Töffarar tæma skápana Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. september 2013 09:45 Oddur Sturluson ásamt félögum sínum en þeir selja fötin sín á Prikinu á laugardaginn MYND/GVA Ég ákvað að halda fatamarkað þegar það rann upp fyrir mér að allt sem ég á eru föt! Það væri hreinlega komið að því að kaupa sér eitthvað annað, jafnvel skólabækur,“ segir Oddur Sturluson mannfræðinemi en hann blæs til fatamarkaðar á Prikinu á laugardaginn ásamt félögum sínum. „Við verðum fimm strákar sem eiga það sameiginlegt að vera fatafíklar. Það hafa safnast að okkur föt, jafnvel föt sem ekki eru í okkar númerum. Við verðum því með stærðir allt frá small og upp í XL,“ segir Oddur. Fyrir utan fatafíknina, en kannski einmitt vegna hennar, eiga félagarnir það líka sameiginlegt að vinna allir í tískuvöruverslunum. Tveir þeirra vinna í Sautján og tveir í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Sjálfur vinnur Oddur í Kúltúr menn. Þarna verða því ólíkir fatastílar í gangi. „Mestmegnis verða þetta flott merki, eins og Raf Simons, Brioni og Burberry. Það verður hægt að gera hjá okkur dúndurkaup, við ætlum ekkert að okra á þessu,“ segir Oddur og viðurkennir að gera yfirleitt vel við sig í fatakaupum. „Ég er lúxusdýr og veikur fyrir öllu sem eitthvað hefur verið lagt í og er jafnvel með sögu á bak við sig. En auðvitað hefur maður ekki þörf fyrir þessa hluti. Ég nota ekki einu sinni allt af þessu, sem er synd. Þess vegna þarf bara að koma þessum fötum í umferð og í notkun einhvers staðar.“ Markaðurinn hefst klukkan 12 á laugardaginn og stendur til klukkan 17. En mun fataskápurinn ekki bara fyllast strax aftur? „Jú, ég er ansi hræddur um það,“ segir Oddur hlæjandi. „Við þurfum kannski að halda fatamarkað reglulega.“ Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Ég ákvað að halda fatamarkað þegar það rann upp fyrir mér að allt sem ég á eru föt! Það væri hreinlega komið að því að kaupa sér eitthvað annað, jafnvel skólabækur,“ segir Oddur Sturluson mannfræðinemi en hann blæs til fatamarkaðar á Prikinu á laugardaginn ásamt félögum sínum. „Við verðum fimm strákar sem eiga það sameiginlegt að vera fatafíklar. Það hafa safnast að okkur föt, jafnvel föt sem ekki eru í okkar númerum. Við verðum því með stærðir allt frá small og upp í XL,“ segir Oddur. Fyrir utan fatafíknina, en kannski einmitt vegna hennar, eiga félagarnir það líka sameiginlegt að vinna allir í tískuvöruverslunum. Tveir þeirra vinna í Sautján og tveir í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Sjálfur vinnur Oddur í Kúltúr menn. Þarna verða því ólíkir fatastílar í gangi. „Mestmegnis verða þetta flott merki, eins og Raf Simons, Brioni og Burberry. Það verður hægt að gera hjá okkur dúndurkaup, við ætlum ekkert að okra á þessu,“ segir Oddur og viðurkennir að gera yfirleitt vel við sig í fatakaupum. „Ég er lúxusdýr og veikur fyrir öllu sem eitthvað hefur verið lagt í og er jafnvel með sögu á bak við sig. En auðvitað hefur maður ekki þörf fyrir þessa hluti. Ég nota ekki einu sinni allt af þessu, sem er synd. Þess vegna þarf bara að koma þessum fötum í umferð og í notkun einhvers staðar.“ Markaðurinn hefst klukkan 12 á laugardaginn og stendur til klukkan 17. En mun fataskápurinn ekki bara fyllast strax aftur? „Jú, ég er ansi hræddur um það,“ segir Oddur hlæjandi. „Við þurfum kannski að halda fatamarkað reglulega.“
Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“