Töluverð hækkun á heilbrigðisþjónustu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2014 13:53 Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Þessi mikla hækkun er m.a. til komin vegna hækkana á gjaldskrám sjúkratrygginga fyrir þjónustu lækna og sjúkraþjálfara auk minni niðurgreiðslna vegna ýmissa hjálpartækja fyrir fatlaða, sjúka og aldraða sem tóku gildi um áramót. Mest hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar um 20%. Almennt komugjald til heilsugæslulæknis hækkaði um áramót úr kr. 1.000 í kr. 1.200 en gjald utan dagvinnutíma úr kr. 2.600 í kr. 3.100. Fyrir örykja og 70 ára og eldri hækkaði almennt komugjald úr kr. 500 í kr. 600 og gjald utan dagvinnutíma úr kr. 1.300 í kr. 1.500. Komur barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvar eru áfram gjaldfrjálsar. Komugjöld til sérfræðinga hækkuðu skv. vísitölu neysluverðs um 19% í upphafi árs. Sem dæmi má nefna að almennt komugjald sjúklings til sérfræðilækna er nú kr. 5.000 auk 40% af umframkostnaði en var fyrir áramót kr. 4.500 auk 40% af umframkostnaði. Öryrkjar og 70 ára og eldri greiða nú 1.800 kr. auk 13,33% af umframkostnaði við komur til sérfræðinga en geiddu áður kr. 1.600 auk 13,33% af umframkostnaði. Gjöld fyrir keiluskurði og kransæða- og hjartaþræðingu hækka einnig. Almennt gjald fyrir þessar aðgerði hækkaði um tæp 5% úr kr. 8.700 í kr. 9.100. Örykjar og 70 ára og eldri greiða hins vegar tæplega 7% meira nú en fyrir ármót, kr. 3.200 í stað kr. 3.000. Ný reglurgerð um styrki sjúkratrygginga vegna ýmssa hjálpartækja til að auðvelda athafnir daglegs lífs hjá fötluðum, sjúkum og öldruðum tók gildi um áramót. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjálpartækja og má þar sem dæmi nefna að dregið hefur verið úr niðurgreiðslum sjúkratryggðra vegna kaupa á bleium fyrir fatlaða og sjúka, hjálpartækja vegna öndunarmeðferðar og vegna ýmissa gervihluta t.d. vegna brjóstamissis. Þá hefur niðurgreiðslu verið hætt vegna ýmssa hjálpartækja við persónulega umhriðu ss. tannhirðu, hand- og fótsnyrtingu sem og niðurgreiðslu hjálpartækja við heimilishald ss. matargerð, uppþvott og borðhald.Dæmi um að hjálpartæki sjúklinga hafi hækkað um 77% Ekki er hér um tæmandi upptalningu á þeim breytigum sem reglugerðin hefur í för með sér að ræða. Sem dæmi um áhrif einstakra breytinga má nefna að kostnaður sjúklings af hjálpartæki vegna kæfisvefns fór úr kr. 18.000 á árinu 2013 í kr. 31.800 í ár, sem er 77% hækkun. Þá hefur Þroskahjálp bent á að kostnaður fyrir veikan eða fatlaðan einstakling sem þarf að nota bleiur að staðaldri nemi nú 4.000-5.000 krónur á mánuði en var áður að fullu niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Með þessu hverfi því megnið af þeirri kjarabót sem flestir lífeyrisþegar fengu um ármót. Bein greiðsluþátttaka sjúklinga hefur á undanförum árum farið vaxandi hér á landi. Alþýðusambandið hefur áður lýst áhyggjum af því að vaxandi greiðsluþátttaka leggist þungt á sjúklinga og tekjulægri hópa og sé til þess fallin að hindra aðgengi að þjónustunni og auka misskiptingu. Nýleg rannsókn Félagsvísindastofnunnar sýnir að að allt að þriðjungur Íslendinga frestaði því í fyrra að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu en öryrkjar og lágtekjufólk eru enn líklegri til að hafa frestað því að sækja sér heilbriðgðsþjónustu. Verulegt áhyggjuefni er hversu margir nefna kostnað sem aðal ástæðu þess að þeir fresti því að leita sér lækninga og ætti sú staðreynd að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Þessi mikla hækkun er m.a. til komin vegna hækkana á gjaldskrám sjúkratrygginga fyrir þjónustu lækna og sjúkraþjálfara auk minni niðurgreiðslna vegna ýmissa hjálpartækja fyrir fatlaða, sjúka og aldraða sem tóku gildi um áramót. Mest hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar um 20%. Almennt komugjald til heilsugæslulæknis hækkaði um áramót úr kr. 1.000 í kr. 1.200 en gjald utan dagvinnutíma úr kr. 2.600 í kr. 3.100. Fyrir örykja og 70 ára og eldri hækkaði almennt komugjald úr kr. 500 í kr. 600 og gjald utan dagvinnutíma úr kr. 1.300 í kr. 1.500. Komur barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvar eru áfram gjaldfrjálsar. Komugjöld til sérfræðinga hækkuðu skv. vísitölu neysluverðs um 19% í upphafi árs. Sem dæmi má nefna að almennt komugjald sjúklings til sérfræðilækna er nú kr. 5.000 auk 40% af umframkostnaði en var fyrir áramót kr. 4.500 auk 40% af umframkostnaði. Öryrkjar og 70 ára og eldri greiða nú 1.800 kr. auk 13,33% af umframkostnaði við komur til sérfræðinga en geiddu áður kr. 1.600 auk 13,33% af umframkostnaði. Gjöld fyrir keiluskurði og kransæða- og hjartaþræðingu hækka einnig. Almennt gjald fyrir þessar aðgerði hækkaði um tæp 5% úr kr. 8.700 í kr. 9.100. Örykjar og 70 ára og eldri greiða hins vegar tæplega 7% meira nú en fyrir ármót, kr. 3.200 í stað kr. 3.000. Ný reglurgerð um styrki sjúkratrygginga vegna ýmssa hjálpartækja til að auðvelda athafnir daglegs lífs hjá fötluðum, sjúkum og öldruðum tók gildi um áramót. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjálpartækja og má þar sem dæmi nefna að dregið hefur verið úr niðurgreiðslum sjúkratryggðra vegna kaupa á bleium fyrir fatlaða og sjúka, hjálpartækja vegna öndunarmeðferðar og vegna ýmissa gervihluta t.d. vegna brjóstamissis. Þá hefur niðurgreiðslu verið hætt vegna ýmssa hjálpartækja við persónulega umhriðu ss. tannhirðu, hand- og fótsnyrtingu sem og niðurgreiðslu hjálpartækja við heimilishald ss. matargerð, uppþvott og borðhald.Dæmi um að hjálpartæki sjúklinga hafi hækkað um 77% Ekki er hér um tæmandi upptalningu á þeim breytigum sem reglugerðin hefur í för með sér að ræða. Sem dæmi um áhrif einstakra breytinga má nefna að kostnaður sjúklings af hjálpartæki vegna kæfisvefns fór úr kr. 18.000 á árinu 2013 í kr. 31.800 í ár, sem er 77% hækkun. Þá hefur Þroskahjálp bent á að kostnaður fyrir veikan eða fatlaðan einstakling sem þarf að nota bleiur að staðaldri nemi nú 4.000-5.000 krónur á mánuði en var áður að fullu niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Með þessu hverfi því megnið af þeirri kjarabót sem flestir lífeyrisþegar fengu um ármót. Bein greiðsluþátttaka sjúklinga hefur á undanförum árum farið vaxandi hér á landi. Alþýðusambandið hefur áður lýst áhyggjum af því að vaxandi greiðsluþátttaka leggist þungt á sjúklinga og tekjulægri hópa og sé til þess fallin að hindra aðgengi að þjónustunni og auka misskiptingu. Nýleg rannsókn Félagsvísindastofnunnar sýnir að að allt að þriðjungur Íslendinga frestaði því í fyrra að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu en öryrkjar og lágtekjufólk eru enn líklegri til að hafa frestað því að sækja sér heilbriðgðsþjónustu. Verulegt áhyggjuefni er hversu margir nefna kostnað sem aðal ástæðu þess að þeir fresti því að leita sér lækninga og ætti sú staðreynd að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira