Enski boltinn

Tölfræði sem gleður stuðningsmenn Man Utd: Zlatan verður alltaf meistari strax

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sannur meistari.
Sannur meistari. vísir/epa
Fyrr í dag greindi Zlatan Ibrahimovic frá því að hann væri á leið til Manchester United fyrir næsta tímabil.



Félagið hefur reyndar ekki enn staðfest komu Svíans en allt bendir til þess að hann muni klæðast búningi Manchester United á næsta tímabili.

Zlatan hefur verið gríðarlega sigursæll á löngum ferli og 13 sinnum unnið landstitla með þeim félögum sem hann hefur spilað með.

Zlatan hefur haft það fyrir sið að vinna meistaratitil á sínu fyrsta tímabili hjá nýju félagi en sú tölfræði ætti að gera stuðningsmenn United enn spenntari fyrir komu sænska framherjans.

Zlatan vann titil á sínu fyrsta tímabili með Ajax, Juventus, Inter, Barcelona, AC Milan og Paris Saint-Germain.

Hjá United hittir Zlatan fyrir knattspyrnustjórann José Mourinho en þeir urðu saman ítalskir meistarar með Inter tímabilið 2008-09.

United endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en liðið hefur ekki verið í baráttu um enska meistaratitilinn frá því Sir Alex Ferguson settist í helgan stein vorið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×