Erlent

Tony Blair hættir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Forsætisráðherrann fyrrverandi mun láta af störfum sem sérstakur erindreki hins svokallaða Miðausturlandakvartetts.
Forsætisráðherrann fyrrverandi mun láta af störfum sem sérstakur erindreki hins svokallaða Miðausturlandakvartetts. vísir/epa
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, mun láta af störfum í næsta mánuði sem sérstakur erindreki hins svokallaða Miðausturlandakvartetts sem Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið mynda.

Blair, sem gegnt hefur starfinu í átta ár, afhenti Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, uppsagnarbréf sitt í dag. Hann mun þó áfram starfa á þessum vettvangi, en gegna þar „óformlegu hlutverki,“ að því er fram kemur á vef BBC. Hann muni jafnframt áfram halda áfram að vinna að lausn í tveggja ríkja deilu Ísraels og Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×