Innlent

Tíu þúsund manns fagna á Arnarhóli og flugeldar um alla Reykjavík

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Gleðin í algleymingi.
Gleðin í algleymingi. vísir/eyþór
Íslendingar eru í gleði- og sigurvímu eftir sigur landsins á Englandi í sextán liða úrslitum í Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Allt ætlaði um koll að keyra á Arnarhóli þegar úrslitin voru ljós og eflaust víðar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru að minnsta kosti tíu þúsund manns á Arnarhóli þegar mest lét.

Gleðin er í algleymingi þessa stundina og má heyra í flugeldum víða um höfuðborgarsvæðið, en eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa flugeldar verið tendraðir víðast hvar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Slíkt athæfi er þó ekki leyfilegt á þessum tíma árs, en hvort lögreglan muni skipta sér af því skal ósagt látið.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Arnarhóli.

vísir/viktoría



Fleiri fréttir

Sjá meira


×