Körfubolti

Tíundi sigur Golden State í röð | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr sigri Golden State í nótt.
Úr sigri Golden State í nótt. vísir/getty
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt, en alls voru þeir fimmtán talsins. Margir þeirra voru skemmtilegir, en það var meðal annars framlengt á tveimur stöðum; í New York þar sem heimamenn sigruðu Charlotte og í Denver þar sem gestirnir í Oklahoma unnu góðan sigur.

Meistararnir frá því á síðasta tímabili, Cleveland, unnu mjög öruggan sigur á Dallas í nótt, en þeir unnu samtals með 38 stiga mun, 128-90. Cleveland lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik, en þeir voru 72-38 yfir í hálfleik og skoruðu að endingu 128 stig.

Cleveland er nú búinn að vinna þrjá leiki í röð, en þeir hafa unnið tólf leiki af fjórtán fyrstu leikjum sínum. Aðra sögu er að segja af Dallas sem hefur nú tapað átta leikjum í röð og tapað þrettán af fyrstu fimmtán leikjum sínum.

Kevin Love skoraði 27 stig fyrir meistarana, en LeBron James skoraði 19 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók fimm fráköst. Kyrie Irving bætti við 25 stigum.

Golden State, sem hefur farið í úrslit síðustu tvö ár, vann öruggan sigur á LA Lakers, 109-85, en þetta var tíundi sigur Golden State í röð. Kevin Durant skoraði 29 tig og gaf níu stoðsendingar fyrir Golden State sem er með fjórtán sigra í fyrstu sextán leikjunum.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar sem og skemmtileg tilþrif af Youtube-síðu NBA-deildarinnar.

Öll úrslit næturinnar:

San Antonio - Boston 109-103

Washington - Orlando 94-91

Dallas - Cleveland 90-128

LA Clippers - Detroit 97-108

Charlotte - New York 111-113

Chicago - Philadelphia 105-89

Brooklyn - Indiana 97-118

Toronto - Milwaukee 105-99

Atlanta - Utah 68-95

Miami - Memphis 90-81

Oklahoma - Denver 132-129

Minnesota - Phoenix 98-85

New Orleans - Portland 104-119

Golden State - LA Lakers 109-85

Houston - Sacramento 117-104

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×