Lífið

Tom Shillue með Mið-Íslandi

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Uppistandshópurinn á góðri stundu.
Uppistandshópurinn á góðri stundu. Vísir/Ernir
Bandaríski grínistinn Tom Shillue slæst í lið með uppistandshópnum Mið-Íslandi í Þjóðleikhúskjallaranum 9. til 11. apríl næstkomandi.

Shillue hefur meðal annars komið fram í spjallþáttum Conans O'Brien og Jimmy Fallon svo ljóst er að liðsaukinn er ekki af verri endanum.

Mið-Ísland stendur saman af Dóra DNA, Jóhanni Alfreð Kristinssyni, Ara Eldjárn og Birni Braga Björnssyni en í vetur hafa gestir þeirra meðal annars verið þau Saga Garðarsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Bergur Ebbi Bergsson, sem er hluti af hópnum en búsettur erlendis um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×