Innlent

Tófa á tölti um Garðabæ í morgun

Refur. Myndin er úr safni.
Refur. Myndin er úr safni.
Ökumaður sem var að aka framhjá golfvelli Oddfellowa í Garðabæ í morgun sá hvar tófa rölti yfir veginn ekki fjarri afleggjaranum inn í Heiðmörk.

„Tófan labbaði bara yfir veginn," sagði Úlfar Antonsson líffræðingur en hann var að aka eftir svokölluðum Ofanbyggðavegi milli golfvallarins og Vífilsstaðavatns um hálfsjöleytið.

„Ætli hún hafi ekki verið að koma úr mat í Garðabænum," sagði Úlfar. „Tófurnar eru miklu nær okkur en við höldum. Þær eru alveg ofan í byggðinni."

Úlfar segir að tófan hafi ekki virst hrædd. Hann kvaðst hafa verið á Snæfellsnesi fyrir nokkrum dögum og séð þá tófu í Breiðuvík.

„Sú hegðaði sér allt öðruvísi og var stressuð. Þessi sem ég sá í morgun var miklu rólegri. Tölti bara í rólegheitum yfir í veginn og hvarf svo inn í kjarrið," sagði Úlfar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×