Gefur endurkomu undir fótinn Tónlistarmaðurinn Aron Can hefur verið í pásu frá tónlist undanfarna mánuði. Ástæðan sé ekki flogakast sem hann fékk í sumar heldur rekstur steinefnafyrirtækisins R8iant. Hann gefur þó endurkomu undir fótinn og horfir til tíu ára afmælistónleika á næsta ári. Lífið 8.10.2025 12:29
Götulistamaðurinn Jójó látinn Jón Magnússon, götulistamaður, lést á hjartadeild Landspítalans þann 19. september síðastliðinn. Hann var þekktur undir listamannsnafninu Jójó. Hann var 65 ára að aldri þegar hann lést en hann fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1960. Foreldrar hans eru Nanna Jónsdóttir og James Andrew Shipp, sem er látinn. Lífið 7.10.2025 14:47
Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann. Gagnrýni 7.10.2025 07:02
Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Landslið tónlistarfólks kemur saman í Hörpu á sunnudag í tilefni af 65 ára afmæli Bítlana. Tímamótunum verður fagnað með stórtónleikum og stæl í Eldborg. Tónlist 3. október 2025 15:03
Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. Tónlist 3. október 2025 12:36
Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð. Tónlist 3. október 2025 10:40
Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu The Definitive Rat Pack metsölusýning frá West End í London kemur til Íslands í fyrsta skipti og verður sýnd í Eldborgarsal Hörpu 27. mars 2026, aðeins þetta eina kvöld. Lífið samstarf 3. október 2025 09:33
Keith sagður kominn með nýja kærustu Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi. Lífið 2. október 2025 16:09
The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu The Ultimate Eagles koma til Íslands í fyrsta skipti og halda tónleika í Hörpu 21. febrúar á næsta ári. The Ultimate Eagles er almennt talin fremsta tónleikasýning heims til heiðurs Eagles. Lífið samstarf 1. október 2025 11:04
Veisla fyrir augu og eyru Það kom mér ekkert á óvart að áhorfendur voru með símann á lofti þegar maður gekk inn í stóra salinn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Sviðsmyndin sem tekur á móti manni er glæsileg og lýsingin í salnum færir mann strax inn í heim Moulin Rouge. Svo hefst veislan og frá fyrstu mínútu er manni ljóst að hér er ekki um „hefðbundinn“ íslenskan söngleik að ræða. Þetta er sýning sem „hækkar rána“ ef maður grípur til líkingamáls úr íþróttaheiminum, vettvangur fyrir fjöldann allan af listamönnum að sýna sig og sanna. Hvert íslenskt leikhús heldur héðan er svo önnur og stærri spurning. Gagnrýni 1. október 2025 07:00
Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Hljómsveitin Ég kemur saman á ný og heldur sérstaka tónleika í Bæjarbíói, Hafnarfirði þann 30. október 2025, til heiðurs leiðtoga, söngvara, laga- og textahöfundi sveitarinnar, Róberti Erni Hjálmtýssyni. Meðlimir Ég fá til liðs við sig á tónleikunum fjölda gestasöngvara eins og Valdimar Guðmundsson, Eyþór Inga, Heiðu Eiríks, Bjarka Sig, Ara Eldjárn, Örn Eldjárn og Sverri Þór Sverrisson (Sveppi). Menning 30. september 2025 13:57
Eigandinn hættir sem forstjóri Daniel Ek eigandi sænsku streymisveitunnar Spotify mun stíga til hliðar sem forstjóri og mun þess í stað leiða stjórn félagsins. Ek stofnaði streymisveituna árið 2006. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2026. Viðskipti erlent 30. september 2025 13:11
Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Ég er algjörlega í skýjunum, segir tónlistarmaðurinn og goðsögnin Páll Óskar sem var að gefa út plötuna Alveg með Benna HemmHemm. Þeir fögnuðu útgáfu með flottu hlustunarpartýi á Kjarval og skáluðu í kampavíni en Páll Óskar segir lögin óumflýjanlega eiga vel við í samfélaginu í dag. Tónlist 30. september 2025 13:02
Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Ástralska leikkonan Nicole Kidman og ástralski tónlistarmaðurinn Keith Urban eru skilin eftir að hafa verið gift í nítján ár. Lífið 29. september 2025 23:33
Hneig niður í miðju lagi Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag. Tónlist 29. september 2025 10:30
Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Rapparinn Bad Bunny mun troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar, úrslitaleiks NFL, sem fram fer í Santa Clara í Kaliforníu í Bandaríkjunum 8. febrúar næstkomandi. Lífið 29. september 2025 07:49
Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Ungabörn og tónlist virka vel saman og ekki síst þegar fiðluleikur er í boði en tónlistarkennari í Kópavogi fær allt að niður í þriggja mánaða börn til að spila á fiðlu með sér. Innlent 28. september 2025 20:04
Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Birgitta Haukdal leiðir glæsilegan hóp söngvara fram á sviðið í Hörpu þann 5. desember á tónleikum sem hafa fengið nafnið „Komdu um jólin”. Skipuleggjanda tónleikanna fannst vanta stuð í jólatónleikaflóruna. Lífið samstarf 28. september 2025 08:51
Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins. Lífið 27. september 2025 15:31
Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnun um bæjarhátíðina Í túninu heima á vef Mosfellsbæjar töldu það góða breytingu að færa stórtónleika frá laugardagskvöldi yfir á sunnudagseftirmiðdegi. Alls töldu 64 prósent breytinguna mjög eða frekar góða og 27 prósent breytinguna frekar eða mjög slæma. Innlent 26. september 2025 11:37
Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut í gær gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins í London. Víkingi var afhent medalían á athöfn í London í gær á opnunartónleikum Fílharmóníunnar en Víkingur er sérstakur gestalistamaður hljómsveitarinnar á 80 ára afmælisári hennar. Lífið 26. september 2025 08:40
„Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og víóluleikarinn Svava Bernharðsdóttir mynda Dúó Freyju en eru auk þess mæðgur. Fyrir þremur árum fögnuðu þær sextugsafmæli Svövu með plötu með sex nýjum tónverkum eftir konur. Á morgun eru útgáfutónleikar fyrir aðra plötu þeirra sem inniheldur þrjú ný tónverk eftir karla. Lífið 26. september 2025 07:30
Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Í kvöld fór fram frumsýningarboð á Vinnustofu Kjarval þar sem hulunni var svipt af samstarfi Bang & Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Þar var kynn sérstök útgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir Ella en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök. Lífið 25. september 2025 22:34
Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni. Lífið 25. september 2025 20:02
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp