Íslenski boltinn

Tómas Óli kominn í Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tómas Óli er nýjasti liðsmaður Vals.
Tómas Óli er nýjasti liðsmaður Vals. Skjáskot
Valsmenn halda áfram að bæta við sig mannskap fyrir átökin í Pepsi-deild karla næsta sumar en í dag var tilkynnt um komu Tómasar Óla Garðarssonar frá Breiðabliki. Tómas Óli skrifaði undir þriggja ára samning við Val.

Tómas Óli, sem er 21 árs, hefur leikið með Breiðabliki allan sinn feril. Hann lék alls 72 leiki fyrir Kópavogsliðið í deild og bikar og skoraði sex mörk. Þá hefur hann leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.

„Með komu Tómasar er félagið að bæta við sig enn einum ungum og efnilegum leikmanni með framtíðina að leiðarljósi,“ segir í frétt á heimasíðu Vals.

„Tómas bætist þar með með þeirra meistaraflokksmanna sem eiga ungmennalandsleiki að baki. Ljóst er að Tómas eykur breiddina í leikmannahópi Vals og mun auka gæði sóknarleiksins til mikilla muna.“

Viðtal við Tómas Óla og Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfara Vals, má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×