FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER NŻJAST 15:58

Ómar og félagar fį ekki miskabętur vegna handtakna ķ Gįlgahrauni

FRÉTTIR

Tölfręši sem enginn stušningsmašur Arsenal vill sjį

 
Enski boltinn
12:00 03. FEBRŚAR 2016
Arsene Wenger er ķ smį basli meš Arsenal žessar vikurnar.
Arsene Wenger er ķ smį basli meš Arsenal žessar vikurnar. VĶSIR/GETTY

Arsenal féll niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Southampton á Emirates-vellinum í Lundúnum.

Baulað var á Arsene Wenger og hans menn þegar leikurinn var flautaður af, en Arsenal er nú fimm stigum á eftir toppliði Leicester og þremur stigum á eftir Manchester City í öðru sætinu.

Stuðningsmenn Arsenal höfðu fulla ástæðu til að baula á sína menn enda eru þeir ekki búnir að vinna í fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Hér eru nokkrir tölfræðimolar um gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í síðustu fjórum leikjum sem Opta tók saman:

- Arsenal er ekki búið að skora í þremur leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni, en það hefur ekki gest síðan í febrúar 2009.

- Mesut Özil hefur ekki skorað eða gefið stoðsendingu í fjórum leikjum í röð en það hefur ekki gerst áður á þessu tímabili.

- Arsenal átti ellefu skot á markið á móti Southampton í gær án þess að skora. Ekkert lið hefur átt fleiri skot á markið í einum leik á tímabilinu.

- Oliver Giroud hefur heldur betur kólnað en hann er ekki búinn að skora í síðustu fjórum leikjum fyrir Arsenal. Það hefur ekki gerst áður á leiktíðinni.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Tölfręši sem enginn stušningsmašur Arsenal vill sjį
Fara efst