafnræði með liðunum og í hálfleik leiddu heimamenn einungis með sex stigum, 53-47.

Í þriðja leikhlutanum hélt jafnræðið áfram, en Toronto átti þó alltaf góða spretti og hélt Miami þannig í ákveðni fjarlægð frá sér.

Toronto setti svo í fluggírinn í fjórða leikhlutanum, en þeir unnu hann með 19 stiga mun, 30-11 og lokatölur 116-89.

Kyle Lowry var frábær í liði Toronto. Hann skoraði 35 stig, sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur kom Bismack Biyombo með sautján stig.

Í liði Miami voru þeir Dwayne Wade og Goran Dragic stigahæstir með sextán stig hvor. Dragic tók einnig sex fráköst og sjö stoðsendingar, en Wayne var með fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar.

Fyrsti leikur Toronto í úrslitum austurdeildarinnar gegn Cleveland er á þriðjudagskvöldið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×