Erlent

Tíu létust í miklum frosthörkum í Póllandi

Atli Ísleifsson skrifar
Mikið frost hefur herjað á íbúa álfunnar síðustu daga.
Mikið frost hefur herjað á íbúa álfunnar síðustu daga. Vísir/AFP
Tíu manns létu lífið í Póllandi í gær vegna mikilla frostharka sem herjað hafa á íbúa Evrópu síðustu daga.

Ekki hafa fleiri látist á sama degi vegna kuldans það sem af er vetri, en alls hafa 65 manns farist síðan í nóvember.

Um tuttugu stiga frost hefur mælst á sumum svæðum í Póllandi og hefur lögregla beðið íbúa að aðstoða alla þá sem eiga á hættu að frjósa, sér í lagi heimilislausa.

Í frétt Aftonbladet segir að alls hafi 33 manns látið lífið vegna kuldans í Evrópu síðustu daga. Flestir þeirra eru heimilislausir eða flóttamenn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×