Tíu tilkynningar um kynferðismisnotkun eftir þrjár brúðusýningar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. apríl 2012 19:00 Brúðuleikhús Blátt Áfram mun á næstu misserum fræða öll átta ára börn í grunnskólum landsins um kynferðislegt ofbeldi. Í einum skóla sem leikhúsið heimsótti komu upp tíu barnaverndarmál eftir þrjár sýningar. Brúðuleikhús Blátt áfram hefur verið við störf frá árinu 2005 en sýning leikhússins Krakkarnir í hverfinu er forvarnarfræðsla fyrir börn gegn líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. „Það eru meters háar brúður sem Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sjá um og brúðurnar tala við börnin og segja þeim frá því að þær hafi orðið fyrir ofbeldi og hvernig þær fengu hjálp," segir Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram. Stjórnvöld undirrituðu í gær þriggja ára samkomulagi um vitunarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Fyrsta skref átaksins er að fræða börn í skólum landsins og mun brúðuleikhúsið heimsækja 2. bekk allra grunnskóla á landinu. „Þannig að þau börn sem eru að verða fyrir ofbeldi þau átta sig á því í rauninni hvað er að gerast og þau rétta oft upp hönd og segja: það er verið að gera svona við mig," segir Sigríður. Sigríður segir að sláandi mörg mál hafi komið upp í kjölfar sýningarinnar. „Til dæmis í einum skóla vorum við með þrjár sýningar og það komu tíu tilkynningar til barnaverndar í kjölfarið en við sáum að börn þráðu að fá að segja frá og fá tækifæri til að greina frá þessum upplýsingum," segir Sigríður. Hún segir foreldra eiga erfitt með að fræða börn um þessi mál og því hjálpi sýningin við að koma umræðunni af stað. „Við auðvitað erum ekki að setja ábyrgðina á börnin hérna heldur erum við að gefa þeim verkfæri alveg eins og við kennum þeim umferðarreglur og sund og slíkt," segir Sigríður að lokum. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Brúðuleikhús Blátt Áfram mun á næstu misserum fræða öll átta ára börn í grunnskólum landsins um kynferðislegt ofbeldi. Í einum skóla sem leikhúsið heimsótti komu upp tíu barnaverndarmál eftir þrjár sýningar. Brúðuleikhús Blátt áfram hefur verið við störf frá árinu 2005 en sýning leikhússins Krakkarnir í hverfinu er forvarnarfræðsla fyrir börn gegn líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. „Það eru meters háar brúður sem Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sjá um og brúðurnar tala við börnin og segja þeim frá því að þær hafi orðið fyrir ofbeldi og hvernig þær fengu hjálp," segir Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram. Stjórnvöld undirrituðu í gær þriggja ára samkomulagi um vitunarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Fyrsta skref átaksins er að fræða börn í skólum landsins og mun brúðuleikhúsið heimsækja 2. bekk allra grunnskóla á landinu. „Þannig að þau börn sem eru að verða fyrir ofbeldi þau átta sig á því í rauninni hvað er að gerast og þau rétta oft upp hönd og segja: það er verið að gera svona við mig," segir Sigríður. Sigríður segir að sláandi mörg mál hafi komið upp í kjölfar sýningarinnar. „Til dæmis í einum skóla vorum við með þrjár sýningar og það komu tíu tilkynningar til barnaverndar í kjölfarið en við sáum að börn þráðu að fá að segja frá og fá tækifæri til að greina frá þessum upplýsingum," segir Sigríður. Hún segir foreldra eiga erfitt með að fræða börn um þessi mál og því hjálpi sýningin við að koma umræðunni af stað. „Við auðvitað erum ekki að setja ábyrgðina á börnin hérna heldur erum við að gefa þeim verkfæri alveg eins og við kennum þeim umferðarreglur og sund og slíkt," segir Sigríður að lokum.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira