LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ NÝJAST 23:48

Fjórtán ára fangelsi fyrir morđtilraun

FRÉTTIR

Tölfrćđi sem enginn stuđningsmađur Arsenal vill sjá

 
Enski boltinn
12:00 03. FEBRÚAR 2016
Arsene Wenger er í smá basli međ Arsenal ţessar vikurnar.
Arsene Wenger er í smá basli međ Arsenal ţessar vikurnar. VÍSIR/GETTY

Arsenal féll niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Southampton á Emirates-vellinum í Lundúnum.

Baulað var á Arsene Wenger og hans menn þegar leikurinn var flautaður af, en Arsenal er nú fimm stigum á eftir toppliði Leicester og þremur stigum á eftir Manchester City í öðru sætinu.

Stuðningsmenn Arsenal höfðu fulla ástæðu til að baula á sína menn enda eru þeir ekki búnir að vinna í fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Hér eru nokkrir tölfræðimolar um gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í síðustu fjórum leikjum sem Opta tók saman:

- Arsenal er ekki búið að skora í þremur leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni, en það hefur ekki gest síðan í febrúar 2009.

- Mesut Özil hefur ekki skorað eða gefið stoðsendingu í fjórum leikjum í röð en það hefur ekki gerst áður á þessu tímabili.

- Arsenal átti ellefu skot á markið á móti Southampton í gær án þess að skora. Ekkert lið hefur átt fleiri skot á markið í einum leik á tímabilinu.

- Oliver Giroud hefur heldur betur kólnað en hann er ekki búinn að skora í síðustu fjórum leikjum fyrir Arsenal. Það hefur ekki gerst áður á leiktíðinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Tölfrćđi sem enginn stuđningsmađur Arsenal vill sjá
Fara efst